bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 325i Coupe ´94 *Nýjar myndir*
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=7354
Page 1 of 5

Author:  moog [ Thu 09. Sep 2004 19:44 ]
Post subject:  BMW 325i Coupe ´94 *Nýjar myndir*

Jæja, þá er maður loksins aftur búinn að fá sér BMW en fyrir valinu varð 325i Coupe ´94 módel. Bíllinn er vel hlaðinn aukabúnaði en það helsta er:

Leðruð sportsæti /með rassahitara
Sportstýri /m airbag
Topplúga
Cruise control
Original fjarstýrðar samlæsingar
Samlitun frá verksmiðju
60 mm lækkun
Búið að renna út brettin.
17" RH felgur (reyndar kominn á 17" ASA AR-1 núna)
Stór borðtölva
Loftkæling

Liturinn á honum er Madeiraschwartz metallic.

Síðan var kíkt við í Schmiedmann og fjárfest í hvítum/rauðum afturljósum, K&N síu + powerblanket, 40 mm gorma (hann er of lækkaður fyrir minn smekk) og ýmislegt smotterí.

Eini gallinn er að hann er enn staðsettur í Danmörku þar sem ég þurfti að skilja hann eftir þar sem hann fer með Norrænu á Laugardag. En hann verður vonandi kominn á götuna í lok næstu viku.

Image

Image

Mun síðan taka fleiri myndir af bílnum þegar hann verður kominn á klakann.

Author:  vallio [ Thu 09. Sep 2004 19:58 ]
Post subject: 

GEÐVEIKUR....
til hamingju :D

Author:  Jón Ragnar [ Thu 09. Sep 2004 20:02 ]
Post subject: 

Sweeeet :D

Author:  Alpina [ Thu 09. Sep 2004 20:33 ]
Post subject: 

:clap: mjög snyrtilegur

Author:  Svezel [ Thu 09. Sep 2004 21:37 ]
Post subject: 

Vá þessi er flottur :shock:

Til hamingju :D

Author:  Duce [ Thu 09. Sep 2004 21:40 ]
Post subject: 

mjög fallegur

Author:  Arnar [ Thu 09. Sep 2004 22:02 ]
Post subject: 

Þessi er meiriháttar :wink:

Til Hamingju

Author:  Haffi [ Thu 09. Sep 2004 22:08 ]
Post subject: 

BJÚTÍFÚL !

Author:  Kristjan [ Thu 09. Sep 2004 23:19 ]
Post subject: 

Fallegur. Endilega settu myndina af honum í "Hvað heitir liturinn á þínum bmw" þráðinn. Með nafninu á litnum auðvitað :D

Author:  jonthor [ Fri 10. Sep 2004 07:24 ]
Post subject: 

Glæsilegur, svakalega er leðrið vel með farið. Er hann lítið ekinn?

Author:  gunnar [ Fri 10. Sep 2004 12:33 ]
Post subject: 

Geðsjúkur! :D

Author:  iar [ Fri 10. Sep 2004 15:06 ]
Post subject: 

Glæsilegur bíll. Til lukku með hann. Virðist vera mjög vel með farinn, sætin eins og ný. Þau eru kannski ný? :-)

Svo stóröfunda ég þig af þessum armpúða!

Er svo ekki næst á dagskrá að versla mottur?

Author:  moog [ Fri 10. Sep 2004 17:15 ]
Post subject: 

jonthor wrote:
Glæsilegur, svakalega er leðrið vel með farið. Er hann lítið ekinn?


Hann er ekinn um 160 þús. Leðrið er mjög gott á þessum bíl. Enda er það mjög þykkt.

Author:  moog [ Fri 10. Sep 2004 17:16 ]
Post subject: 

iar wrote:
Er svo ekki næst á dagskrá að versla mottur?


Því var bjargað hjá Schmiedmann 8)

Author:  Raggi M5 [ Sat 11. Sep 2004 07:50 ]
Post subject: 

Þessi er sko alveg í lagi félagi :P

Page 1 of 5 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/