Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15 Posts: 11549 Location: Reykjavík
Sælir félagar,
Ég mátti til með að plögga smá video sem var gert fyrir mig í vinnunni af snjóbretta- og tónlistarhátíðinni AK Extreme sem fór fram helgina 12-15 apríl síðastliðinn.
Þessi hátíð er orðin ansi flottur vettvangur fyrir þá sem hafa gaman af jaðarsporti.
Big Jump keppnin sem haldin er á laugardeginum er aðal áhorfsefnið fyrir áhorfendur. Þá er fjórum Eimskips gámum raðað upp efst í gilinu og smíðaður pallur niður eftir gámunum. Alls er þetta ca 14 metra hæð sem menn droppa fram af.
Var með Burn orkudrykkinn á svæðinu. Smíðaðar voru tvær sérstakar Burn própan gas eldvörpur sem voru sitthvoru megin við gámana sem mynduðu stökkpallinn fyrir strákana. Axel Jóhann kom með mér í leiðangurinn og má segja að þetta hafi verið stórkostlegt ævintýri þó erfitt hafi verið.
Users browsing this forum: No registered users and 14 guests
You cannot post new topics in this forum You cannot reply to topics in this forum You cannot edit your posts in this forum You cannot delete your posts in this forum