bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
The Transporter, BMW í aðalhlutverki! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=6&t=178 |
Page 1 of 1 |
Author: | saemi [ Mon 14. Oct 2002 08:53 ] |
Post subject: | The Transporter, BMW í aðalhlutverki! |
Ég skellti mér á The Transporter úti á Laugardaginn, og ég verð nú bara að segja að það er ágætis strákaræma. Byrjar helv. vel, aðalpersónan er á E38 7 línu (735i ef eitthvað er að marka það sem sagt var í myndinni) og þar er þvílíkur eltingaleikur um Nice í Frakklandi. Þó svo að ekki sé þetta raunverulegt með öllu, a la Hollywood, þá er gaman að horfa á þetta. Án þess að segja of mikið, þá snýst helmingurinn af myndinni í kringum þennan bíl og keyrslu á honum, svo að BMW viftur ættu að geta verið sáttir við bílavalið. Það er nokkuð flottur trailer á http://www.transportermovie.com/home.html undir: downloads/film clips/seatbelts Með hilsen, Sæmi |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |