bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 11. May 2025 10:35

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 
Author Message
PostPosted: Wed 07. Sep 2005 15:56 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Á maður að skella sér í þetta sjálfur - ég nenni varla að bíða eftir þessum dönum. Það nennir engin hérna að vinna.

Ef ég geri þetta sjálfur, hvaða græjur þarf ég og er eitthvað trikkí við þetta (þarf ég að vera voðalega sterkur, búin að vera bókari í 4 ár þannig að ég er nú ekki sá sterkasti til að losa rær og bolta!)

Hvað má ég reikna með að ég sé lengi að þessu (ég fæ aðstoð við þetta og kaupi þær græjur sem þarf), ég þarf nefnilega að gera þetta utandyra í danska góðviðrinu.

Allar leiðbeiningar vel þegnar.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Sep 2005 16:02 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Ertu þá að hugsa um að skipa um gorma og dempara?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Sep 2005 16:04 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
hlynurst wrote:
Ertu þá að hugsa um að skipa um gorma og dempara?


Jess.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Sep 2005 16:49 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Það er ekkert mál að skipta um að aftan en það er meira mál að gera þetta að framan. Málið er að þú þarft að taka struttana úr að framan. Þar þarftu að losa spindilkúluna, stýrisendan og jafnvægisendana frá Control arminum og berja á hann þangað til að hann losnar frá struttanum. Þegar struttinn er kominn úr bílnum þarf að losa demparann úr honum. Þetta er svolítið mál því að róin sem heldur demparanum að ofan vill snúast með demparanum. Ég notaði reyndar redneck aðferð við að losa þetta því ég notaði töng til að halda demparanum á meðan ég losaði rónna (þegar hér er komið verður þú að vera búinn að setja gormaklemmur á gorminn). En þegar þú ert búinn að losa gorminn frá þá þarftu stóra töng til að losa stykki sem heldur demparanum í struttinum.

Málið er að ef það koma rákir í demparann þegar þú ert að losa rónna þá skemmist demparinn ef bílinn fjaðrar alla leið og því er þetta vandasamt. Heyrði reyndar að besta lausnin við þessu væri að losa og herða rónna með loftverkfærum því þá nær demparinn ekki að snúast með rónni því aflið er það mikið. En þetta svona c.a. aðgerðin sem ég gerði þegar ég skipti um þetta og fékk ég góða hjálp frá mönnum hér á spjallborðinu. :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Sep 2005 16:51 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ok... hljómar svona eins mikið vesen og ég hafði gert mér í hugarlund - en hvað varstu lengi að þessu og gerðir þú þetta einn?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Sep 2005 16:58 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Það fóru nokkrir klukkutímar í þetta og nokkrir bjórar þar sem ég var að gera þetta í fyrsta skipti. Félagi minn gerði þetta með mér sem var með jafn mikla reynslu í þessu og ég. Fór samt dágóður tími í að berja í control arminn og eftir að ég sá hvernig þetta er gert þá fattaði að ég var að berja vitlaust í hann. Trickið var víst að berja í hliðina á honum en ekki ofan á hann. Þetta er alveg þess virði að gera sjálfur og læra þetta. :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Sep 2005 18:16 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég þarf að melta þetta - ef ég renn út á tíma þá kemur ekkert annað til greina en að klára þetta - ef ég hefði hinsvegar bílskúr þá myndi ég ekki hika við þetta.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Sep 2005 19:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
hvernig er það með E30 þarf ekki að hjólastilla þá á eftir? þ.e.a.s millibil og chamber?´þess þurfti þegar ég lækkaði mözduna

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Sep 2005 19:20 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
íbbi_ wrote:
hvernig er það með E30 þarf ekki að hjólastilla þá á eftir? þ.e.a.s millibil og chamber?´þess þurfti þegar ég lækkaði mözduna


Það þarf að stilla Toe en eftir því sem ég hef heyrt þá er ekki hægt að stilla chamber.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Sep 2005 19:41 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég hjólastilli hvort eð er... þori ekki öðru ef ég skipti um felgustærð.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Sep 2005 20:35 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Það eina sem þú getur stillt í E30 er toe, ekki camber.

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Sep 2005 23:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Það leiðinlegasta er þegar spindilkúlur vilja ekki losna,
að bleyta vel í með WD-40 eða öðru slíku efni þá mun smá bank losa þær eftir að þú nærð rónum af fyrst.

Svo er að setja gormaklemmurnar á og losa róna eins og hlynur segir,

Það eru write-ups á netinu sem lýsa þessu í myndum og texta,
checkaðu bara á google

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 14 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group