bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
’99 Z3 Coupé (ME-157) https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=70190 |
Page 1 of 2 |
Author: | AFS [ Fri 09. Oct 2020 15:22 ] |
Post subject: | ’99 Z3 Coupé (ME-157) |
Keypti þennan á dögunum Klárlega einn af þessum bílum sem mig hefur dreymt um að eignast einn daginn svo ég ákvað að kýla á það bara. 1999 Z3 Coupe 2.8L ekinn 174þ/km M52TUB28 Double Vanos 193HP 5 gíra beinskiptur 3.15 Torsen LSD drif KW Variant 1 Coilover Leðraðir sport stólar e46 M3 stýri Topplúga Bíllinn hefur klárlega séð betri daga svo það er ekkert annað í stöðunni en að kippa því í liðinn. ![]() ![]() ![]() ![]() Fór sama kvöld og ég keypti hann og keypti LM Technik felgur sem Aron Emil var að selja, og svo rakleiðis uppí skúr hjá F2 og skrúfaði coiloverið niður og felgurnar undir. Nýmálaðar og aldrei notaðar eftir málun. Miðjurnar eru til ehv staðar, á eftir að fá þær í hendurnar. 17x8,5 að framan 17x10 aftan ![]() ![]() ![]() ![]() Það þarf ekki mikið til að þetta lúkki ![]() ![]() ![]() Næsta á dagskrá var þrif ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Guð minn góður hvað hann er flottur, hrikalega ánægður með hann ![]() ![]() ![]() ![]() Elskum græna miða ![]() ![]() ![]() Þvílíkur munur á honum ![]() Ég keyrði hann lítið eftir að ég keypti hann, fékk hann á þriðjudegi og hann var farinn í geymslu á föstudegi ![]() ![]() ![]() Sæki hann þegar fer að vora. Framtíðarplön: Nýjar plötur og rammar Oem húddmerki og skottmerki Ég er kominn með Z3M-Stuðara sem ég fékk hjá Skúla, stuðarinn á bílnum er gjörsamlega búinn á því OEM framljós Það þarf að laga bensínmæli Laga hurðaspjald og bílstjórarúðu, hreyfist ekki Það verður gaman næsta sumar! |
Author: | bimmer [ Sat 10. Oct 2020 17:40 ] |
Post subject: | Re: ’99 Z3 Coupé (ME-157) |
Flottur og til hamingju! |
Author: | AFS [ Sun 11. Oct 2020 21:33 ] |
Post subject: | Re: ’99 Z3 Coupé (ME-157) |
bimmer wrote: Flottur og til hamingju! Takk! |
Author: | Mazi! [ Wed 14. Oct 2020 08:55 ] |
Post subject: | Re: ’99 Z3 Coupé (ME-157) |
Verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér! |
Author: | Kristofer [ Fri 16. Oct 2020 11:41 ] |
Post subject: | Re: ’99 Z3 Coupé (ME-157) |
Það verður mjög gaman að sjá þennan næsta sumar ![]() |
Author: | AFS [ Sat 14. Nov 2020 22:57 ] |
Post subject: | Re: ’99 Z3 Coupé (ME-157) |
Fékk smá Schmiedmann pakka ![]() ![]() Ehv smotterý -Takki til að færa sæti - Breakpad wear sensor framan og aftan + festingar (leiðindaljós í mælaborðinu) - Net í M-stuðarann - Númerabrakket ![]() Spennandi! ![]() ![]() ![]() Það þarf að laga hann aðeins og sprauta, græja það þegar ég sæki bílinn í geymslu ![]() Hlakka mikið til að setja hann á, M-stuðarinn er svo miklu flottari! ![]() ![]() ![]() Þarf svo að græja OEM framljós, ég gjörsamlega hata ljósin sem eru á honum |
Author: | Mazi! [ Thu 19. Nov 2020 08:25 ] |
Post subject: | Re: ’99 Z3 Coupé (ME-157) |
Verður sturlaður með þessum stuðara! Hvaða fjöðrun er í honum ? |
Author: | AFS [ Thu 19. Nov 2020 10:52 ] |
Post subject: | Re: ’99 Z3 Coupé (ME-157) |
Mazi! wrote: Verður sturlaður með þessum stuðara! Hvaða fjöðrun er í honum ? Það er í honum KW Variante 1. ![]() |
Author: | Mazi! [ Thu 19. Nov 2020 11:05 ] |
Post subject: | Re: ’99 Z3 Coupé (ME-157) |
AFS wrote: Mazi! wrote: Verður sturlaður með þessum stuðara! Hvaða fjöðrun er í honum ? Það er í honum KW Variante 1. ![]() Já það stendur þarna efst víst ![]() en þá ertu allavega vel settur með fjöðrun, KW kerfin eru geðveikt góð |
Author: | AFS [ Thu 19. Nov 2020 11:56 ] |
Post subject: | Re: ’99 Z3 Coupé (ME-157) |
Mazi! wrote: AFS wrote: Mazi! wrote: Verður sturlaður með þessum stuðara! Hvaða fjöðrun er í honum ? Það er í honum KW Variante 1. ![]() Já það stendur þarna efst víst ![]() en þá ertu allavega vel settur með fjöðrun, KW kerfin eru geðveikt góð Já, virðist vera flott kerfi ![]() |
Author: | AFS [ Mon 23. Aug 2021 00:50 ] |
Post subject: | Re: ’99 Z3 Coupé (ME-157) |
Jæja, hér kemur smá sumar uppgjör. Ég sæki bílinn í geymslu 17. Apríl Flottur félagsskapur ![]() ![]() Kemst ekki yfir það hvað þetta er flott! ![]() Fór svo með hann í skoðun. ![]() Fékk 22 miða. ![]() Coupe x2 ![]() Tók smá photoshoot ![]() ![]() ![]() Eldfjall! ![]() Myndataka með Grétari vini mínum. Myndir sem komu virkilega vel út ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Hafði aldrei náð að opna skottið, Kiddi vinur minnn sagði að þetta væri þekkt vandamál á saab-num hjá sér. Hann lamdi á læsinguna innanfrá og viti menn.. hlerinn opnaðist ![]() Skipt um rifna inntakshosu ![]() Ákvað svo að setja M-stuðarann á hann, svo ég reif gamla af honum ![]() Testfit ![]() Kominn á ![]() ![]() Samanburðarmynd, hér sést hvað upprunalegi stuðarinn var gjörsamlega búinn á því. ![]() Var svo að díla við víbring við gjöf svo ég ákvað að skipta um drifskaptsupphengju og guibo. Ég var ekki að nenna að keyra bílinn á bíladaga svoleiðis svo ég dreif mig í því að skipta um það. ![]() Gamalt og lúið ![]() Smá stærðarmunur haha ![]() Græjaði svo ný dekk hringinn og svo var lagt af stað á bíladaga. Lögðum af stað 17. Júní og komum við á samgöngusafninu Stóragerði í 17. Júní kaffi. Hér koma nokkrar myndir frá bíladögum. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Bíladagar voru þó stuttir hjá mér í ár því ég keyrði svo heim á föstudeginum 18. Júní því ég var að útskrifast úr HÍ deginum eftir. Ákvað að skella mér í útilegu á bílnum eina helgina og skellti á hann boxi. Kærastan hafði ekki mikla trú á bílnum en þetta hafðist! ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Kippti boxinu af og lét bróðir minn fá það. Hann fór svo í hringferð með það og lyklana af þakbogunum svo þeir voru á í smá tíma. Vigtaði hann af gamni. ![]() ![]() Braut óvart farþegaspegilinn þegar ég var að fitta boxinu á hann... Reddaði öðrum spegli og fékk hann frá Zed III Gömlu voru ljótir og ógeðslegir hvort sem er, svo ég var ekki svo pirraður. Furðuleg vírun haha ![]() ![]() "Nýi" kominn á ![]() ![]() Kominn langt frá því sem hann var þegar ég kaupi hann. ![]() Myndir frá picstop. ![]() Svo var farið í smá meiri vitleysiskap ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Erfitt að eiga svona lágan bíl ![]() ![]() Furðulegur svona á oem felgunum ![]() ![]() ![]() Kominn á hvíldarstaðinn sinn ![]() Búinn að taka hann af númerum þetta árið þar vegna flutninga erlendis. Ákvað að ég ætla að láta hann standa á 16" felgunum í vetur þar sem að ég get ekki fylgst með honum og það er fremur auðvelt að komast inn í kjallarann. Overall er ég hrikalega ánægður með bílinn. Notaði hann daily í sumar og keyrði um 4500km. Hlakka til að koma heim næsta sumar og halda áfram að keyra hann og gera betri ![]() |
Author: | AFS [ Mon 05. Dec 2022 20:14 ] |
Post subject: | Re: ’99 Z3 Coupé (ME-157) |
Held hér áfram að documenta my ownership af Z3 Coupe. Það var þó lítið sem gerðist þetta árið þar sem ég bý í Kaupmannahöfn, en ég stökk heim í viku og skellti bílnum á númer. ![]() Bíllinn sóttur, mega rykugur. ![]() Felgum skellt undir ![]() Quick wash og út að keyra. ![]() Við Kiddi vinur minn mössuðum bílinn eitt kvöldið ![]() ![]() ![]() Kom alveg virkilega vel út! Svo þann 25. Ágúst hélt ég bílahitting, við hittumst hjá Perlunni og keyrðum svo saman uppí heiðmörk þar sem við grilluðum og héldum smá stemningu. Flott mæting af allskonar flottum bílum ![]() Hér kemur myndaflóð. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Overall alveg virkilega vel heppnað og ótrúlega gaman að hitta vini mína og bílast aðeins. ![]() ![]() Svo fór hann aftur á sinn stað þar sem hann bíður eftir að ég komi aftur heim. ![]() |
Author: | AFS [ Sun 08. Jan 2023 13:29 ] |
Post subject: | Re: ’99 Z3 Coupé (ME-157) |
Jæja, áfram gakk ![]() Fann þessi oem ljós til sölu í Danmörku og ákvað að kaupa. Mig hefur langað í oem ljós frá því að ég keypti hann. Seljandinn var að skella sömu ljótu kínaljósum í sinn og ég er með í mínum, ég er persónulega ekki aðdáandi. ![]() Fékk hliðarstefnuljós og þessa púða með í kaupæti. ![]() Þvílíkt rats nest þessi ljós sem voru í honum, búið að skítamixa þau í. Brotin tengi límd saman og fleira skemmtilegt. Eitthvað sem ég kíki á og laga betur við tækifæri. Ljós sem eru búin að vera í bílnum síðan ehv tímann fyrir 2010. ![]() Almost. ![]() Komið í og þvílíkur munur. Finnst eins og að bíllinn hafi fengið augun sín aftur. ![]() ![]() ![]() ![]() Ég viðurkenni að ég var alveg smá sceptical á að þetta myndi koma vel út en sé svo sannarlega ekki eftir þessu núna. Ég reif svo rauðu filmuna af afturljósnunum svo hann verður amber hringinn eins og er. Aldrei að vita nema ég filmi aftur. Ég er orðinn alveg helvíti sáttur með hann ![]() |
Author: | bimmer [ Tue 10. Jan 2023 16:36 ] |
Post subject: | Re: ’99 Z3 Coupé (ME-157) |
Flottur! |
Author: | rockstone [ Tue 13. Jun 2023 22:20 ] |
Post subject: | Re: ’99 Z3 Coupé (ME-157) |
Allt annað með OEM ljós! |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |