Jæja kominn tími á að gera smá þráð um minn fyrsta Bmw.
Þetta er semsagt 2006 Bmw 530xd. Fjórhjóladrifinn 3.0l dísel 231hp.
Ég kaupi hann í mars 2020 af eldri manni sem var annar eigandi. Hann tók bílinn með sér heim frá Svíþjóð 2017.
Bíllinn var ekinn 370.þús km þegar ég kaupi hann og er eins og stendur í 394.þús km.
Var pínu hræddur við það að kaupa bíl sem var ekinn svona mikið, en skoðaði nokkra e60/e90 á svipuðu verðbili, allir keyrðir um 200.þús. Þessi var í miklu betra ástandi heldur en allir hinir svo ákvað að láta slag standa og festa kaup á honum. Fullt, fullt af kvittunum uppá milljón kall hjálpaði líka
Hérna er ég nýlega búinn að kaupa bílinn og fjarlægja brúnu filmurnar sem voru í afturrúðunum.

Skrúfað sumarfelgurnar undir með nýjum michelin pilot sport 4 dekkjunum og farið í smá ferð með hundinn.

Sett 10mm spacer á afturfelgurnar til að þær flútti betur við afturbrettin.

Þrifinn og bónaður fyrir sumarið


Ákvað að prófa hann á kvartmílunni, bíllinn er alveg upprunalegur, ennþá með dpf, egr og varahluti og verkfæri í skottinu
Fór 15,4 á 138km/h

Prófaði mig áfram með mössunarvél, kom ágætlega út og tók myndir með bílnum hjá kærustunni, 07 530xd e60 msport.
Einnig var bíllinn filmaður.

Vetrarfelgurnar skrúfaðar undir og keypt ný vetrardekk í leiðinni

Keypti ný afturljós á bílinn, lci look ljós. Finnst það koma vel út, sérstaklega þar sem gömlu ljósin voru sprungin og ljót.

Hérna er verið að skipta um soggreinapakkningar, glóðarkert, glóðarkertatölvu, allar vacum slöngur og egr pressure solenoid. Einnig sett swirl flap delete í og þrifið egr ventil.

Hérna er síðan bara viðhaldslistinn þar sem ég á ekki myndir með öllu þessu hehe.




Sent from my SM-G973F using Tapatalk