bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

523iA 1996
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=7871
Page 1 of 3

Author:  bimmer [ Thu 21. Oct 2004 19:16 ]
Post subject:  523iA 1996

Jæja, tók nokkrar myndir áðan í góða veðrinu.

Bíllinn er 523iA árgerð 1996, keyrður ca. 110.000. Ég er búinn að eiga hann í rúmt ár. Er ekki búinn að gera mikið í honum, skellti þó angel eyes í hann og hvít stefnuljós + celis að aftan. Svo setti ég undir hann 18" M5 lookalike á Pilot Sport 245 dekkjum.


Image

Image

Image

Image

Author:  fart [ Thu 21. Oct 2004 19:44 ]
Post subject: 

Mjög fallegur bíll, nánast alveg eins og minn 523 sem ég seldi í sumar, hann var að vísu ekki með Angel Eyes, en hann var með trunk lip spoiler í staðin :wink:

Author:  Djofullinn [ Thu 21. Oct 2004 21:16 ]
Post subject: 

Stórglæsilegur!

Author:  gunnar [ Thu 21. Oct 2004 21:48 ]
Post subject: 

Hef oft rekist á þennan í umferðinni, sannur glæsivagn :)

Author:  Benzari [ Thu 21. Oct 2004 22:47 ]
Post subject: 

Nice.

PS. Skylda að hafa a.m.k. eina mynd með kveikt á "englaaugunum" :twisted:

Author:  Kristjan [ Thu 21. Oct 2004 23:02 ]
Post subject: 

Þegar ég sá hann fyrir norðan þá missti ég andlitið. Þetta er virkilega fallegur bíll.

Author:  jonthor [ Fri 22. Oct 2004 06:40 ]
Post subject: 

Hvað meinarðu ekki búinn að gera mikið fyrir hann, þessar breytingar gera ekkert smá mikið fyrir hann. 18" felgur, angel eyes og hvít stefnuljós eru meira en margur gerir!

Stórglæsilegur bíll.

Author:  ta [ Fri 22. Oct 2004 11:37 ]
Post subject: 

jonthor wrote:
Hvað meinarðu ekki búinn að gera mikið fyrir hann, þessar breytingar gera ekkert smá mikið fyrir hann. 18" felgur, angel eyes og hvít stefnuljós eru meira en margur gerir!

Stórglæsilegur bíll.


alveg sammála, mjög flottur svona
ekki datt mér í hug að hann væri 96,
með þessar 2002 útlitsbreytingar, ljós og nýru.

Author:  Alpina [ Sat 23. Oct 2004 14:00 ]
Post subject: 

Afar smekklegur bíll

Author:  Svezel [ Sat 23. Oct 2004 17:38 ]
Post subject: 

Mjög flottur bíll hjá þér :shock:

Ég var alveg pottþéttur á því að þetta væri 2000+ módel þegar ég sá bílinn á leiðinni norður á bíladögum (kveikti ekki á perunni með 523 hættir 2000).

Sehr schön Auto :!:

Author:  bimmer [ Sat 23. Oct 2004 19:19 ]
Post subject: 

Takk fyrir góð komment :)

Benzari, hér er ein með kveikt á englunum (þarf að ná betri mynd í myrkri sem lætur ljósin njóta sín betur).

Image


Jónþór, ég hef kannski orðað þetta svoldið vitlaust. Maður er bara búinn að krukka í lookinu, ekki búinn að gera neitt við fjöðrun/púst/vél. Spurning um að skella í hann kraftsíu og setja á hann nokkra límmiða til að trukka upp kraftinn!

Author:  oskard [ Sat 23. Oct 2004 19:21 ]
Post subject: 

Þetta er mjög smekklegur bíll og það var gaman að hafa þig með á bíladaga :)

Author:  Benzari [ Sun 24. Oct 2004 20:07 ]
Post subject: 

bimmer wrote:
Takk fyrir góð komment :)

Benzari, hér er ein með kveikt á englunum (þarf að ná betri mynd í myrkri sem lætur ljósin njóta sín betur).


:wink: :burnout: Mjög svalt :!:

Author:  Henbjon [ Sun 24. Oct 2004 20:45 ]
Post subject: 

Hefur verið gleymt að fara í skoðun? :) Eða eru þetta kannski gamlar myndir?

Author:  bimmer [ Mon 25. Oct 2004 07:23 ]
Post subject: 

Hann er með 05 miða að aftan. Miðinn að framan fór af við þvott, þarf að redda mér nýjum.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/