bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Kaninn er heimsmeistari í að ljúga að sjálfum sér
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=6&t=46862
Page 1 of 4

Author:  fart [ Wed 08. Sep 2010 07:35 ]
Post subject:  Kaninn er heimsmeistari í að ljúga að sjálfum sér

Einmitt.. Mustang GT jafn góður og E92M3 á braut..

!

Author:  Alpina [ Wed 08. Sep 2010 07:38 ]
Post subject:  Re: Kaninn er heimsmeistari í að ljúga að sjálfum sér

Mér finnst þetta hroki hjá þér og ekkert annað :lol:

er búinn að fara mikið yfir þessa grein og án vafa er þetta mögnuð græja,,

en ég er ansi viss um að þjóðverjar eru á öndverðum meiði ,,og kaninn myndi kalla þá hortuga súrkáls ætur

Author:  fart [ Wed 08. Sep 2010 08:04 ]
Post subject:  Re: Kaninn er heimsmeistari í að ljúga að sjálfum sér

Alpina wrote:
Mér finnst þetta hroki hjá þér og ekkert annað :lol:

er búinn að fara mikið yfir þessa grein og án vafa er þetta mögnuð græja,,

en ég er ansi viss um að þjóðverjar eru á öndverðum meiði ,,og kaninn myndi kalla þá hortuga súrkáls ætur


Hahaha.. þú að saka mig um hroka :lol:

Bíll með hásingu að aftan og eins mjúka fjöðrun og sést á myndbandinu á aldrei eftir að eiga séns í M3 á braut, ég fullyrði það.

Image
SKV testi.

Mustang GTinn er jafn mörg hestöfl og M3, togar meira en við höfum séð á t.d. C63 vs M3 að togið skiptir engu í brautarakstri.

Estimated þyngd á Mustanginum er reyndar undir því sem M3 er um einhver 20-30kg, en það er estimated þyngd, reyndar áhugavert að Ford minnist ekkert á þyngdina í spec pdf skjalinu.

M3inn er talinn vera með eitt besta chassis sem hefur komið út síðustu ár, það þarf eitthvað mikið að hafa gerst hjá Ford til að Mustanginn með vörubílafjöðrun nái að slá út M3.

Ef við tökum Topgear samanburð þá fór M3 (reyndar Saloon) á 1.25.2 en Roush Mustang á 1.28.00 (reyndar eldri týpan) en samt performance útgáfa (kanski ekki viðeigandi).

I still call bullshit.

p.s. það má þó taka fram að Mustang GT kostar c.a. 50% af M3, en það er ekki umræðuefnið. Menn t.d. metast ekki um það hvort konan sé ljótari þó svo að hún performeri betur.

Author:  Svezel [ Wed 08. Sep 2010 08:36 ]
Post subject:  Re: Kaninn er heimsmeistari í að ljúga að sjálfum sér

Það má alveg kaupa slikka og nýtt susp fyrir mismuninn ef maður vill stinga M3 af á braut :shock:

Author:  gstuning [ Wed 08. Sep 2010 08:40 ]
Post subject:  Re: Kaninn er heimsmeistari í að ljúga að sjálfum sér

Svezel wrote:
Það má alveg kaupa slikka og nýtt susp fyrir mismuninn ef maður vill stinga M3 af á braut :shock:



Og tvö eða þrjú supercharger kit líka til að taka enn dýrari bíla :lol:

Author:  fart [ Wed 08. Sep 2010 08:41 ]
Post subject:  Re: Kaninn er heimsmeistari í að ljúga að sjálfum sér

Svezel wrote:
Það má alveg kaupa slikka og nýtt susp fyrir mismuninn ef maður vill stinga M3 af á braut :shock:


Jújú, það má gera ýmislegt fyrir mismuninn, t.d. er hægt að fá sér supercharged M3 með M-DTC og outperformera Ferrari 458, og það fyrir minni pening, en ég myndi samt vilja 458 ef ég hefði cashið.. þrátt fyrir brunahræðslu :lol:

Mig grunar að við eigum samt eftir að fá betri/raunverulegri samanburð á þessu síðar.

Author:  Jón Ragnar [ Wed 08. Sep 2010 09:12 ]
Post subject:  Re: Kaninn er heimsmeistari í að ljúga að sjálfum sér

Er Mustanginn ekki búinn að losa sig við afturhásinguna?

Author:  Danni [ Wed 08. Sep 2010 18:00 ]
Post subject:  Re: Kaninn er heimsmeistari í að ljúga að sjálfum sér

John Rogers wrote:
Er Mustanginn ekki búinn að losa sig við afturhásinguna?


Held alveg örugglega ða það er hásing. Allavega stendur "3-Link Design with Panhard Rod and Stabilzer Bar" á Ford USA síðunni og þegar ég googla það fæ ég fullt af myndum af hásingum :lol:

Author:  kalli* [ Wed 08. Sep 2010 21:13 ]
Post subject:  Re: Kaninn er heimsmeistari í að ljúga að sjálfum sér

Skella 5.0 ///M vél á M3 og 5.0 Mustanginn á aldrei séns í hann.

Author:  Alpina [ Wed 08. Sep 2010 22:32 ]
Post subject:  Re: Kaninn er heimsmeistari í að ljúga að sjálfum sér

Hvað sem því líður .. þá er þetta allaveg niðurstaðan ,,

Næstum brake even :o

Author:  Jón Ragnar [ Wed 08. Sep 2010 22:47 ]
Post subject:  Re: Kaninn er heimsmeistari í að ljúga að sjálfum sér

Danni wrote:
John Rogers wrote:
Er Mustanginn ekki búinn að losa sig við afturhásinguna?


Held alveg örugglega ða það er hásing. Allavega stendur "3-Link Design with Panhard Rod and Stabilzer Bar" á Ford USA síðunni og þegar ég googla það fæ ég fullt af myndum af hásingum :lol:



Hásing er samt ekkert svo hrikalegt

Meina það er 2011 mustang í formula d

Author:  slapi [ Wed 08. Sep 2010 23:02 ]
Post subject:  Re: Kaninn er heimsmeistari í að ljúga að sjálfum sér

Ég held að M3 eigi að vera mun betri á móti Stönginni.

En ég vil samt sem áður bjóða USA velkomna í framtíðina með ýmsum flottheitum eins og yfirliggjandi knastásum oþh svona lúxus ,,,,, kannski 25 árum of seinir.

Author:  ///MR HUNG [ Wed 08. Sep 2010 23:06 ]
Post subject:  Re: Kaninn er heimsmeistari í að ljúga að sjálfum sér

Ég nenni ekki að klikka á linkinn né leita að því enn mig minnir nú að töngin sé laus við rörið.
Allavegna eru menn að missa þvag yfir nýja bílnum úti....meira að segja corvettu eigendur eru að dásama hann og þá er eitthvað í gangi :lol:

Author:  Jón Ragnar [ Wed 08. Sep 2010 23:54 ]
Post subject:  Re: Kaninn er heimsmeistari í að ljúga að sjálfum sér

///MR HUNG wrote:
Ég nenni ekki að klikka á linkinn né leita að því enn mig minnir nú að töngin sé laus við rörið.
Allavegna eru menn að missa þvag yfir nýja bílnum úti....meira að segja corvettu eigendur eru að dásama hann og þá er eitthvað í gangi :lol:



Hef einmitt séð menn útum allt slefa yfir þessu

Ég væri svo til í 2011 bílinn

Sérstaklega þar sem hann fæst beint úr Ford búðini með blower

hægt að fá 626 hestafla útgáfu af venjulegum Ford Mustang :lol:

Author:  ///MR HUNG [ Thu 09. Sep 2010 00:05 ]
Post subject:  Re: Kaninn er heimsmeistari í að ljúga að sjálfum sér

Kannski í lagi að þetta fylgi.

http://www.motortrend.com/roadtests/cou ... /index.htm

Mér finnst töngin standa sig ansi vel sé horft á verðmuninn.

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/