ppp wrote:
Tja ef þú hefðir nú lesið fréttina, þá hefðir þú séð að þarna er verið að vitna í Fréttablaðið.

Hérna er þetta á Vísir.is:
http://visir.is/laeknir-ottadist-um-lif ... 4701079971Ekki ætla ég að munnhöggvast við þig um hvort ég las fréttina eða ekki. En ég las fréttina á D.V. nú samt sem áður án þess að skilja á henni að allt efni hennar væri unnið upp úr Fréttablaðinu. Eftir þessi ummæli þín þá las ég hins vegar alla fréttina á Fréttablaðinu og er mjög undrandi á að sjá þessi ummæli líka þar. Það er margt sem ég á bágt með að trúa þar, ásamt sumu sem er rangt. Sem dæmi má nefna að það er ekkert sem segir að það megi ekki dæla eldsneyti á flugvél með farþega/sjúkling um borð. Það er meira að segja stundum nauðsynlegt (og leyfilegt frá hendi Flugmálastjórnar) að brjóta þær reglur sem gilda um annað flug í sjúkraflugi, til þess að koma sjúklingnum sem fyrst undir læknishendur.
Ég minni á að það sjúkraflug sem er stundað á Íslandi í dag á flugvélum, er unnið af verktökum. Ríkið telur það hagkvæmara að vera ekki með sínar eigin flugvélar eða starfsmenn, heldur fá verkkaupa til þess að annast þessa þjónustu. Á meðan verktaki stendur við sitt þá sé ég ekki að það sé hægt að kvarta yfir því hvernig hann ákveður að nota flugvélakost sinn þegar hann er ekki að sinna sjúkraflugi. Ef hann hefur nægan flugvélakost og mannsskap á vakt og kýs að sendast með varahlut í togara til Noregs eða flytja ost til Grímseyjar þá er ekki verið að sólunda peningum skattgreiðenda. Það er ekki alveg hægt að líkja þessu við starfsmenn á sjúkrabílum sem eru að best ég veit á launum hjá ríkinu og á ríkisreknum bifreiðum.
Alpina wrote:
Ég ætla að leyfa mér að ,,draga ályktun !!!!!
að horfa á þetta og hlusta er eins og vélin sé á fullu blasti,, enginn sem þorir að minnast á hvort að þetta gæti hugsanlega verið mannleg mistök,, handvöm eða hvað eina ,, en ég er ekki að dæma eitt eða neitt,, tek það skýrt fram
mín skoðun er að það sem bróðirinn og börn þess látna séu bara að benda á er að miðað við öll þau vitni sem voru áhorfendur að þessu
þá ,, datt vélin ekki né missti hæð ,, heldur kom á blastinu þarna
Jón Ragnar wrote:
Gaurinn var að sýna sig. Hann feilaði.
Það er ekki flóknara en svo
Ég hélt að allir vissu það nú orðið að þetta óhapp varð að öllum líkindum vegna mistaka flugmannsins! Það er ekki verið að reyna að hylma yfir eitt né neitt eða fela eitthvað. Fólk er bara að missa sig yfir orðalagi í
bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndarinnar.
Ég vil benda á dæmi um skýrlsu frá RNF til að varpa ljósi á vinnubrögð og tímalengd rannsókna almennt. Slys þetta gerðist árið 2007, hér er bráðabirgða textinn um það slys:
http://ww2.rnf.is/frettir/nr/146Lokaskýrslan er 33 blaðsíður og gefin út árið 2010. Hana má sjá hér:
http://ww2.rnf.is/media/skyrslur/2007/M ... Report.pdfÉg trúi því að lokaskýrsla RNF um þetta sorglega atvik verði á þann hátt að sannleikurinn einn standi þar og hún verði ítarleg og nái yfir alla þætti þessa máls.