bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

eitt besta bílavideo sem ég hef séð
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=6&t=58161
Page 1 of 1

Author:  íbbi_ [ Wed 19. Sep 2012 19:49 ]
Post subject:  eitt besta bílavideo sem ég hef séð

enjoy


Author:  Benzari [ Wed 19. Sep 2012 22:59 ]
Post subject:  Re: eitt besta bílavideo sem ég hef séð

Eins gott að fara á dolluna fyrst :idea:

Author:  smamar [ Thu 20. Sep 2012 03:31 ]
Post subject:  Re: eitt besta bílavideo sem ég hef séð

Er búin að vera horfa á slatta með Chris Harris en ekki rekist á þetta! Takk fyrir að deila :thup:
þvílíkur unaður :drool:

Author:  bimmer [ Thu 20. Sep 2012 08:21 ]
Post subject:  Re: eitt besta bílavideo sem ég hef séð

Rííííííííí..........

viewtopic.php?f=6&t=56929

Author:  Frímannsson [ Fri 30. Nov 2012 18:40 ]
Post subject:  Re: eitt besta bílavideo sem ég hef séð

úfff takk fyrir ad deila =)

Author:  gstuning [ Fri 30. Nov 2012 22:37 ]
Post subject:  Re: eitt besta bílavideo sem ég hef séð

Því oftar sem ég fer í vinnuna og labba framhjá svona

Image

Og umgengs kappaksturs ökumenn því meira sé ég hversu rót gróið mótorsport er hérna í Englandi, Frakklandi, Spáni og Ítalíu.
pabbar þeirra og pabbar þeirra voru ökumenn, eru búnir að vera keyrandi bíla og kappaksturs bíla síðan þeir voru 5-6ára. Og ekki má gleyma meccunum sem eru búnir að fara á allar brautir allstaðar og laga allt sem hægt er að laga að maður er alveg agndofa yfir því hversu mikið þetta fólk er eins og maður sjálfur og við flestir. Ég veit ekki hvað ég get talið upp marga sem eru með sitt project sem er inní skúr, smá hill climber með suzuki mótor og túrbó eða mekki sem vinnur fullt time í kappakstursliði og fer samt svo sjálfur að keppa í Formula Ford við hvert tækifæri á sínum eiginn bíl eða verkfræðingurinn sem er að smíða sitt netta track toy með eins miklari þekkingu og hann býr yfir og hverri lausri krónu í eins góða parta og hann kemst yfir.

Þetta er meiriháttar umhverfi, meiriháttar fólk, meiriháttar að sjá bílanna, verkfræðina, heppnina og það er algjörlega ekkert betra enn neck-n-neck racing þegar allt er á línunni, stóri bikarinn hinum meginn við flaggið og eina sem er eftir er að hanga á brautinni bara einn hring í viðbót og bara einn séns til að ná framúr til að ná toppnum.

Það er svo fyndið að sjá hvað fer mikill peningur í þetta og enn fyndnara að sjá hvaðann peningurinn kemur sem menn eru að eyða.
bara ein helgi með test degi tekur í það minnsta

2 nýjir gangar af slikkum, "19 dólgar
1 gamall gangur
1 set af klossum
matur ofan í 10manns, hótel undir 10manns cirka, stundum er kokkur með, eða eldhús með , fer eftir stærðinni á liðinu
300L af 102oktane race bensíni, 4.5km hringur kostar 2.7lítra í svona bíla
bílaleigubílar undir ökumennina (ef þeir eru ekki að borga sjálfir) og support crew (eins og mig)
Og svo brautar kostnaðurinn , ársgjaldið (25k euros árið)
Og það er ekki ódýrt að fá mig á staðinn heldur

Enn það er bara á hreinu að mótorsport er alveg það skemmtilegasta sem ég get hugsað mér og djöfull er ég ánægður að ég lét vaða, 6 alveg óþolandi erfið ár liðin(og ekki búið enn) enn ég tel það þess virði, og í hvert skipti sem ég stend í pittinum hlustandi radioið á kappaksturs ökumenn góla yfir hlutum á tungumáli sem ég skil ekki einu sinni þá brosi ég allann hringinn.

Mótorsport er best í heimi :thup:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/