bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 01. May 2025 23:38

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sat 29. Nov 2003 17:33 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. May 2003 21:06
Posts: 2028
Location: Reykjavík
Sælir félagar.

Það hefur stundum hvarflað að mér að kannski sé vélin mín með "nikasil" húð í blokkinni hjá cylindra veggjunum í staðinn fyrir "alusil" sem kom stuttu síðar sem lausn á vandamáli sem stundum fylgdi "nikasil" húðinni.

Það virtist sem hátt "sulphur" innihald (sem ég held að sé súlfat á íslensku) í bensíninu valdi eyðingu á "nikasil" húðinni sem veldur síðar slæmum lausagangi og "misfire" í kveikjunni og fær bílinn allan til að hristast í lausagangi. Sem betur fer þá þekki ég ekki þessi einkenni og veit ekki hvort bílinn minn sé með "alusil" eða "nikasil" húð. Þar sem hann var framleiddur, eða nýskráður, í desember 1993 vona ég að hann sé með "alusil".

Ég var að lesa á Thee32registry að bensín væri alltaf að verða betra og betra með tilliti til súlfat innihalds. Ég var að velta fyrir mér hvort einhver hér á spjallinu gæti frætt mig um á hvaða stöðvum væri líklegast að fá bensín með sem minnstu súlfat innihaldi og hvort oktan tala skipti þarna einhverju máli því það var talað um að margir bílar með hátt "mileage" en samt með "nikasil" húð væru í góðu lagi og engin ástæða til að óttast annað svo lengi sem þeir fengju bensín með lágt súlfat magn.

Vona að ég heyri frá ykkur og fleiri geti haft gagn og gaman af.

_________________
BMW 520d E61


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 29. Nov 2003 19:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Þar sem ég átti E34 V8 3.0 þá las ég mig eins mikið um þetta og ég fann.

Þetta er næstum BARA í U.K IRL og USA þar sem bensinið virðist innihalda hærra brennisteinshlutfall (((S)))) en annars staðar,,,
i USA er E34 V8 eingöngu 4.0 L en bæði 3.0 + 4.0 á Bretlandseyjum
Allar þær sögur sem ég hef lesið frá eigendum,, þá er BARA frásögn um
4.0 L vélina :? :?

Þannig að vertu ekkert að eyðileggja minninguna um góðan V8 E32 3.0 L
og njóttu bílsins..........................,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,########


Sv.H


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 30. Nov 2003 19:15 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 15. Oct 2002 14:44
Posts: 589
Location: Grafarvogur
þetta eru bara of asnaleg orð svona málfarslega séð :D

_________________
Renault 19 '95 - bráðabirgða
BMW E-30 325i; IM-870, Farinn
BMW E-30 320i; IR-406, Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 9 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group