Jæja, ENTER puttinn fór á ferð enn eina ferðina!
Árangurinn varð þessi:
BMW M5 E34
Fyrst skráður 09.07.1991
Ekinn 147.000 Km
Ekinn 147.000 Km
Skipt var um mótor í 70.000 Km af BMW verkstæði.
Litur: Sebringgrau Metallic
Áklæði: Leður, Anthrazit Buffalo leður (Dökkgrátt)
4 Eigendur
Bíllinn var sýningarbíll hjá BMW umboðsmanni skv. Sögn fyrri eigenda og hann hringdi í fyrri eigendur ásamt yfirmanni verkstæðisins þar sem skipt var um vél til að fá það staðfest.
Aluett felgur, 17x8.5” með 235/45ZR 17 dekkjum ásamt original M5 "throwing star" 8x17" felgum.
Búnaður:
Loftkæling
Leðurstýri með loftpúða
Stóra aksturstölvan
Rafmagnsfærsla í sætum ásamt minni fyrir bílstjóra
Sætishitarar að framan
“Shadow line”
Sólgardína í afturglugga
Alpina útvarp (ásamt original BMW Bavaria C business útvarpinu)
“Hi-fi” hátalarakerfi
Handfrjáls búnaður fyrir síma
Vagninn er !!!!!!!BARA Í LAGI!!!!!!!!!
Ég var á honum í gærkveldi, keyrði frá Stuttgart til Liege í Belgíu. Var orðinn svolítið leiður á rigningu og lélegum akstursskilyrðum svo ég gaf vel í.
Skrapp upp að V-Max í smá tíma og svo hitti ég annan "bróðir" M5 sem var í svipuðum fíling. Við fylgdumst að í svona 45min á 200-250 sem var ekkert leiðinlegt, en frekar stressandi á köflum. Adrenalin kikk vikunnar
Bíllinn er væntanlegur til landsins innan mánaðar. .. ... og svo er bara spurning. Selja..... eiga !!!! ??