Jæja, enn og aftur eru einhver leiðindi í gangi...
Núna er það svo að bíllinn minn er að eyða meira utanbæjar en innan, hann er í svona 11 lítrum hjá mér oftast innanbæjar og 8-9 utanbæjar. En nei nei, núna þegar ég ætla að keyra á milli Selfoss og Eyrarbakka í gær tekur hann upp á því að vera sulla 13-15 lítrum á hundraðið á 90-100 km/h en er ennþá í eðlilegri eyðslu innanbæjar.
Grunar svona helst bensíndæluna en hef ekki ennþá gefið mér tíma í að kíkja á þetta svo ég var að spá hvort einhver hefði einhverjar hugmyndir hvað er í gangi þar sem ég er að verða langþreyttur á því að þegar ég laga einn hlut þá fer annar
