Sælt veri fólkið.
Ég gat ekki horft lengur á leikinn við Skotana svo ég fór í að breyta aðeins myndbandasíðunni okkar.
Engar skrár hafa verið fluttar til svo tilvísanir hafa ekki breyst. Breytingarnar voru bara til að auðvelda utanumhald um myndböndin og lýsingar á þeim.
Ef þið skoðið einhver myndbönd endilega sendið mér þá lýsingu á viðkomandi myndbandi og látið nafnið á skránni fylgja með. Netfangið mitt er
iar@bmwkraftur.com eða í sendið mér private message hér á spjallinu.
Það er mjög auðvelt að bæta við lýsingum og
því fleiri sem skrifa lýsingar og senda því betra verður myndbandasafnið!
