bebecar wrote:
fart wrote:
það voru tvær mjög early blaðagreinar sem töluðu um bremsu-fade eftir mikil átök. Eftir það virðast allir apa það upp. Ég treysti Tiff alveg fyrir þessu, hann á allavega stóran þátt í því að ég á E39M5.
"The amazing thing is the brakes are holding up brilliantly for suck a tight circuit"
Það gæti sosem alveg passað að þetta sé étið upp eftir öðrum - en "my point" er að þeir ættu í það minnsta að bjóða uppá kermik bremsur einsog Porsche

Það er eiginlega það eina neikvæða að hafa allt þetta afl og svo ekki alltaf afl til að stoppa það... er eiginlega pínku undarlegt.
Ég las þetta reyndar í reynsluakstursgrein um sexuna, minnir að það hafi verið í Autocar og þessi gagnrýni á meiri rétt á sér þegar rætt er um sexuna þar sem hún er talsvert meiri hardcore græja en M5, afhent á hálfgerðum slikkum og með carbon þaki, pappa í skottinu og "flottheitum".
no offense en þú ert að grínast?
Keramik bremsur á daily driver/double duty bíl,
það þarf að hita upp keramik bremsur svo þær virki, afhverju heldurðu að porsche kallar séu að keyra útaf þegar þeir eru að leika sér á trackinu bremsurnar eru enn kaldar,
Það sem menn virðast horfa á er að það eru ekki 6stimpla, race diska bremsukerfi á þessu, staðreyndin er sú að BMW kann sitt shit og hefur ekki klúðrað bíl sem er ætlaður á götuna. Þessi og aðrir BMW eru ekki kappakstursbílar, hann þarf að fara í gang í -20C° og geta bremsað vel í sama frosti, og þá þýðir lítið að vera með space bremsur
M5board strákarnir fóru í gegnum langar umræður um þetta og margir kvörtuðu yfir fade á E39 M5inum sínum, það var þegar þeir voru að tracka eins og djöflar, annars voru þær alltaf í flottu ástandi, það sem kom svo í ljós að virkaði best var að koma köldu lofti að diskunum , þá lagaðist málið algjörlega, sumir lentu ekki einu sinni í því að þær fadeuðu með stock allt.
Einnig þar sem að þessi bíll verður framleiddur í skuggalegum tölum eins og E39 þá þýðir ekki að ætla rukka 300k fyrir nýja diska og klossa,
Tiff nefndi að biðlistinn er til 2007, þ.e Sold Out ,
Fart : Hafa bremsurnar þínar fade-að?
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
