bebecar wrote:
Vandamálin með Ceramic bremsurnar í Porsche voru bundin við fyrstu útgáfuna... minnir að það hafi verið GT2 og mér skylst allavega að þau séu úr sögunni núna.
Nú hefur BMW ekki selt bíl með keramic bremsum áður og þeir vilja alveg örugglega ekki taka neina áhættu með M5, þ.e. að láta flaggskipið floppa útaf viðhaldsfrekum bremsum.
Einnig keyra menn M5 yfirleitt mjög mikið og keramik bremsur krefjast aukins viðhalds umfram heðfbundnar bremsur og meirihluti kaupenda af M5 sætta sig örugglega ekki við þetta aukna viðhald.
M5 á að vera öflugur, fjölskylduvænn daily driver með möguleikann á track use en ekki 4dyra track day bíll. Svo þungur bíll mun aldrei henta (eða kannski réttara sagt verða optimal) í track use sama hversu mikið þú eyðir í hann.
Ég gæti samt trúað því að næsti M3 komi með kermik bremsum eða a.m.k. CSL, það er bíll sem er nær því að eiga tilkall til brautaraksturs.
Zyklus wrote:
Quote:
Sjáum því að hreyfiorka M5 á 100km/klst er 1/2*1900*27.78² = 733025 J svo ef hann bremsar línulega úr t.d. 100-0 á 4sec þá þurfa bremsurnar að afkasta 183kW.
Af hverju 27,78?
Er ekki jafnan fyrir hreyfiorku: 1/2 * massi * hraði^2 ?
það er annað veldi þarna.
Ég gleymdi líka að benda á að 183Kw er heildarafl/álag á bremsukerfið en svo á eftir að deila þessu niður á hvern bremsudisk. Meira álag er á fram en afturbremsur svo það má líklega gera ráð fyrir a.m.k. 45kW á hvern disk. M6 kemur með 370 og 374mm diskum svo það sést hversu mikið er lagt í það að reyna að minnka brake fade.
Svo er eitt með bílablaðamenn sem fara að fárast yfir að carbon þak gefur bara 4.5kg í M6 að þeir hafa ekki þekkinguna á flóknum dynamics sem bíll er. Þeir horfa bara á tölur og segja "4.5kg er lítið".
Þegar fer að reyna á bílinn í beygjum og hann að kastast til þá verða þessi 4.5kg mikilvægari en hrein heildarþyngdarbæting því þessi þyngd myndi annars toga í toppinn með miklu afli. Þetta er eins og með stöðuleika skipa og aukna massamiðju, sveiflur lengjast með hærri massamiðju og því eru þeir að minnka body roll.
Svo með felgurnar þá hafa léttari felgur bein áhrif á þyngd drifrásar og 2kg þar er alveg hellingur. Að létta felgurnar um kannski 3kg á ás samsvarar því að vera með 3kg léttara flywheel auk jú að hafa gríðarlega áhrif á fjöðrun líkt og oskard bendir á.