bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 28. Nov 2021 10:48

All times are UTC
Post new topic Reply to topic  [ 34 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Mon 28. Sep 2020 13:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
Þetta mun byrja sem bara vélarverkefni því ég á ekki E30 og mun ekki eignast svoleiðis alveg strax.
Þangað til ætla ég bara að smíða undir þetta vélardyno setup sem ég get svo notað fyrir fleiri vélarverkefni seinna meir. Því hverjum vantar ekki að eiga fleiri dyno bekki!
Ég er búinn að vera gæla við Compound bensín verkefni í 10ár núna.

Verkefnið sjálft:
Verkfræðilegt challenge í raun, taka eitthvað sem er eldri enn við flestir og fá það til að skila sama eða betra hestaflabandi heldur enn öflugasta NA BMW götubíla vélin.
Semsagt V10 hestafla kúrvan frá 2500-8000rpm mun verða M10 hestaflakúrva frá 1875-6000, semsagt ef X ásinn er ekki rpm heldur % af max RPM vélarinnar þá væru kúrvurnar alveg eins.
Á sama tíma ætla ég ekki að skipta um ás, stækka port, eða skipta um soggrein. Bara ná þessu með nóg af boosti. Þegar þetta prof of concept er klárað þá er sýnilegt hvernig er hægt að fimmfalda hestöfl í öllum vélum gefið að innvols þoli það án þess að skipta um ása, porta etc og tapa low end togi.

Image

Þetta er svo powerbandið á M10 ef hún á að skila því sama og ef max power verður við 6000rpm sem er óljóst eins og er, enn original max power í M10 væri um 5800rpm

Image

Nú væri ekkert svakalegt mál að ná 510hö úr M10, sérstaklega ef manni er alveg sama um low end snúnings svæðið og hvað þá ef maður myndi setja stóran ás t.d þá bara trukka inná þetta cirka 2.5bar . Enn þar sem að venjuleg M10 er bara að framleiða um 100hö þá er mjög langt þaðan í 510hö, eða 5.1 sinnum. Þar sem að vélin sjálf er að taka inn um 20% af 500hö loftinu þá þarf að trukka inn restinni. 5.1-1=4.1bar boost til að ná max powerinu. Ég geri mjög passlega ráð fyrir því að VE á vélinni breytist uppá við og því verði þetta 3.x Bar boost
Til að ná low end toginu upp til að ná að framleiða powerið á lágmarks snúning þá þarf hellings boost þar líka eða um 2.8-3.0bar boost því það þarf að pumpa upp togið í 550Nm í cirka 2500rpm.

Önnur atriði : því ofar sem max powerið fæst því minna þarf þá í raun að leggja á toglega séð á lægri snúning, enn það verður aldrei minna enn 2bör boost í lágum snúning. Og því í botni aldrei minna enn 2bör boost yfir snúnings bandið sama hvað.

Vélarbreytingar :
Sterkari stangir , stock skilst mér eiga til að bogna við 500Nm í M10 og þetta verður meira enn 600nm
Stærri gengjur í blokk fyrir sverari studda til að halda heddinu á
Sterkari heddpakkning
Olíu stimpla sprautun ef það er ekki original (líklega ekki original)
Öflugara kælikerfi, mögulega external vatns dæla t.d, thermostatið er external þannig að það má vera, þá líka stærri vatnskassi og mjög mjög öflug vifta á hann
Ef ég fer í gegnum blokkir of hratt þá girdle og mögulega einhver góð útfærsla á main caps.


Turbo kerfið
Eftir að hafa eytt þó nokkrum tíma í að skoða þetta þá er ýmislegt á hreinu. Það er á allann hátt engin leið að gera þetta með einni túrbínu sama hvaða túrbína það væri eða tækni hún myndi hafa og ég myndi ekki vera eyða tíma í eitthvað hliðtengt kerfi eins og RX7 var með t.d og fleiri. Þannig að compound kerfi er eina lausnin og ég ætla ekki að skrúfa á þetta supercharger!

Ég hef valið Mini 1.6 turbo sem minni túrbínuna hún er nógu lítil að ég ætti að geta komið henni af stað á lágum snúning og HX40 sem stærri túrbínuna.
Til að koma þeim báðum af stað þá verður svona fyrir framan inlet á túrbinu flangs til að helminga A/R og því keyra compressor hjólið af stað betur. Þetta verður svo tjúnað til að skila variable A/R

Image

Það telur þá 2 wastegates sem þarf að stjórna.

Hérna er svo mynd af compound kerfi

Image

Loftið byrjar á að fara í gegnum stærra compressor hjólið og ferðast svo inní minna compressor hjólið, fer svo ofan í vélina, afgasið fer þá í gegnum minna hjólið/wastegate og yfir í stærra hjólið/wastegate og þaðan í pústið. Við erum þá komnir í minnst 4 wastegates sem þarf að stjórna. Gæti verið 2x 60mm gates til að bypassa þægilega framhjá littlu túrbinunni.

Áður enn er spurt
Q : Snýst ekki minni túrbínan of hratt?
A : Nei því hún þarf líka orku til að þjappa sem í gegnum compressorinn hennar fer og því þarf hún að draga orku úr pústinu líka, fyrir utan að vera með wastegate

Q : Hvernig kemst allt þetta loft inní littla compressorinn?
A : Það er náttúrulega búið að þjappa loftinu saman og því mun loftið komast inní minni

Q : verður loftið ekki alveg sturlað heitt?
A : Jú ef það væri ekki intercooler/ar eða vökva kæling (water/meth) þá værum við að tala um cirka 250C° að þjappa lofti í um 4bör.

Q : Hvernig virkar boost framleiðsla í compound kerfi?
A : Þegar maður blæs 1bar í venjulegu kerfi þá er maður að tvöfalda andrúmsloft þrýstinginn , semsagt 2:1 þjöppun, ef þú tekur 2:1 þjöppun og setur í gegnum 2:1 þjöppun aftur þá ertu kominn í 2*2=4 þjöppun , eða 4:1 þjöppun, þetta er þá 3bar boost. Hvor compressor er því að skila af sér "1bar boost" enn út kemur 3bar boost. Til að fá 4bör boost þá er hægt að keyra minni túrbínuna á 2:1 og þá þarf 2.5:1 / "1.5bar boost" á stærri compressornum (2.5*2=5, 5-1=4bar boost)

Intercooler kerfi
Þetta er pínu á floti eins og er, enn það verður kælt á milli compressora og svo aftur eftir minni compressorinn, það verður líka kælt með vatni og mögulega methanol ef það verður þurfi á því.
Hvort það verði 2x air2air kælar eða 2x water2air eða mix á eftir að koma í ljós. Það verður svo eitt wastegate notað sem antisurge bleed ventill ef það kemur til að verða þurfi fyrir lág snúnings boostið og því komnir uppí 5-6 wg sem þarf að stjórna.

Bensín kerfi:
Þetta er bara 500hö heildar þannig að það er í raun ekkert svakalegt sem þarf enn gæti samt farið í 8 bensín spíssa ef það gæti hjalpað að sporna við knocki.
Ágætis séns að það þurfi methanol líka til að sporna við knocki og í raun þá myndi það boosta upp powerið eitt og sér, enn það verður last resort.
Aral 102 bensín verður notað sem base bensínið

Kveikju kerfi :
líklega LS1 kefli og stuttir kveikjuþræðir.
60-2 trigger framan á vélinni og einn cam sync

Tölvukerfi :
VEMS V4
Sem keyrir þá rafmagns gjöf því það er árið 2020(líklega 2024-2025 þegar þetta kemst í bíl), 6x wastegate solenoids, water/meth solenoid/s og dælu, það verður þá power by speed control(wheel torque control) líka svo maður sé ekki mökkandi of mikið. EGT per cylinder, knock control, og svo framvegis. Fullt fullt af hitaskynjurum og þrýstings skynjurum.

Og allt hitt sem standalones tölvur gera.Gírkassi :
Það eina sem er búið að kaupa er M30B35 gírkassi úr E32 sem ég fékk á góðum díl.

Fleiri Q/A

Q : Hvernig er vélin að fara þola 4bör?
A : 4bör boost er í raun röng mæling á hvað vélin þolir, Það er til nóg af 4cyl vélum sem þola togið sem þessi vél þarf að þola, hvað þá 4cyl vélar sem skila 283hö/líter. Menn væru ekki eins smeykir við svona tog / hö tölur ef þetta væri með stórum ás, soggrein og allt það og keyra eina HX40 til að fá 500hö. Gefið að það verði hægt að kæla loftið niður almennilega þá verður næstum enginn munur á loftinu sem fer framhjá inntaks ventli og ef það væri minna boost og meira cam duration etc. Aðal lykillinn er að viðhalda góðum bruna og ekki lenda í knock eða pre ignition og þar kemur water injection inn sem verður alveg hellingur af á mörgum stöðum í kerfinu og svo við inntaks portin.

Q : Bakþrýstingur
A : Það verður hellingur, enn ætti að vera hægt að lágmarka hann með því að keyra stóru túrbínuna harðar þegar þarf mikið loftflæði heldur enn að keyra littlu of hart. HX40 getur alveg skilað 3.5:1 þjöppun án þess að vera reyna of mikið.

Tvö aðal atriðin í þessu er kæling á blokkinni sjálfri og svo loftinu sem fer inn, M10 blokkir þola lætin sjálf enn myndu líklega ekki þola svona mikla hitaframleiðslu.

Hestöfl og tog í hjólin , Boost í börum
Image

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 28. Sep 2020 14:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 17. Apr 2008 23:20
Posts: 5213
Location: HérogÞarogAllstaðar
verður svakalegt

Sent from my SM-A515F using Tapatalk

_________________
BMW E30 316i 1988

ROCKSTONE DAY PROJECTS ON YOUTUBE


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 28. Sep 2020 14:26 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 16. Apr 2007 00:27
Posts: 6730
það verður gaman að fylgjast með þessu!

Geggjað!

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 28. Sep 2020 20:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15868
Location: Reykjavík
Verður áhugavert að fylgjast með þessu!

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 29. Sep 2020 11:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15708
Location: Luxembourg
spennandi dæmi,

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 29. Sep 2020 15:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jul 2005 09:43
Posts: 3885
Location: Bíldudalur
Spennandi. Verður gaman að fá að fylgjast með.

_________________
BMW E46 ///M3 04.2003
Land Rover Discovery 3 04.2007
Ski Doo Summit X 800 151" - 2006
5xE30,E32,E34,4xE36,E39,E53 - Seldir


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 30. Sep 2020 12:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
Loggaði mig inn í fyrsta skipti í mörg ár til að kommenta :lol:


Þetta verður forvitnilegt, vonandi tekur þú þetta upp á video þegar þú ferð að tjúnna á bekknum 8)p.s flashback dauðans að skrifa hérna

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 30. Sep 2020 12:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15868
Location: Reykjavík
Einarsss wrote:
p.s flashback dauðans að skrifa hérna


p.s.s þú þarft að laga undirskriftina.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 30. Sep 2020 12:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
bimmer wrote:
Einarsss wrote:
p.s flashback dauðans að skrifa hérna


p.s.s þú þarft að laga undirskriftina.Fixed!

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 30. Sep 2020 12:26 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 16. Apr 2007 00:27
Posts: 6730
Einarsss wrote:
bimmer wrote:
Einarsss wrote:
p.s flashback dauðans að skrifa hérna


p.s.s þú þarft að laga undirskriftina.Fixed!


Gaman að sjá þig hér aftur!

ég gróf upp avatarinn þinn og lagaði hann :)

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 30. Sep 2020 12:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
Mazi! wrote:
Einarsss wrote:
bimmer wrote:
Einarsss wrote:
p.s flashback dauðans að skrifa hérna


p.s.s þú þarft að laga undirskriftina.Fixed!


Gaman að sjá þig hér aftur!

ég gróf upp avatarinn þinn og lagaði hann :)Djöfull ertu klikkaður! :D

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 01. Oct 2020 22:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 14. Dec 2005 19:56
Posts: 9115
Location: Breiðholt, Reykjavík
Muna svo bara að dæla inn myndum og texta með eftir nennu þó svo það sé bara eitthvað smátt. :D

_________________
Axel Jóhann Helgason. S. 695-7205


E34 Touring
Musso 2.9TDi

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 14. Oct 2020 08:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
Búinn að kaupa tvær vélar
Blöndungs og efi vél, Blöndungs er meira uppá að eiga aukahluti.


Mjög bráðlega að fara byrja á því að búa til vélar dynoinn sem ég er búinn að vera velta fyrir mér allt árið hvernig er best að gera. Enn þarf að búa til vélar dolly fyrst sem m10 vélin fer svo á sem boltast á dyno rammann, sem verður að vera all adjustable til að geta sett hvaða vél sem er á, svipað og dynojet
Svo standsetja dynoinn með m10 vél og standalone installi og NA tjuningu. Leika sér með 4 EGT

Verður ekkert turbo dót fyrr enn á næsta ári.
Image

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 26. Oct 2020 16:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
Þá byrjar þetta.

Fyrst er að taka í burtu það sem verður ekki notað á næstunni eða aftur, eins og lausgangs ventillinn og auka spissinn. Svo líka olíu öndun eins og hún er núna.

Svo a sama tíma að byrja mæla fyrir nýju velarloomi, sem verður þá með c101 svo hægt sé að setja í bíl seinna.

Þetta er dót eins og DBW, 4x Kefli, 4x spissar, crank skynjari, cam skynjari svona til að byrja með allaveganna.

Læt startarann sitja þarna svo maður fari ekki að reyna fitta einhverju auka dóti a leiðinni og lenda svo í þvi að eiga ekki pláss seinna!

Ég ætla að runna þetta na fyrst bara til að standsetja vélar dynoinn. ImageImageImage

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 27. Oct 2020 09:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 17. Apr 2008 23:20
Posts: 5213
Location: HérogÞarogAllstaðar
Henduru ekki í youtube vlog?

Sent from my SM-A515F using Tapatalk

_________________
BMW E30 316i 1988

ROCKSTONE DAY PROJECTS ON YOUTUBE


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 34 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group