Það er ekkert mál að skipta um að aftan en það er meira mál að gera þetta að framan. Málið er að þú þarft að taka struttana úr að framan. Þar þarftu að losa spindilkúluna, stýrisendan og jafnvægisendana frá Control arminum og berja á hann þangað til að hann losnar frá struttanum. Þegar struttinn er kominn úr bílnum þarf að losa demparann úr honum. Þetta er svolítið mál því að róin sem heldur demparanum að ofan vill snúast með demparanum. Ég notaði reyndar redneck aðferð við að losa þetta því ég notaði töng til að halda demparanum á meðan ég losaði rónna (þegar hér er komið verður þú að vera búinn að setja gormaklemmur á gorminn). En þegar þú ert búinn að losa gorminn frá þá þarftu stóra töng til að losa stykki sem heldur demparanum í struttinum.
Málið er að ef það koma rákir í demparann þegar þú ert að losa rónna þá skemmist demparinn ef bílinn fjaðrar alla leið og því er þetta vandasamt. Heyrði reyndar að besta lausnin við þessu væri að losa og herða rónna með loftverkfærum því þá nær demparinn ekki að snúast með rónni því aflið er það mikið. En þetta svona c.a. aðgerðin sem ég gerði þegar ég skipti um þetta og fékk ég góða hjálp frá mönnum hér á spjallborðinu.
