bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

12 tíma törn!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=6&t=1291
Page 1 of 2

Author:  Dr. E31 [ Sun 20. Apr 2003 20:26 ]
Post subject:  12 tíma törn!

Ég tók þetta í gær (19.apríl 2003), við tókum c.a. 12 tíma törn í að massa og bóna tvo bíla, BMW 850 bílinn minn og Opel Omega 2.5 V6 vinar míns.
Þetta er svona "time laps" taka, já stundum asnalegt og fyndið.

Opel Omega 2.5 V6

BMW 850i

A.T.H. myndböndin eru 29-37MB

Author:  GHR [ Sun 20. Apr 2003 21:19 ]
Post subject: 

Hvað sést á myndböndunum???
Er eittthvað gefið í og leikið sér eða eru þið bara að þrífa bílana???

Author:  Dr. E31 [ Sun 20. Apr 2003 21:26 ]
Post subject: 

Bara þvottur í þetta sinn. :oops:

Einhver leikaraskapur seinna! :twisted:

Author:  iar [ Sun 20. Apr 2003 22:19 ]
Post subject: 

Sniðug myndbönd!

En rosalega líður mér alltaf illa þegar borvélar koma svona nálægt bílum, tala nú ekki um svona eðalvagni eins og 850 bílnum. :?

Er ekki stórhætta með þetta að græjan kastist til og skemmi frá sér? Og hvað með "swirlmarks" koma engin svoleiðis?

Frábært framtak að útbúa með svona orginal efni og "gefa út". Keep up the good work!

Author:  Haffi [ Sun 20. Apr 2003 23:11 ]
Post subject: 

Eg nota juðara þegar ég fer með mjallarbón á minn.. ekki séns að ég fari að eyða höndunum í mjöllina :>

Author:  Dr. E31 [ Mon 21. Apr 2003 00:56 ]
Post subject: 

Maður þarf bara að vera ákveðinn og hala þessu fast. Við notuðum grófann slípimassa frá Concept SurfAce Regular til að slípa rispur og kústaför niður, síðan fórum við yfir með Concept New Horizon sem er mjög fínn massi, hárístiþrifum og síðan AUTO GLYM Extra Gloss Protection yfir á eftir. Við notuðum Meguiars SOFTBUFF™ Cutting Pad og SOFTBUFF™ Finishing Pad framan á Black&Decker borvél, og engin "swirlmarks"þetta var allt svona "pro" efni sem við notuðum. :?
Og ég verð að segja að Opelinn kom rosalega vel útúr þessu, betur en minn fannst mér.

Allt of mikið info? Gott! :mrgreen:

P.S. Ég held auðvita áfram að búa til svona myndbönd.

Author:  Kull [ Mon 21. Apr 2003 03:18 ]
Post subject: 

Gaman að þessu :)

Hefði samt mátt vera aðeins betri svona fyrir og eftir myndir svo maður gæti séð árangurinn.

Author:  Gunni [ Mon 21. Apr 2003 14:20 ]
Post subject: 

dem ég þyrfti svo að gera þetta við bílinn minn! þori bara ekki að gera þetta sjálfur því ég kann ekki :( kostar mikið að láta massa á bónstöð ??

p.s. þið eruð nokkuð góðir báðir í ESSO göllunum :lol:

Author:  GHR [ Mon 21. Apr 2003 15:15 ]
Post subject: 

Flott hjá þér Dr.E31 :P
Gaman að horfa á svona ''action''

Author:  Dr. E31 [ Mon 21. Apr 2003 18:11 ]
Post subject: 

Before & After (náði ekki betri myndum)

ImageImage
ImageImage

Opelinn inni
Bimminn að blikka

Author:  Svezel [ Mon 21. Apr 2003 20:40 ]
Post subject: 

:shock: Glæsilegt, þú mátt taka minn næst :lol:

Er Gísli Jónsson með concept bónvörurnar?

Author:  Dr. E31 [ Mon 21. Apr 2003 22:09 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
:shock: Glæsilegt, þú mátt taka minn næst :lol:

Er Gísli Jónsson með concept bónvörurnar?


jú, hann er með umboðið.

Author:  hlynurst [ Mon 21. Apr 2003 23:42 ]
Post subject: 

Djöfull er hann flottur hjá þér. :shock:

Author:  Propane [ Thu 24. Apr 2003 11:28 ]
Post subject: 

Maður þarf að fara að taka sinn í gegn,
koma engir skuggar eða neitt á lakkið, varð það alveg pure?

Author:  Dr. E31 [ Thu 24. Apr 2003 17:40 ]
Post subject: 

Propane wrote:
Maður þarf að fara að taka sinn í gegn,
koma engir skuggar eða neitt á lakkið, varð það alveg pure?


Alveg eins og "nýtt". Maður þarf bara að passa sig á að buffa ekki á sama staðnum lengi og líka nota úða könnu til að kæla.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/