bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E60 M5 vs F10 M5
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=6&t=56343
Page 1 of 1

Author:  fart [ Mon 30. Apr 2012 08:32 ]
Post subject:  E60 M5 vs F10 M5

Sem mikill áhugamaður um E60 M5 og minningar um hvað sá bíll var hrikalega hraður, sérstaklega á ferðinni þá er þetta ógnvekjandi.

Reyndar grunar mig að E60 hafi ekki veirð í S6 Því að það heyrist ekkert chirp í dekkjum eða bank í skiptingunni, en fyrir utan það þá er V8 Twin Turbo + M-DTC greinilega alveg hrikalegt combo!!


Author:  Aron M5 [ Mon 30. Apr 2012 22:05 ]
Post subject:  Re: E60 M5 vs F10 M5

Váá ! þvílikur munur, djöfull hlakkar mig til að prófa svona kvikindi.

Author:  fart [ Wed 02. May 2012 11:09 ]
Post subject:  Re: E60 M5 vs F10 M5

Reyndar er orðrómur um að þessi F10M5 sé tjúnaður Press bíll, enda mjög auðvelt fyrir BMW að græja slíkt. Það gæti útskýrt þennan svakalega mun þar sem að 1/4mile tími á þessum tveimur er ekkert svo ólíkur, eða 0.3 sek .. sem er ekkert.

Author:  Svezel [ Wed 02. May 2012 11:21 ]
Post subject:  Re: E60 M5 vs F10 M5

11.9 vs 12.3 sem gera yfir 20m (rúmar 4 bíllengdir) á þessum hraða :wink:

Author:  fart [ Wed 02. May 2012 12:31 ]
Post subject:  Re: E60 M5 vs F10 M5

Svezel wrote:
11.9 vs 12.3 sem gera yfir 20m (rúmar 4 bíllengdir) á þessum hraða :wink:


Já satt, þetta eru samt dálítið misvísandi upplýsingar, og greinilega mismunandi hröðun eftir gír á milli þessara bíla. Stóri munurinn þarna er 0-150 mph þar sem að við sjáum 2.7 sek mun sem er svakalegt. 1/4 mile er bara 120mph hraði í þessum bílum og 0.4sek, en samt er E60M5 gefinn upp 0-200km/h @ 13.5sek en F10M5 11.7 fyrir 0-200km/h. Ég skil ekki alveg hvernig E60 getur verið 12.3 með 1/4mile, því að hann á að vera kominn í 200km þar,, en official 0-200 tíminn er meira en 1sek lengri.. :?:
Það sem er líklegast við þessar tölur er að þetta er samtíningur úr ýmsum áttum.

Það kæmi manni samt ekkert á óvart að BMW (eins og flestir aðrir framleiðendur) hafi Press-Cars sem eru öflugri en færibandið.

E60 M5
0 - 50 kph 2.0 s
0 - 100 kph 4.4 s
0 - 130 kph 6.8 s
0 - 200 kph 13.5 s
0 - 60 mph 4.1 s
0 - 100 mph 9.2 s
0 - 150 mph 21.0 s
1/4 mile 12.3 s
0 - 100 - 0 mph 15.2 s


F10 M5
0 - 40 kph 1.4 s
0 - 80 kph 3.1 s
0 - 100 kph 3.9 s
0 - 130 kph 5.8 s
0 - 180 kph 9.7 s
0 - 200 kph 11.7 s
0 - 60 mph 3.7 s
0 - 100 mph 7.8 s
0 - 150 mph 18.3 s
1000 m 21.3 s @ 255 kph
1/4 mile 11.9 s @ 122 mph
0 - 100 - 0 mph 13.6 s

Author:  SteiniDJ [ Wed 02. May 2012 15:30 ]
Post subject:  Re: E60 M5 vs F10 M5

Svo eru official acceleration tímar aldrei 100% nákvæmir. Ég held að menn hafi aldrei sannarlega sammælst um 0 - 100 hraðann á E39 M5 nema með slatta af smáu letri.

Author:  Raggi M5 [ Wed 02. May 2012 18:22 ]
Post subject:  Re: E60 M5 vs F10 M5

Sást ágætlega í seinasta Top Gear, "gamli" vs. F10 í spyrnu frá núlli, F10 vann með miklum mun

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/