flint wrote:
Veit einhver hvað þetta er og hvernig þetta virkar? hef aldrei heyrt um þetta áður
Þú hlýtur nú að hafa heyrt um þetta áður,
hvernig dytti þér annars í hug að spurja ?
Ég hef oft skoðað þetta á ebay, í raun bara til þess
að hlæja að þessu. Ef þú ert að tala um það sem ég held
þá er þetta algjört rusl og fólk á internetinu marg búið að vara
við þessu. Þetta eru litlir viftuspaðar sem eiga að virka eins og supercharger/túrbína, nema drifið áfram af rafmagni. Málið er þó það að stærðin og hraðinn gefur til kynna að þetta blæs stundum jafnvel af minni hraða heldur en náttúrulega (N/A) loftið ferðast á, og því gæti þetta jafnvel auki loftmótstöðu í loftinntakinu á vélinni.
Ég las meira að segja einu sinni grein um náunga sem keypti sér svona til þess eins að setja þetta í einhverja druslu til þess að sanna hvað þetta væri mikið drasl.
Viftuspaðarnir á hans blásara brotnuðu af eftir ekki langan tíma og fóru inn í vélina, maður getur ímyndað sér hvað það hefur verið skemmtilegt.
Allavega..
Það gæti verið að þú sért að vísa í eitthvað annað en það sem ég er að væla um, en ef þetta kostar 15$ og fæst á ebay þá hitti ég sennilega naglann á höfuðið.