bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

745i sem ég keypti í Þýskalandi á Ebay
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=945
Page 1 of 4

Author:  saemi [ Sun 02. Mar 2003 13:25 ]
Post subject:  745i sem ég keypti í Þýskalandi á Ebay

Jæja, ég náði í gripinn þegar ég var úti fyrr í mánuðinum. Keyrði hann svo út á flugvöll í Belgíu þar sem hann bíður eftir mér (vonandi ennþá :lol: )

Þar áður hafði ég farið með túrbínu út til þess sem var að selja hann. Túrbínan var víst ónýt en ég átti náttúrulega eina hérna á klakanum sem hann setti í fyrir mig.

Þannig að ég gat bara keyrt í burtu frá kallinum. Keyrði bílinn svona 300km þarna úti og þetta er fínasti bíll. Hann er að vísu keyrður 350.000km en hann þrusuvirkar. Engin hljóð í vélinni, hljómar miklu betur en þessi í mínum hérna heima, það er orðið svolítið ventlaglamur í honum. Skiptingin alveg tipp topp og bara flest í góðu. Það eina sem þarf að gera er að laga miðstöðina. Það lekur greinilega miðstöðvarelementið.

Útlitslega er bíllinn soldið gallaður á húddinu og frambrettunum, því glæran hefur flagnað þar af. En eins og sést þá er bíllinn nokkuð heill annars.

Ætli maður bjóði bílinn ekki aftur á Ebay og sjái hvort maður geti grætt eitthvað á þessu þarna úti. Það er svo asskoti dýrt að koma með þetta heim, ég efast um að maður geti selt þetta hérna heima án þess að tapa á því ...

Annars er þetta "Executive" bíll eins og minn, leðrið betra en í mínum, ekki eins sólbakað. Bara 2 eigendur að honum (sannanlega) og reikningar fylgdu með honum frá 1994. Ég tók það saman og það sem var búið að eyða í hann frá þá, var um 15.000.- EUR...! 1.200.000.- Krónum! ussussusss.... Meðal annars er búið að taka heddið 2svar upp, nýr vatnskassi í honum ofl ofl.


Image
Image


Ég veit.. þetta er alltaf að versna, ég verð að fara að hætta þessu.

Nú svo þegar ég var þarna hjá þessum sem seldi mér gripinn rak ég augun í M635csi framspoiler. Ég náttúrulega var ekki lengi að fá hann til að selja mér hann, svo nú á ég kittið allan hringin á sexuna mína :D

Já, það er gaman að föndra.

Sæmi

Author:  bjahja [ Sun 02. Mar 2003 15:46 ]
Post subject: 

Eins og ég sagði í hinum póstinum þá ertu óstöðvandi :)

Author:  hlynurst [ Sun 02. Mar 2003 19:07 ]
Post subject: 

Þetta er sannarlega glæsilegur bíll.

Author:  Haffi [ Mon 03. Mar 2003 03:50 ]
Post subject: 

GÓÐUR 8)

Author:  Just [ Mon 03. Mar 2003 17:02 ]
Post subject: 

Þú ert heppinn :wink: að geta gert það sem þér langar til

Author:  saemi [ Mon 03. Mar 2003 17:24 ]
Post subject: 

Jaaaá !

Annars er ég svo blessunarlega heppin að mig langar takmarkað til að gera hluti sem ég get ekki gert :)

Þannig að ég geri bara það sem ég get gert 8)

Heppin já og smá plan-ahead :wink:

Sæmi

Author:  DXERON [ Tue 04. Mar 2003 00:03 ]
Post subject: 

flott að þú fékkst spoiler á sexuna........ :D

Author:  Þórður Helgason [ Sun 09. Mar 2003 16:09 ]
Post subject: 

Ég verð að segja að þetta er hin sanna fyrirmyndarhegðun, ef sést þroskaður BMW og hann er til sölu, það kaupir Sæmi.

Áfram Sæmi...

Author:  bebecar [ Wed 19. Mar 2003 08:54 ]
Post subject: 

Mjög flottur bíll og stórglæsilegur að inna og flottur litur að utan....

Hvað þyrfti hann að seljast á hér heima til að þú nennir að flytja hann heim?

Author:  saemi [ Wed 19. Mar 2003 13:01 ]
Post subject: 

Ég þyrfti að fá svona 350.000 til að það slyppi.

Sæmi

Author:  bebecar [ Wed 19. Mar 2003 13:08 ]
Post subject: 

Er engin til í 350 fyrir 745????

Ég trúi þessu varla... ef það stæði ekki svona ferlega ílla á hjá mér þá væri ég til í að Sæmast aðeins og eiga t.d. eins og E21 323i, E28 M535i og svo einn E23 745i!!!! Damn maður, það væri nú ekki slæmt. Og allt fyrir svipað verð og nýlegur VW Golf kostar eða jafnvel minna.....

Það er engin spurning þetta er rétta leiðin finnst mér... engir nýjir eða nýlegir bílar fyrir mig takk!

Þetta væri ekki dónalegur bílskúr... þyrfti samt eina sexu með svona svo þetta sé PURRRFEKT!

Author:  saemi [ Wed 19. Mar 2003 14:12 ]
Post subject: 

Hehehe, einmitt. En það eru svo fáir svona skrítnir og klikk eins og ég ...

Hehemm, kannski sem betur fer :?

Sæmi

Author:  morgvin [ Thu 20. Mar 2003 00:06 ]
Post subject: 

Alveg þætti mér nú gaman að vita hvar einn maður fær alla þessa peninga til að kaupa bíl sem hann sér bara á internetinu si svona.

Hvað geriru sæmi..... mútaru stjórnmála mönnum eða kanski "tollstjórum" ?

Author:  bjahja [ Thu 20. Mar 2003 00:08 ]
Post subject: 

Flugmaðurinn er nú ekkert illa borgaður 8)

Author:  saemi [ Thu 20. Mar 2003 08:21 ]
Post subject: 

Það er nú ekki eins og þessir bílar sem ég hef keypt kosti mikið.

Dýrasti bíll sem ég hef nokkurn tíman keypt var 150þús og það var 745i bíllinn hérna heima!

Svo er annað mál hvað maður er búinn að eyða í þetta :wink: Það hækkar verðið aðeins.

En jú, ég er á allt í lagi launum. Ekki eitthvað stjarnfræðilegt eins og margir halda. Hægt að búa til meiri pening í mörgu öðru...

Sæmi

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/