bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Löngu orðið tímabært! 540i 6 gíra - Update 20.3.05 Smá video
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=9694
Page 1 of 3

Author:  Djofullinn [ Sun 20. Mar 2005 00:09 ]
Post subject:  Löngu orðið tímabært! 540i 6 gíra - Update 20.3.05 Smá video

Update 20.3.05 Video neðst


Ég tók helling af myndum í dag og eitt video en þar sem heimasvæðið mitt er fullt þá get ég ekki póstað þeim öllum núna né videoinu. Restin kemur seinna. En þetta gefur svona ágætis hugmynd um hvernig bíllinn lítur út 8)

Aðeins um bílinn:

BMW 540i
6 gíra beinskiptur
V8 4,4L
286 hö við 5400 sn/min
440 Nm við 3600 sn/min

Hröðunin frá 0-100 er um 6 sek.
Bíllinn hreinlega spítist áfram og öskrið frá vélinni er eitt það fallegasta sem ég hef heyrt :naughty:

Eyðslan er um 14 L innanbæjar en ég er nú reyndar talinn vera með frekar þungan bensínfót :oops:
Þegar ég skrapp til Hveragerðis fyrir nokkrum vikum var eyðslan 8.5 L aðra leiðina og 9 L hina.

Búnaður:

Xenon aðalljós
Þokuljós
Ljósaþvottur
Regnskynjari
Spólvörn
16" álfelgur
ABS bremsur
Loftþrýstingsskynjarar
Bakkskynjarar
Rafdrifnar rúður
Rafdrifnir speglar sem leggjast einnig að bílnum með einum takka
Fjarstýrðar samlæsingar
Ræsitengd þjófavörn
GLERtopplúga 8)
Rafstýrt velti- og aðdráttarstýri tengt Memory í sætum
Vökvastýri
Aðgerðarstýri
Sjálfdekkjandi speglar
Svart buffalo leður
Comfort sæti með rafmagni, hita, minni og NUDDI 8)
Armpúði
Business CD
Aksturstölva
Cruise control
Loftkæling, tölvustýrð og tvískipt

Bíllinn er með Executive pakka sem ég veit ekki alveg hvað inniheldur en mér finnst nokkrir hlutir þarna á listanum nokkuð líklegir til að tilheyra honum

Bíllinn er fyrst skráður í Þýskalandi 6/2000.


MYNDIR:

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Smá video sem ég tók í gær, bara til að sýna smá hröðunina og hljóðið

VIDEO

Author:  gunnar [ Sun 20. Mar 2005 00:12 ]
Post subject: 

Geeeeðveikur... Flottur litur og ekki skemmir nú beinskipting fyrir 8)
I'd hit it, hit it hard! 8)

Author:  iar [ Sun 20. Mar 2005 00:21 ]
Post subject: 

Virkilega smekklegur! Þetta er alvöru! :-)

Author:  Schnitzerinn [ Sun 20. Mar 2005 00:39 ]
Post subject: 

Hann er geggjaður 8) Heppna dýrið þitt :twisted:

Author:  srr [ Sun 20. Mar 2005 00:45 ]
Post subject: 

vaaaaaaaaaaaaaaháááááááááá

Svaðalegur klassabíll 8)

Author:  Svezel [ Sun 20. Mar 2005 00:46 ]
Post subject: 

Halló halló kann einhver að skrifa SLEEPER?!! 8) Djö.. þú hlýtur að hafa refsað nokkrum óvörum í spyrnu :twisted:

Bara flottur og virkilega vel búinn! Vantar bara 18" + weisse blinkers og þá er þessu 110%

Author:  saemi [ Sun 20. Mar 2005 01:17 ]
Post subject: 

Sehr snyrtilegur.

Mjög fallegur litur, vel búinn vagn. 8)

Author:  Gunni [ Sun 20. Mar 2005 02:31 ]
Post subject: 

Snilldar bíll Daníel !!! Til hamingju með hann. Það er magnað hvað hann er hlaðinn búnaði og að sjálfsögðu beinskiptur ;)

Author:  Eggert [ Sun 20. Mar 2005 02:40 ]
Post subject: 

Bara fallegur bíll, og þá liturinn sem stendur uppúr!

En eru menn svo ekki búnir að redda sér einhverjum stórum sumarfelgum undir kvikindið?

8)

Author:  Jss [ Sun 20. Mar 2005 03:13 ]
Post subject: 

Gífurlega snyrtilegur bíll og vel búinn.

Author:  ///MR HUNG [ Sun 20. Mar 2005 07:23 ]
Post subject: 

Okey,Hvað í fjandanum ertu að gera með númerið í glugganum???Bara ljótt :puke:

Author:  Haffi [ Sun 20. Mar 2005 07:49 ]
Post subject: 

hvað í fjandanum ertu að gera á fótum haugurinn þinn?!?!

En þetta er fallegur og velbúinn vagn og ekki þarf að minnast á... SLEEEPER :shock:

Author:  fart [ Sun 20. Mar 2005 08:51 ]
Post subject: 

Eggert wrote:

En eru menn svo ekki búnir að redda sér einhverjum stórum sumarfelgum undir kvikindið?

8)


Ég á akkúrat felgurnar fyrir þig.. :naughty:

Author:  Djofullinn [ Sun 20. Mar 2005 12:53 ]
Post subject: 

Ég þakka! Þetta er búin að vera endalaus hamingja :D:D:D:D

Svezel wrote:
Halló halló kann einhver að skrifa SLEEPER?!! 8) Djö.. þú hlýtur að hafa refsað nokkrum óvörum í spyrnu :twisted:

Bara flottur og virkilega vel búinn! Vantar bara 18" + weisse blinkers og þá er þessu 110%

Múhahaha já ég hef svekkt nokkra pappakassa á seinustu mánuðum 8)

T.d kom ég gaurnum á silfurlitaða "wannabe" skyline bílnum (man ekki hvernig bíll þetta er, var á bílasýningunni á bíladögum í fyrra með svörtum vínil á hliðunum) verulega á óvart. Við vorum að keyra sæbrautina og þegar ég beygi til að fara upp á miklubrautina svona fer hann eiginlega fyrir mig, og síðan komum við upp á miklubrautina og hann ætlaði nú heldurbetur að sýna mér hvað bíllinn gæti og brunar af stað. Ég náttúrulega botnstíg bílinn og næ að lyggja í rassgatinu á honum þangað til við hægjum báðir á okkur. Hann leyfir mér síðan að rúlla fram úr sér og glápir á mig á meðan og svipurinn á gaurnum ! Greynilega verulega ósáttur yfir að geta ekki stungið "520" af :lol:

Já hann öskrar alveg á stærri felgur og weisse blinkers, það er líka fyrirhugað að bæta úr því nema ég selji hann áður :cry: Við konan erum að fara að kaupa íbúð þannig að við þurfum að losa okkur við hann fljótlega. Þannig að um leið og við finnum íbúð asem okkur langar í þá verður hann auglýstur til sölu.

MR HUNG wrote:
Okey,Hvað í fjandanum ertu að gera með númerið í glugganum???Bara ljótt


Það vantar bara hluta af númerarammanum þannig að það er ekki hægt að setja númerið á hann. Á bara eftir að kaupa BMWKraftsramma á hann ;)

fart wrote:
Ég á akkúrat felgurnar fyrir þig..


Ég væri mjög mikið til í þær en þær eru bara of dýrar fyrir mig í augnablikinu :x

Author:  BlitZ3r [ Sun 20. Mar 2005 13:12 ]
Post subject: 

btw voru 540 framleiddir bsk eða er þetta breytt, hef nefnilega aldrei séð bsk 540

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/