Jú áttaði mig á því en sá sem ók BMW slapp mjög vel frá þessu en má benda á að bíllinn endastingst og toppurinn og farþegarými snerta ekki jörð fyrr en hann stöðvast nánast en lemur framenda og afturhorni á milli velta og sjálfsagt er það lán í Óláni að hann fer þannig

Hef orðið vitni að mjög svipaðri veltu hjá 530 D sem endastakkst eftir að hafa farið afturábak út af og yfir allar 4 akreinar tvöfaldrar Reykjanesbrautar og menn Löbbuðu út úr því flaki með skrámur þrátt fyrir gífurlegan hraða og mikin fjöld af veltum sem betur fór gerðust í lausu lofti án þess að snerta jörðina.
Það er eitthvert rosalegasta sem ég hef séð og stefndi bíllinn framan á Ford Explorer á tímabili en rétt sveif fyrir framan hann og trúði ég varla að menn skildu labba óslasaðir út úr honum sem ef till sýnir hvað BMW eru öryggislega vel hannaðir bílar en líka HEPPNINA að vera Airborne meðan hraðin og velturnar voru sem flestar