Ætlaði að vera geðveikt duglegur og skipta um allar perur sem eru farnar í mælaborðinu hjá mér, en það reyndist ekkert vera svo rosalega auðvelt..
Ég fór að rífa miðstöðina úr og var búinn að slíta alla barkana lausa sem stjórna hvar loftinu er hleipt út en þá sat hún samt föst,
ég komst þá að því að það var enn einn barki festur við hraðarofann (sennilega til að loka fyrir inn í hana þegar hún er ekki notuð) sem er ekki nokkur séns að komast að nema að ná rammanum frá sem heldur miðstöð, tölvu og útvarpi. Það bara gat ég enganvegin, sýndist ég þurfa að losa alveg niður að handbremsu til að ná rammanum!
Þetta er Þessi miðstöð
Svo ætlaði ég að skipta um peru í afturrúðuhitararofanum, en þá er hann einhvernvegin fáránlega upp settur, og ekki nokkur leið að peran nái kontakti við snerturnar fyrir gorminum, sem ég prufaði þá að færa en það virkaði ekki
á einhver sprengimynd af þessum rofa.
Svo aðalljósarofinn, ætlaði að skipta um peru þar líka, nei nei hann er hnoðaður saman og mér sýnist það vera allt eða ekkert dæmi þar (skipta um allann rofann, ekki bara peruna) er það rétt hjá mér ?
svo ef einhver gæti sagt mér hvernig ég næ rúðurofanum afturí úr til að skipta þar um peru, væri það mjög gott
Þetta eru nokkurhundruð króna viðgerðir sem eru sennilga að verða þær flóknustu sem ég hef komist í
Endilega koma með lausnir handa mér
Eina peran sem ég gat skipt um í þessu "lýsum upp skammdeigið" aðgerðum mínum var fyrir takkana í obc, reyndar ljósi punkturinn við þetta var að þegar ég plöggaði obc aftur í þá resetar hún sig og var loksins komin á sama tungumál og check control, þær fóru alltaf á mis þegar ég var að stilla tungumálið (check var á þýsku þegar obc var á ensku o.s.f.v)