gstuning wrote:
En vera með vitið í kollinum og reyna að rannsaka áður en útí verk er farið
Það er nú eiginlega þetta sem ég er að reyna að koma að.
Oft er farið af stað með góða, lítið ekna bílinn ( djásnið) hennar ömmu
sem er jú góður bíll, ekkert ryð, góður að innan, en hvernig bíl valdi amma? Þann ódýrasta, og kraftminnsta. Svo vill unglingurinn sem amma gaf bílinn meiri kraft. ( eðlilega)
Þá dettur honum og félögunum í hug: Túrbóoo, váááá, er ekki hægt að fá þær í Hagkaup og skrúfa í fyrir helgina?? Flestir kannast við þetta.
Og það er rifið, pústgrein, soggrein, vonandi að það sé bara blöndungur en ekki spýting. Svo er algengt að gefist sé upp eftir einn mánuð eða tvo.
Og bíllinn náttúrulega ónothæfur. Maður hefur of oft séð þetta gerast og marga "góða" farið i drasl með þessum hætti.
Auðvitað er besti skólinn reynslan, en það liggur bara ekki fyrir öllum þeim sem vilja meiri kraft, kannski 10% geti þetta sem alla hina langar, það er að tjúna bíla svo að þeir virki. Og skilja bíla. Hinir verða bara að fá sér aðstoð (við verkið). En allir viljum við (BMW) kraftinn.
Minn gamli (2002 '71) virkaði vel með tveimur tvöföldum 40mm DCOE, veit einhver um hvað ég er að tala?