DiddiTa wrote:
Sælir
Bíllinn hjá mér byrjaði allt í einu að hitna óeðlilega mikið, ég drap auðvitað á honum um leið og ég sá að þetta var að fara út í vitleysu, en það virtist ekki hafa verið nóg (fór samt ekki upp í rautt) byrjaði að leka vatn þarna útum allt, ég bætti á hann og kom honum bara heim.
Vatnið virtist leka út um einhverja slöngu sem lá bara þarna í húddinu og fór ekki í neitt ?
Síðan prufaði ég að troða dagblaði í viftuna, virkaði nú lítið einfalt en hún stoppaði þegar ég braut það saman og tróð í hana aftur, Kúplingsviftan?
Það er eðlilegt að það leki útúm "slönguna sem fer í ekki neitt" þegar vatnið
hitnar of mikið.
Sú slanga er einmitt yfirfall, og vatn þenst út við hitann svo það sem kemst ekki
fyrir fer út þar.
Það er ansi líklegt að þetta sé viftukúplingin myndi ég halda.