bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Skíðastökkpallur vs. Audi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=6&t=9460
Page 1 of 1

Author:  Thrullerinn [ Wed 02. Mar 2005 11:06 ]
Post subject:  Skíðastökkpallur vs. Audi

Athyglisvert myndband þar sem menn reyna að aka upp skíðastökkpall..

Myndbandið innanlands

Author:  Eggert [ Wed 02. Mar 2005 12:11 ]
Post subject: 

Er þetta ekki bara nokkuð easy case á þessum hrikalegu nöglum sem þeir voru á? Þetta voru sko engin venjuleg nagladekk, og svo að auki hjálpar hraðinn að viðhalda gripinu.

Author:  arnib [ Wed 02. Mar 2005 13:32 ]
Post subject: 

En hvað ætli þetta sé bratt?

30° ?

Author:  fart [ Wed 02. Mar 2005 13:47 ]
Post subject: 

Eru þetta ekki WRC style nagladekk með 20cm gripflöt?

Author:  iar [ Wed 02. Mar 2005 14:18 ]
Post subject: 

arnib wrote:
En hvað ætli þetta sé bratt?

30° ?


80% halli heyrist mér hann segja í myndbandinu.

Author:  arnib [ Wed 02. Mar 2005 14:43 ]
Post subject: 

Líklega þýðir 100% halli í því samhengi 45°.
Þ.e.a.s. 1m upp fyrir 1m áfram.

Því væri 80% halli þá tan^-1(0,8) = 38,7°.

Ansi bratt!

Author:  ///Matti [ Wed 02. Mar 2005 19:51 ]
Post subject: 

sjitt :shock: frekar scary að horfa í baksýnisspegilinn þegar hann hangir uppi :o

Author:  rutur325i [ Wed 02. Mar 2005 22:40 ]
Post subject: 

spurning hvort þetta spil hafi eitthvað hjálpað til ? :roll:

Author:  hjortur [ Thu 03. Mar 2005 09:10 ]
Post subject: 

Þetta er ekki spil, þetta er öryggisvír. Bíllinn heldur sér í vírinn ef hann stoppar.

Author:  Kull [ Thu 03. Mar 2005 10:21 ]
Post subject: 

hjortur wrote:
Þetta er ekki spil, þetta er öryggisvír. Bíllinn heldur sér í vírinn ef hann stoppar.


Ekki sá ég Magnús ver að draga þennan "öryggisvír", leit út eins og spil fyrir mér. :roll:

Author:  hjortur [ Thu 03. Mar 2005 12:12 ]
Post subject: 

Þetta er samskonar græja eins og ég notuð í klettaklifir/öðru.

Vírinn rennur í gegn á meðan bíllinn fer áfram en læsist þegar bílinn fer aftur á bak.

Er bílnum ekki bara slakað niður þegar hann er búinn að fara upp ?

Annars getur vel verið að audi sé að svindla og sé að draga bíll þarna upp.

Author:  hjortur [ Wed 09. Mar 2005 08:01 ]
Post subject: 

Hérna má sjá fína grein um þetta klifur hjá Audi.

Author:  Thrullerinn [ Thu 10. Mar 2005 12:48 ]
Post subject: 

The way it works


And this is how it works: a 20-millimetre-thick steel cable is stretched
along the length of the ski jump and fixed to the top and bottom. When
the A6 sets off, the cable runs through a lug into the roll-back safety
device on the bottom of the vehicle and is fed through the cable guide,
which is fitted with a brake system, before it emerges on the ski jump
again at the back. Once the car arrives at the top, it would immediately
slide back down the slope again if it were not secured – it would be
impossible to hold a car on an 80 percent gradient. As soon as the A6
stops and starts to move backwards, the clamp closes on the cable and
the electromechanical brake engages, also encompassing the cable, thus
keeping the car in place. The car is then additionally secured by a second
cable and slowly let down the ski jump again using the electric winch.

sem sagt - for real :roll:

Author:  Kull [ Thu 10. Mar 2005 12:53 ]
Post subject: 

Minnir mig á þegar þeir voru að taka upp bílaatriðin í James Bond myndinni uppá jökli, voru í vandræðum með of mikið grip á bílunum.

Author:  hjortur [ Thu 10. Mar 2005 13:55 ]
Post subject: 

Enda var engin smá negling á dekkjunum sem þeir komu með sér.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/