bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

löggu eltingaleikur með smá fjöri
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=6&t=43491
Page 1 of 1

Author:  jong [ Wed 10. Mar 2010 19:27 ]
Post subject:  löggu eltingaleikur með smá fjöri

http://www.youtube.com/watch?v=m6wHBbjdtY0 fullt af fjöri og eitt gamalt sem allir ættu aðvera búnir að sjá http://www.youtube.com/watch?v=m6wHBbjdtY0 fullt af fjöri og eitt gamalt sem allir ættu aðvera búnir að sjá

Author:  ValliFudd [ Thu 11. Mar 2010 12:54 ]
Post subject:  Re: löggu eltingaleikur með smá fjöri

ræna 3 staði, og smá eltingaleikur.. 30 ár! Hér situr maður ekki einu sinni inni fyrir það :lol:

Author:  zneb [ Fri 12. Mar 2010 09:35 ]
Post subject:  Re: löggu eltingaleikur með smá fjöri

og hér sést mögulega hvaða áhrif svona hörð viðurlög geta haft, afbrotamaðurinn er til í að leggja ansi hart að sér til að reyna að komast undan, jefnvel skjóta á lögregluna.

Það er mjög fín lína sem þarf að ganga varðandi viðurlög til að þau hafi rétt áhrif.

En í þessu tilviki, klárlega þungur dómur þar sem hann beitir skotvopnum að mínu mati, þar að auki á lögreglu. Hann hefði kanski ekki gengið jafn langt ef viðurlög væru ekki svona ofurhörð eins og í usa? Maður veit aldrei...

Author:  ///M [ Fri 12. Mar 2010 09:37 ]
Post subject:  Re: löggu eltingaleikur með smá fjöri

zneb wrote:
og hér sést mögulega hvaða áhrif svona hörð viðurlög geta haft, afbrotamaðurinn er til í að leggja ansi hart að sér til að reyna að komast undan, jefnvel skjóta á lögregluna.

Það er mjög fín lína sem þarf að ganga varðandi viðurlög til að þau hafi rétt áhrif.

En í þessu tilviki, klárlega þungur dómur þar sem hann beitir skotvopnum að mínu mati, þar að auki á lögreglu. Hann hefði kanski ekki gengið jafn langt ef viðurlög væru ekki svona ofurhörð eins og í usa? Maður veit aldrei...


Þetta er flókið.. einnig hægt að spyrja sig hvernig þetta væri ef dómar væru eins og á Íslandi... væri ekki öllu rænt og hálfgerð lögleysa í landinu? Tala nú ekki um ef það væri jafn frábær fangelsi og hérna :?

Author:  zneb [ Fri 12. Mar 2010 10:06 ]
Post subject:  Re: löggu eltingaleikur með smá fjöri

///M wrote:

Þetta er flókið.. einnig hægt að spyrja sig hvernig þetta væri ef dómar væru eins og á Íslandi... væri ekki öllu rænt og hálfgerð lögleysa í landinu? Tala nú ekki um ef það væri jafn frábær fangelsi og hérna :?



Já satt. Mér finst kerfið hér heima virka ágætlega í mörgum tilvikum fyrir íslendinga, flestir ættu að fá tækifæri til að bæta sitt ráð ef þeir sýna áhuga á því, sem þeir fá oft tækifæri til hér heima, en það eru þó takmörk fyrir því hversu oft það er. Margir gera mistök, læra af þeim, bæta ráð sitt og eru hinir mestu fyrirmyndarborgar á eftir. En við erum líka alin upp í þessu kerfi með aðra menningu. Mér finst þetta t.d alls ekki virka fyrir harðsvíraða (eða hvernig sem það er skrifað) stórafbrotamenn, t.d. frá austur evrópu.

Við erum líka lítið samfélag, og auðvelt að verða stimplaður og útskúfaður, sem getur verið mjög "hættulegt". Ef menn fá ekki tækifæri til að taka þátt í samfélaginu, eftir að hafa tekið út sýna refsingu og allir af vilja gerðir þá gætu þeir dottið aftur í gamla slæma farveginn.

Síðan eru náttúrulega sumir dómar sem manni finst allt of linir, svona án þess að hafa kynnt sér þau mál þó 100%. Það eru alltaf 2 hliðar, a.m.k. á hverju máli.

En auðvitað eru líka til gjörsamlega siðspilltir menn sem ættu ekki að vera annars staðar en í fangelsi eða á viðeigandi stofnun.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/