///M wrote:
Þetta er flókið.. einnig hægt að spyrja sig hvernig þetta væri ef dómar væru eins og á Íslandi... væri ekki öllu rænt og hálfgerð lögleysa í landinu? Tala nú ekki um ef það væri jafn frábær fangelsi og hérna

Já satt. Mér finst kerfið hér heima virka ágætlega í mörgum tilvikum fyrir íslendinga, flestir ættu að fá tækifæri til að bæta sitt ráð ef þeir sýna áhuga á því, sem þeir fá oft tækifæri til hér heima, en það eru þó takmörk fyrir því hversu oft það er. Margir gera mistök, læra af þeim, bæta ráð sitt og eru hinir mestu fyrirmyndarborgar á eftir. En við erum líka alin upp í þessu kerfi með aðra menningu. Mér finst þetta t.d alls ekki virka fyrir harðsvíraða (eða hvernig sem það er skrifað) stórafbrotamenn, t.d. frá austur evrópu.
Við erum líka lítið samfélag, og auðvelt að verða stimplaður og útskúfaður, sem getur verið mjög "hættulegt". Ef menn fá ekki tækifæri til að taka þátt í samfélaginu, eftir að hafa tekið út sýna refsingu og allir af vilja gerðir þá gætu þeir dottið aftur í gamla slæma farveginn.
Síðan eru náttúrulega sumir dómar sem manni finst allt of linir, svona án þess að hafa kynnt sér þau mál þó 100%. Það eru alltaf 2 hliðar, a.m.k. á hverju máli.
En auðvitað eru líka til gjörsamlega siðspilltir menn sem ættu ekki að vera annars staðar en í fangelsi eða á viðeigandi stofnun.