Smá kynning hérna á Thruxton Motorsport Centre.
www.thruxtonracing.co.uk
Örugglega einhverjir hérna sem hafa séð svona í Argos eða annarsstaðar þar sem hægt er að fá að prófa Ferrari og Lamborgini og rallýbíla og flugvélar og fl.
Allavega þetta er einn svona staðurinn þar það er hægt, og ég fór tvisvar þangað á síðasta ári. Ég fór fyrst í Maí og svo aftur í Október því það var svo gaman í Maí.
Thruxton er í rauninni gamall herflugvöllur og brautin sjálf var upprunalega byggð á götunum sem flugvélar aka á áður en þær fara á flugbrautirnar og svo var götum bætt á milli til að það mynda hring. Þú verður samt ekkert var við þetta þegar brautin er ekin. Flugbrautirnar eru enn í fullri notkun, brautin liggur semsagt í kringum flugvöllinn.
Brautin er ein sú lengsta í bretlandi eða um 4,5 km löng (man ekki nákvæmlega hvað) og með hæsta meðalhraða því það er lítið um mjög krappar beygjur.
Frá miðborg London er þetta um klukkutíma lestaferð frá Waterloo lestarstöðinni til Andover sem er lítill fallegur og rólegur bær nálægt brautinni, svo um 10 mín akstur með leigubíl frá lestarstöðinni að brautinni. Í maí kostaði lestaferðin 20 pund framm og tilbaka. Og sitthvor ferðin í leigubílnum kostaði 10 pund eða alls 40 pund bara að komast framm og tilbaka. Svo skilst mér að lestarferðinn sé orðinn eitthvað aðeins dýrari síðan þá.
Í venjulegri umferð ætti það ekki að taka mikið meira en einn og hálfann tíma að keyra frá miðborg London og að brautinni.
Staðsetning á Thruxton
Þetta er bara í kringum 15-20 mín akstur frá hinu fræga Stonehenge.
En afhverju Thruxton?
Í maí átti ég gjafakort á flugmiða sem var alveg að renna út, reyndi að selja það á L2C en gekk ílla ef einhver man, svo ég ákvað að nýta miðann bara sjálfur og mig hefur alltaf langað til að prófa að fara í svona driving experiment og ég fór að leita.
Það er alveg fullt (allavega nokkrir) af svona stöðum sem bjóða uppá þetta en það er yfirleitt einhver umboðsaðili, eins og Argos. En þá virkar það svoleiðis að þú verður að kaupa “inneign” fyrst og svo þarftu að hafa samband við brautina hvenær þú getur komið og yfirleitt með að minnstakosti 3 vikna fyrirvara.
Í fyrsta lagi var Thruxton ekkert rosalega langt frá London.
Og á Thruxton hefuru samband beint við skrifstofu á brautinni, og jafnvel áður en þú hringir þá geturu séð gróflega á heimasíðunni hvenær er laust í ákveðin experiment, eitthvað sem ég hef ekki séð hjá öðrum.
Svo á einhverjum stað sem ég sendi e-mail fékk ég ekki svar fyrr en eftir 3 daga og svo þegar ég ætlaði að panta þar þá sagði hann loksins að ég þyrft að vera með brest-útgefið ökuskírteini, semsagt loksins þegar ég ætlaði að fara panta tíma.
Hjá Thruxton hafa þeir alltaf svarað e-mailum samdægurs eða snemma daginn eftir.
Og svo þegar þú ert kominn á staðinn þá var 99% af starfsfólkinu mjög vinalegt og þægilegt í umgengni og að koma sem útlendingur og segja strax að maður sé ekki 100% í ensku, og að maður þyrfti kannski að fá nánari útskýringar á sumu var ekkert mál.
- Þessvegna valdi ég Thruxton.
Hvað hef ég prófað á Thruxton:
Í Maí:
Fyrst er um 45 mín briefing þar sem verið er að kynna brautina, hvað þú átt að gera ef eitthvað kemur fyrir og grunnreglur um hegðun á brautinni og á bílunum.
Byrjunarbíllinn var MG ZS 180, bíll sem var álíka stór og Corolla með 2.4 lítra 180 hp mótor, virkilega skemmtilegur bíll en MG er hætt svo þeir eru ekki frameiddir lengur.
Fyrst keyri kennarinn, allir kennararnir voru racing-driver-teachers.
Þeir keyra fyrst þrjá hringi og þú fylgist bara með, þeir eru aðalega að sýna hvernig aksturlínan í brautinni er, svo keyrði ég bílinn.
Svo var það M. Benz 350SLK
Ferrari 360 Moderna
Lamborgini Murcielago
Svo sem farþegi í Fast-lap í MG ZS 180
Og svo keypti ég aukalega fast-lap í Ferrari 355 síðasti hringurinn í videoinu er úr þeirri ferð. Það var því miður eini bíllinn sem var með cameru sem ég fór í á þessum tíma.
Í Október
Fyrst eins og alltaf briefing.
Nú var það Mazda RX8 sem var byrjunarbíll í staðin fyrir MG.
Svo Formula Renault. Alveg geðveikt að keyra þá, lá miklubetur en Ferrari eða Lamborgini í beygjum sem var alveg geggjað 450 kg með 1700cc 130hp vél 4,5 sec í 100, reyndar var limiter á snúningnum eða um 5000 rpm ef ég man rétt.
Svo Ferrari 355 sem er í video-inu
Porsche 911 Turbo sem er líka í video-inu
Svo var það fast-lap í Mazda RX8 sem farþegi.
Skemmtilegasti bíllinn að mínu mati Ferrari 360 Moderna.
Lamborgini Murcielago er svo geðveikur bíll að þú verður að vera á 250-
300 km hraða til að það sé eitthvað challange að keyra hann, á 200 km hraða ertu í raunni bara að rúnta, og vélin er í rauninni í lausagangi.
Smá video sem ég klippti saman, það er 146mb og á íslenskum server. Gat því miður ekki gert það minna án þess að tapa of miklum myndgæðum.
Thruxton Video
Ætla biðja ykkur um að
EKKI setja linka á video-ið á B2 eða álika.
Allt í videoinu var í Október nema síðasta klippan Fast-lap í Ferrari 355 var í Maí.
Ljósmynirnar hérna fyrir neðan eru allar teknar í Maí.
P.s.
Afhverju er ekki hægt að vera með eina svona braut hérna heima? Afhverju þarf alltaf að ræða það að búa til fullbúna Formúla 1 braut þegar svona braut myndi nægja? Allavega yrði ég alveg sáttur við eina svona braut hérna heima.
