bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Dyno Dagur II
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=6&t=2988
Page 1 of 2

Author:  Dr. E31 [ Sun 12. Oct 2003 00:37 ]
Post subject:  Dyno Dagur II

Hér er videoið sem ég tók á Dyno Degi II:
(Smá stórt 200Mb 20min)

Dyno Dagur II

Author:  HelgiPalli [ Sun 12. Oct 2003 15:00 ]
Post subject: 

ertu ekki á 56k? ekkert grín að uploada svona flykki :)

Author:  Dr. E31 [ Sun 12. Oct 2003 15:10 ]
Post subject: 

HelgiPalli wrote:
ertu ekki á 56k? ekkert grín að uploada svona flykki :)


Ha :?: :?:

Author:  bebecar [ Sun 12. Oct 2003 15:48 ]
Post subject: 

Frábært myndband, vel tekið og mjög fróðlegt! Ég er nokkuð ánægður með útkomuna í mínum gamla, samt spurning með hvort þurfi ekki að skipta um kertaþræði út af þessum flat spot þarna.

MJÖG FLOTT... ég reyni að mæta næst.

Author:  HelgiPalli [ Sun 12. Oct 2003 15:48 ]
Post subject: 

æji, minnti að það hefði tekið þig einhverja klukkutíma að uploada einhverjum fæl einhvertíma... Skiptir ekki.

Skemmtilegt vídjó samt. 323i hans Bjahja kom skemmtilega á óvart!

og djö er 850i að toga :shock:

Author:  Dr. E31 [ Sun 12. Oct 2003 16:07 ]
Post subject: 

HelgiPalli wrote:
æji, minnti að það hefði tekið þig einhverja klukkutíma að uploada einhverjum fæl einhvertíma... Skiptir ekki.

Skemmtilegt vídjó samt. 323i hans Bjahja kom skemmtilega á óvart!

og djö er 850i að toga :shock:


Ok, ég var þá hjá "Fjöltengi" Orkuveiturnar sem er drasl b.t.w.
Í fyrra var bíllinn minn að skila:
192 Kw
393 Nm

Og núna:
229 Kw
466 Nm

það er rosaleg breyting.

Author:  bebecar [ Sun 12. Oct 2003 16:30 ]
Post subject: 

Það er ekkert smá tog í þessu hjá þér 466 NM!

Ég er búin að gleyma hvernig Bjahja kom út, hverju skilaði hans bíll?

Author:  Dr. E31 [ Sun 12. Oct 2003 16:33 ]
Post subject: 

Þú verður að fá smá bíltúr hjá mér. :)
Bjahja skilaði 135Kw og 251 Nm.

Author:  Logi [ Sun 12. Oct 2003 20:06 ]
Post subject: 

Ég var nú bara nokkuð sáttur við þetta. 301,4 hö. Ég held samt að ég verði að fara með hann aftur þegar ég verð búinn að taka E28 520i háspennukeflisþráðinn úr og setja original í staðinn.

Held samt að það sé ekkert hægt að kvarta yfir því að vera búinn að tapa 13,6 hö á 159 þús km og 13 árum!

Author:  Tommi Camaro [ Sun 12. Oct 2003 21:24 ]
Post subject:  sma spuring

Dr e31 hvað er bíllinn þín fljótur út míluna. hefur mælt hann i hundrað ?!?.
Er hann með LSD

Author:  bebecar [ Sun 12. Oct 2003 21:26 ]
Post subject: 

Ég skil nú eiginlega ekki alveg afhverju ég er ekki búin að fara bíltúr með þér!

Næst þegar ég hitti þig þá hermi ég þetta uppá þig :wink:

Já ég held að M5 megi alveg vel við una með 301.4, við spyrjum samt að leikslokum eftir að búið er að skipta um þræðina....

Author:  Dr. E31 [ Sun 12. Oct 2003 21:39 ]
Post subject:  Re: sma spuring

Tommi Camaro wrote:
Dr e31 hvað er bíllinn þín fljótur út míluna. hefur mælt hann i hundrað ?!?.
Er hann með LSD


Þegar eitt atriði var eftir að gera við (bensínþrístijafnarar) þá fór hann míluna c.a. 15,2 @160.

Ég held að hann sé ekki með LSD.

Author:  Haffi [ Sun 12. Oct 2003 21:40 ]
Post subject: 

upptakið á svona fleka er smá drag .. en á ferðinni :shock: :shock: :shock: :shock: :shock: :shock:
Held að það hafi enginn bíll á þessu spjalli eitthvað í hann á ferðinni

Author:  gstuning [ Mon 13. Oct 2003 02:00 ]
Post subject: 

Ég skal alveg taka á móti 850i bílnum þegar ég er búinn að skipta um hlutfall, ekki beint mikið að spyrna í 210kmh þar sem að minn byrjar að slá út,

Author:  BMW 318I [ Mon 13. Oct 2003 03:18 ]
Post subject: 

Dr. E31 wrote:
HelgiPalli wrote:
æji, minnti að það hefði tekið þig einhverja klukkutíma að uploada einhverjum fæl einhvertíma... Skiptir ekki.

Skemmtilegt vídjó samt. 323i hans Bjahja kom skemmtilega á óvart!

og djö er 850i að toga :shock:


Ok, ég var þá hjá "Fjöltengi" Orkuveiturnar sem er drasl b.t.w.
Í fyrra var bíllinn minn að skila:
192 Kw
393 Nm

Og núna:
229 Kw
466 Nm

það er rosaleg breyting.


hverjar eru breytingarnar hjá þér frá því seinast

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/