bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvítur BMW e36 325i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=8109
Page 1 of 2

Author:  Arnar [ Sun 07. Nov 2004 22:23 ]
Post subject:  Hvítur BMW e36 325i

Loksins er maður orðinn BMW eigandi 8)

Þetta er 325i árg 92. keyrður 185000 Þús. Hann var fluttur inn árið 1996. Hann er með:

192 hö
Topplúgu
Þokuljós
Sportstýri
Aðeins opnara púst
Minni tölvunni
Skíðapoka
Blárri innréttingu
17" BBS felgum
225/ 235 dekk
ofl.

Ég tók nokkrar myndir af honum inn í bílskúr, vegna þess að það var orði of dimmt úti, en ég reyni að ná betri myndum seinna...





Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  Kristjan PGT [ Sun 07. Nov 2004 22:40 ]
Post subject: 

Flottur bíll! Og töff innrétting! Flottar felgur og bara alles, gengur allt upp :D

Author:  oskard [ Sun 07. Nov 2004 22:41 ]
Post subject: 

nýrun eru ógeðsleg.. rest er fín :)

Author:  gunnar [ Sun 07. Nov 2004 22:43 ]
Post subject: 

Sammála því, skiptu út nýrunum ;) Annars er þetta rosalega fallegur bíll

Author:  íbbi_ [ Mon 08. Nov 2004 00:02 ]
Post subject: 

já var búin að sjá þig á ferðini, mjög flottur kemur mikið betur út í real en á þessum myndum en já þú verður að skipta um nýru maður :?

Author:  srr [ Mon 08. Nov 2004 01:08 ]
Post subject:  Re: Hvítur BMW e36 325i

Arnar wrote:
Ég tók nokkrar myndir af honum inn í bílskúr, vegna þess að það var orði of dimmt úti, en ég reyni að ná betri myndum seinna...

Hvar fær mar svona fínan bílskúr :shock:
Wow hvað ég væri til í svona aðstöðu 8)

Author:  IceDev [ Mon 08. Nov 2004 02:55 ]
Post subject: 

Nauh, Bíll afa hans Joolla, prufaði hann og hann var að virka fínt.....


Take care of it!

Author:  Joolli [ Mon 08. Nov 2004 03:11 ]
Post subject: 

Þetta er massa bíll! Hefði keypt hann hefði ég átti pening!
En nýrun eru, já, ógjeð!

Author:  IceDev [ Mon 08. Nov 2004 03:13 ]
Post subject: 

Mæli með nokkrum breytingum....sú helsta er án efa nýrun svo er það stefnuljósin

Author:  íbbi_ [ Mon 08. Nov 2004 12:25 ]
Post subject: 

þeir eru oft með góða aðstöðu í sveitini :D

Author:  Arnar [ Mon 08. Nov 2004 21:05 ]
Post subject: 

IceDev wrote:
Nauh, Bíll afa hans Joolla, prufaði hann og hann var að virka fínt.....


Take care of it!


Já það mun ég sko gera ! Og er byrjaður á því....:wink:

Við feðgarnir erum báðir búnir að leggja rosa vinnu í þennan bílskúr,
enda er hann orðinn nokkuð þæginlegur núna... maður er búinn að
dunda sér marga klukkutímana þarna, t.d. núna er ég að breita frammdrifnum charade í afturdrifinn buggý-bíl, á bara eftir að smíða veltigrindina. Svo er bíllinn læstur og hann er bara að virka :D

Hvað með breytingarnar á bimmanum, þá er ég að redda glærum stefnuljósum.. En ég var að pæla hvort það væri ekki bara hægt að sprauta nýrun, eða er bara auðveldara að fá þau úr öðrum bíl ??

Author:  íbbi_ [ Tue 09. Nov 2004 00:08 ]
Post subject: 

Tækni þjónusta bifreiða á þetta til nýtt á það lítin pening að það borgar sig varla að vera leyta af þessu notuðu IMO,

Síminn hjá þeim er 555-0885
og E-mailið er bifreid@bifreid.is

Author:  vallio [ Tue 09. Nov 2004 20:56 ]
Post subject: 

fallegur bíll....

til hamingju með hann, ... :D

Author:  Svezel [ Thu 11. Nov 2004 09:27 ]
Post subject: 

Glæsilegur bíll að nýrunum undanskildum.

Author:  Arnar [ Thu 11. Nov 2004 21:16 ]
Post subject: 

Ég þakka góð orð..

Ég ætlaði að athuga hvort að einhver góður photoshoppari væri ekki til í að skipta út nýrunum og stefnuljósum fyrir mig :wink:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/