bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
2006 Bmw 530xd E61 ZJV56 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=70192 |
Page 1 of 2 |
Author: | Johann2326 [ Sun 06. Dec 2020 16:03 ] |
Post subject: | 2006 Bmw 530xd E61 ZJV56 |
Jæja kominn tími á að gera smá þráð um minn fyrsta Bmw. Þetta er semsagt 2006 Bmw 530xd. Fjórhjóladrifinn 3.0l dísel 231hp. Ég kaupi hann í mars 2020 af eldri manni sem var annar eigandi. Hann tók bílinn með sér heim frá Svíþjóð 2017. Bíllinn var ekinn 370.þús km þegar ég kaupi hann og er eins og stendur í 394.þús km. Var pínu hræddur við það að kaupa bíl sem var ekinn svona mikið, en skoðaði nokkra e60/e90 á svipuðu verðbili, allir keyrðir um 200.þús. Þessi var í miklu betra ástandi heldur en allir hinir svo ákvað að láta slag standa og festa kaup á honum. Fullt, fullt af kvittunum uppá milljón kall hjálpaði líka ![]() Hérna er ég nýlega búinn að kaupa bílinn og fjarlægja brúnu filmurnar sem voru í afturrúðunum. ![]() Skrúfað sumarfelgurnar undir með nýjum michelin pilot sport 4 dekkjunum og farið í smá ferð með hundinn. ![]() ![]() Sett 10mm spacer á afturfelgurnar til að þær flútti betur við afturbrettin. ![]() Þrifinn og bónaður fyrir sumarið ![]() ![]() Ákvað að prófa hann á kvartmílunni, bíllinn er alveg upprunalegur, ennþá með dpf, egr og varahluti og verkfæri í skottinu ![]() Fór 15,4 á 138km/h ![]() Prófaði mig áfram með mössunarvél, kom ágætlega út og tók myndir með bílnum hjá kærustunni, 07 530xd e60 msport. Einnig var bíllinn filmaður. ![]() Vetrarfelgurnar skrúfaðar undir og keypt ný vetrardekk í leiðinni ![]() Keypti ný afturljós á bílinn, lci look ljós. Finnst það koma vel út, sérstaklega þar sem gömlu ljósin voru sprungin og ljót. ![]() Hérna er verið að skipta um soggreinapakkningar, glóðarkert, glóðarkertatölvu, allar vacum slöngur og egr pressure solenoid. Einnig sett swirl flap delete í og þrifið egr ventil. ![]() Hérna er síðan bara viðhaldslistinn þar sem ég á ekki myndir með öllu þessu hehe. ![]() ![]() ![]() ![]() Sent from my SM-G973F using Tapatalk |
Author: | bimmer [ Sun 06. Dec 2020 22:50 ] |
Post subject: | Re: 2006 Bmw 530xd E61 ZJV56 |
Flottur! |
Author: | Mazi! [ Mon 07. Dec 2020 12:13 ] |
Post subject: | Re: 2006 Bmw 530xd E61 ZJV56 |
Þrusu fínn bíll!! |
Author: | Johann2326 [ Mon 07. Dec 2020 16:10 ] |
Post subject: | Re: 2006 Bmw 530xd E61 ZJV56 |
Þakka hrósin Bmwkrafts númerarammanir koma líka vel út á honum ![]() Sent from my SM-G973F using Tapatalk |
Author: | Johann2326 [ Fri 11. Dec 2020 18:47 ] |
Post subject: | Re: 2006 Bmw 530xd E61 ZJV56 |
Jæja svona míní update. Keypti M stýri, loftpúðalaust hjá Skúla í síðasta mánuði. Pantaði loftpúða í það á ebay, kemur vonandi í næstu viku ![]() Ákvað að sprauta plastið á því, þarsem gúmmíhúðunin var orðin ljót eins og gerist með öll þessi stýri. Fyrir ![]() ![]() ![]() Búið að taka plastið af, bara 2stk T20 torx og toga upp. ![]() Reif eins mikið úr plöstunum og ég gat og teipaði yfir það sem ég náði ekki úr. ![]() Notaði þynni og plastsköfu til að ná gúmmíhúðuninni af, náði ekki alveg öllu þannig renndi yfir með 800 sandpappír. Eftir 3 umferðir af matt svartri málningu þá leit þetta svona út ![]() Og komið á stýrið ![]() Fínt að eyða kvöldinu í þetta, er nokkuð sáttur með hvernig þetta kom út. Aðeins of 'svart' að mínu mati, var að vona að þetta myndi líta út eins og oem. Einnig var ég búinn að lenda í veseni með það að bíllinn hökti stundum á 100km/h við létta gjöf. Eftir smá lesningu á netinu þá er þetta algengt vandamál sem tengist egr ventlinum. Hann hleypir semsagt inn lofti á vél þegar vélin er ekki búinn að reikna með því. Þá kemur lítið hökt eins og bíllinn sé að misfire-a. Þetta er leyst með endurforritun á egr ventlinum, gat gert það í appi í símanum sem heitir Bmwtool. Undir Egr adaptation. Er bara búinn að keyra einhverja 20km síðan og bíllinn virðist vera hættur þessu, en sjáum til ![]() Sent from my SM-G973F using Tapatalk |
Author: | Mazi! [ Sat 12. Dec 2020 20:22 ] |
Post subject: | Re: 2006 Bmw 530xd E61 ZJV56 |
Þrusu flott mod svona ///M Stýri! hvernig er að fá loftpúðanum shippað til íslands ? er það ekkert vesen |
Author: | Johann2326 [ Sat 12. Dec 2020 20:54 ] |
Post subject: | Re: 2006 Bmw 530xd E61 ZJV56 |
Mazi! wrote: Þrusu flott mod svona ///M Stýri! Nei ekkert vesen so far. Var að fá tölvupóst áðan að þetta væri komið til landsins og að ég ætti að senda kvittun á póstinn.hvernig er að fá loftpúðanum shippað til íslands ? er það ekkert vesen Vonandi gengur þetta hiklaust fyrir sig ![]() Sent from my SM-G973F using Tapatalk |
Author: | Johann2326 [ Tue 15. Dec 2020 17:18 ] |
Post subject: | Re: 2006 Bmw 530xd E61 ZJV56 |
Jæja þá fékk ég loftpúðan minn í dag og skellti þessu í bílinn eftir vinnu. Tók ekki nema 15mín allt í allt. Þvílíkur munur að keyra bílinn núna. Byrjar á því að aftengja geymirinn og bíða í einhvern tíma, ég beið í 5mín. Svo er lítið gat neðst á stýrinu bakvið, þar stingur maður mjóu og löngu flötu skrúfjárni og ýtir á stöng. Þá poppar loftpúðinn fram og tekur hann úr sambandi á klukkuhring (eitt tengi) ![]() Svo er eitt tengi fyrir takkana og flautuna á klukkuhring, aftengir það og losar boltan 15mm haus. ![]() Svo er installation bara akkúrat öfugt ![]() ![]() ![]() Tengdi geymirinn og svissaði á, þá voru kominn fullt af flottum ljósum í mælaborðið, örugglega tengt því að taka geyminn úr sambandi. ![]() Eyddi út kóðum og allt í gúddí. Olíuhæðarskynjarinn er bilaður og verður skipt um hann í næsta smuri, annars finnst mér þetta helvíti fínt fyrir tæpa 400.000km ![]() ![]() Sent from my SM-G973F using Tapatalk |
Author: | Mazi! [ Tue 15. Dec 2020 22:54 ] |
Post subject: | Re: 2006 Bmw 530xd E61 ZJV56 |
Þetta kemur vel út! það er ótrúlegt hvað flott stýri breytir aksturs ánægjunni hjá manni ![]() |
Author: | Johann2326 [ Tue 15. Dec 2020 23:30 ] |
Post subject: | Re: 2006 Bmw 530xd E61 ZJV56 |
Mazi! wrote: Þetta kemur vel út! Ekkert smá!það er ótrúlegt hvað flott stýri breytir aksturs ánægjunni hjá manni ![]() Besta mod við bílinn so far alveg á hreinu. Næst á dagskrá er að öllum líkindum dpf og egr delete og svo mapp. Sent from my SM-G973F using Tapatalk |
Author: | Johann2326 [ Sat 23. Jan 2021 13:26 ] |
Post subject: | Re: 2006 Bmw 530xd E61 ZJV56 |
Jæja lítið update. Það skrölti alltaf í einhverju bakvið sílsaplastið v/m þegar tónlist var spiluð hátt. Hljómaði eins og 97 corolla með bassakassa. Kippti sílsaplastinu af og fann þessa plast tappa sem voru rifnir og skröltu í sílsanum sjálfum. Skellti nýjum gúmmítöppum í þetta sem pössuðu, hreinsaði yfirborðsryðið sem var byrjað að myndast á 2 stöðum. Sprautaði svo fluid film yfir allan sílsan og inní hann. ![]() Skipti um fremri spindilkúlu h/m framan, skipti um sömu kúlu v/m þegar ég keypti bílinn. Kjánamistök að hafa ekki skipt um báðu megin þá. Eins og sést þá þarf mikið ofbeldi og hita til að ná þessum kúlum úr nafinu. Auðvitað var keypt original kúla. Vil helst ekki gera þetta aftur ![]() ![]() Skellti nýjum þokuljósum í bílinn að framan báðu megin, spegillinn í hinum var ónýtur og þau lýstu ekki neitt. Setti led perur í þau í leiðinni uppá að hafa sama lit í öllu. ![]() Kíkti síðan prufuhring á þingvallavatn, alltaf jafn fallegt þarna. ![]() ![]() Næst á dagskrá er að kaupa nýtt downpipe með engri sótsíu Er búinn að panta egr delete og fékk nýjar klemmur og pakkningu sem tengist downpipe. Allt oem að sjálfsögðu, kostar slikk á schmiedmann. |
Author: | Johann2326 [ Sat 17. Apr 2021 10:55 ] |
Post subject: | Re: 2006 Bmw 530xd E61 ZJV56 |
Skipti út led angel eyes perunum fyrir original gult. Kemur miklu betur út að mínu mati. ![]() ![]() ![]() ![]() Á síðan von á stórri sendingu vonandi í næstu viku, svo fer bíllinn í sprautun í maí. Sent from my SM-G780F using Tapatalk |
Author: | Mazi! [ Sat 17. Apr 2021 21:27 ] |
Post subject: | Re: 2006 Bmw 530xd E61 ZJV56 |
Smekksmaður!! ég hef aldrei þolað þegar menn setja einhverjar svona bláhvítar perur í stöðuljósin á E39,E60,E65 ofl ![]() þetta á að vera svona gulhvítt! |
Author: | Johann2326 [ Sat 01. May 2021 15:43 ] |
Post subject: | Re: 2006 Bmw 530xd E61 ZJV56 |
Keypti 535d dælur og kjamma. Fékk þetta kappakstursrautt þannig þetta fór beint í sandblástursgræjuna og var sprautað original grátt. ![]() Svo kom Stóri pakkinn svo það var farið í það að henda þessu í. ![]() Þetta er hæðin að framan fyrir ![]() Úr með gamla ónýta dótið ![]() Og í með nýja dótið með lækkunargormum ![]() Úr með 'gömlu' 530d bremsurnar ![]() Og í með nýju 535d bremsurnar ![]() Ágætis bolt in upgrade ![]() Hérna er síðan hæðin á honum eftir, mun líklegast lækka aðeins í viðbót en er mjög sáttur með þetta eins og hann er ![]() ![]() Sent from my SM-G780F using Tapatalk |
Author: | Johann2326 [ Sat 22. May 2021 14:35 ] |
Post subject: | Re: 2006 Bmw 530xd E61 ZJV56 |
Sótsían var alveg á síðustu metrum, brenndi úr á hverjum degi nánast svo fór í það að fjarlæga þennan búnað. Skildi hvarfan eftir uppá mengun og skoðun. Fjarlægði egr systemið í leiðinni þar sem ventillinn var að stríða öðru hverju. Fór með hann í endurforritun eftir þetta, á víst að vera 280hp 600nm. Virkar allavega miklu betur og tekur betur við gjöf. Allt í allt, mikið skemmtilegri. Fór síðan í sprautun, var komið aðeins yfirborðsryð í afturbrettin sem þurfti að stoppa strax, lét mála afturbrettin b/m og framstuðaran ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Kom vel út að mínu mati, þá er hann bara klár í sumarið Sent from my SM-G780F using Tapatalk |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |