bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E30 1990 M50B25 - Kominn í lag BLS:7
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=70187
Page 5 of 8

Author:  Mazi! [ Wed 03. Nov 2021 00:10 ]
Post subject:  Re: E30 316i 1990 - BSK swap BLS:4

Fékk þennan ágæta M50B25 Vanos motor úr 525IX bíl hjá Sæma
Eins og sést er alveg smá verk fyrir höndum, það þarf að endurnýja, þrífa og laga allskonar hluti á þessum motor en hann er í góðu lagi.

Image


Byrjaði á að redda E30 véla rafkerfis plöggi til að víra upp M50 rafkerfið fyrir e30

Image


Sleit rafkerfið af mótornum, það er innbyggt sjálfskipti loom í þessu og allskonar auka vírar sem ég klippti alla burt

Image

Image


E30 pluggið komið á loomið

Image


Til að koma M50 ofaní e30 þarf minni brake booster, keypti þennan sem kemur úr Porsche 944

Image


944 booster VS orginal e30 booster

Image


Kominn í bílinn

Image


Þar sem þetta er IX motor þarf að Skipta um, pönnu, pickup ofl

Image

Image


Einnig er tölvan sem fylgdi mótornum EWS læst svo ég keypti þessa RED LABEL sem er laus við EWS

Image


Sá að hún hefur einhverntímann verið opnuð svo ég ákvað að opna hana og skoða, þá kom í ljós að búið er að setja eitthvað aftermarket tuning chip í hana,,, það er eflaust bara fínt,, kannski hærra rev og eitthvað

Image

Þessi motor er auðvitað gamall og margt komið á tíma keypti því allskonar dót og drasl sem mig fannst ástæða til að endurnýja

Ventlalokspakkning
Þéttingar um ventlaloks rær
Olíutappi
Viftureim
Olíusíur 3stk
Vatnslás
Vatnsdæla
Pakkning á spjaldhús
soggreina pakkningar
Sveifaráslega (pilot bearing)
Sveifaráspakkdós að fr.
Sveifaráspakkdóst að aft.
Púst pakkningar neðan á greinar
6stk Kerti
Bosch súrefnisskynjari
Viftureimastrekkjari
Strekkjarahjól
Leiðarahjól
Pakkning á bakvið olíusíuhús
Vatnshæðanemi í forðabúr
Viftukúpling
Neðri vatnskassahosa
Efri vatnskassahosa
Smellur í fanshroud
Kælivatnshita skynjari
pústgreinapakkningar
Vatnskassi
Pústgreina rær
Pústgreina stöddar
Trissuhjól á vatnsdælu
6stk ný háspennu kefli
6stk Kertaþráða stykki neðan á háspennukefli
Inntakshosa
hosa í hægagangsventil efri
hosa í hægagangsventil neðri
Tappi á kælivatnsforðabúr
Kvarðarör
Kvarði
Flywheel boltar
Ireland Engineering pólý mótorpúðar
Ireland Engineering pólý gírkassapúðar
6cyl mælaborðs kubbur
4stk lok í plöst á ventlalok
Vatnsláshús
ventlaloks rær

blablabla er sennilega að gleyma helling....

Image

Image

Image

Image

Image


byrjaði á að slíta IX pönnuna af ásamt pickup ofl og setja venjulega e34 pönnu, pickup ofl.

Image


Tók ventlalokið af og hreinsaði það með öllum sterkustu efnum sem ég fann og það var vægast sagt samt ógeðslega ljótt svo ég fór með það í pólí húðun

Image

Image


Ventlalokið komið á ásamt nýjum kertum, nýjum orginal háspennukeflum, vatnsláshúsi, vatnsdælu, vatnsdælu trissu ofl ofl…

Image


Þessar ryðguðu orginal pústgreinar eru ógeð,, ég varð að gera eitthvað í því svo ég keypti þessar Equal length stainless flækjur

Image

Image

Image


Sandblés olíusíu húsið, lét snitta fyrir olíuhitaskynjara og málaði það.

Image

Image


Nýr viftureimastrekkjari, strekkjarahjól og leiðahjól komið á

Image


Næsta skref var að slíta þessa ömurlegu M40 hækju úr

Image

Image

Image

Image


Vélarsalurinn var mjög skítugur,, djöflaðist og hamaðist á honum með allskonar hreinsiefnum og þetta er mun betra

Image

Image


Mótorinn að bíða, kominn með gírkassa og nánast klár ofaní

Image


Aron Jarl smíðaði þessa motor arma fyrir mig, kosturinn við þá er að mótorinn kemst mun aftar en með e36 örmum eins og flestir nota,, einnig notar maður bara venjulega M20 mótorpúða með þessu,, en í mínu tilfelli notast ég við M20 Poly motor og gírkassa púða frá Ireland engineering

Image

Image


Nýtt oem fanshroud til að hafa þetta almennilegt

Image


Nýtt dipstick og rör

Image


frostlögur auðvitað og olía,, ætla að starta upp á þessari olíu og Skipta fljótt aftur, því mótorinn er búinn að standa ógangsettur í nokkur ár

Image


Ofaní með draslið

Image

Image

Fanshroud, viftukúpling, vatnskassi, hosur allt nýtt og smell passar

Image


Bíllinn er hrokkinn í gang og motor malar ljúft, en það er samt nóg eftir að gera!

Klára hinn og þennan frágang á rafkerfi, smíða pústkerfi ofl! Það kemur í næsta update seinna.

Author:  jens [ Thu 04. Nov 2021 08:54 ]
Post subject:  Re: E30 M50B25 1990 - M50 Swap BLS:5

Þetta er metnaður eins og alltaf hjá þér, þetta verður eitthvað 8)

Author:  Mazi! [ Sat 27. Nov 2021 20:51 ]
Post subject:  Re: E30 1990 M50B25 - M50 Swap BLS:5

Keypti slöngurnar nýjar fyrir ventlaloks öndunina

Image


Svo keypti ég þessa hlíf nýja sem kemur bara í e30 m3 til að hafa vélarsalinn aðeins snyrtilegri

Image


Kemur helvíti vel út,, þarf eiginlega að splæsa í hlífina þarna við hliðina á líka nýja núna :?

Image


Þá er allt klárt í vélarsal og vel frágengið, það eina sem er mökk ljótt er þessi rauða loftsía,, (henni verður skipt út seinna)

Image

Image


Nú er M50 6cyl svo ég pantaði þennan kubb í mælaborðið sem er fyrir 6cyl mótor og 8000RPM mælaborð til að hafa snúningsmælinn réttan

Image


Kubburinn kominn í, olíuhitamælir tengdur og speed signal tengt úr mælaborði yfir í vélartölvu

Image


Svo var ég svo heppinn að vinna í Facebook leik hjá Valhalla Design sem tekur að sér alla bílabólstrun, þeir tóku Mtech-1 stýrið mitt í gegn
var orðið ansi snjáð og ljótt

Image


:drool: :drool: :drool:

Image

Image

Image

Image

Image


Tók svo ljóta gúmmí harmonikku handbremsu pokann úr og skipti honum út fyrir leður

Image

Image

Image


Svo kom þessi skemmtilegi pakki frá Úkraínu

Image


Í honum voru þessi MHW replica afturljós

Image

Image


Þreif fölsin vel áður en ég setti þau í

Image

Image

Image

Image


Nú bíður bíllinn bara eftir rest af efni til að smíða pústið sem verður ryðfrítt alla leið og tig soðið

Image

Author:  JOGA [ Sat 27. Nov 2021 21:09 ]
Post subject:  Re: E30 1990 M50B25 - M50 Swap BLS:5

Virkilega vandað og flott að sjá

Sent from my SM-G996B using Tapatalk

Author:  Kristjan [ Tue 30. Nov 2021 21:21 ]
Post subject:  Re: E30 1990 M50B25 - M50 Swap BLS:5

Virkilega flott og þetta stýri er ekkert smá vel gert.

Author:  Mazi! [ Tue 07. Dec 2021 19:16 ]
Post subject:  Re: E30 1990 M50B25 - M50 Swap BLS:5

Þá er það púst smíði, ákvað að það verði alveg ryðfrítt allaleið og 3" svert sem er vissulega overkill fyrir N/A M50B25
en ég nenni ekki að þurfa henda pústkerfinu í ruslið þegar ég dett á hausinn einn daginn og túrbóa þetta dót :lol:


Nýjar OEM púst upphengjur

Image


Nýr súrefnisskynjari frá Bosch, ryðfrí weld on ró fyrir súrefnisskynjara, boltar í flangs og koparlásrær

Image


Ryðfrítt "Y" pipe til að sameina frá flækjum í single 3"

Image


Lét laser skera út pústflangsa úr ryðfríu efni

Image


Súrefnisskynjarinn, ryðfrí 3" V-band klemma og flangsar

Image


2.25" og 3" rör og beygjur allt ryðfrítt auðvitað

Image


Vibrant 1047 endakútur með 3" Inlet og 2x 3.5" outlet ryðfrír

Image

Image

Image

Image


Vibrant 1142 miðjukútur 3" inn og út ryðfrír,, beið eftir honum í margar vikur útaf backorder úti
því miður náði Nói kisinn minn ekki að skoða hann líka því hann lést úr veikindum í millitíðinni :(

Image


Flott stöff :drool:

Image


Smíðin byrjuð, mesti hausverkurinn var að smíða þetta "Y" stykki frá flækjum og í 3",, endalaust af beygjum og frekar lítið pláss

Image

Image


"Y" stykkið klárt í að verða heilsoðið (tig soðið)

Image

Image


"Y" pipe klárt og róin fyrir súrefnisskynjarann líka

Image


Þá tók við 3" smíðin

Image

Image


Þá er þetta klárt í að verða heilsoðið, verður tig soðið með bakgasi

Image

Image

Image


Vignir og Árni félagar mínir eiga allan heiður af þessari frábæru smíði,, gott að eiga góða og klára vini!

Næsta update verður ísetning á þessu ásamt soundclip :) :burnout:

Author:  JOGA [ Tue 07. Dec 2021 20:31 ]
Post subject:  Re: E30 1990 M50B25 - M50 Swap BLS:5

Vel gert!
Virkilega flott.

Hlakka til að sjá meira

Sent from my SM-G996B using Tapatalk

Author:  Mazi! [ Tue 14. Dec 2021 21:37 ]
Post subject:  Re: E30 1990 M50B25 - M50 Swap BLS:5

Keypti þessa loftsíu sem er mun skárri útlitslega séð en þessi rauða ricer sía

Image

Image

Image


Mun betra!

Image

Image


Pústið klárt!

Image

Image

Image


Komið undir bílinn

Image


Súrefnisskynjari á sínum stað

Image

Image


Tók vídeó af hljóðinu, mjög sáttur með soundið, verður gaman að heyra þetta utandyra samt (glimur í öllu þarna inni)



Nú má bara fara koma sumar! :argh:

Author:  jens [ Wed 15. Dec 2021 07:45 ]
Post subject:  Re: E30 1990 M50B25 - M50 Swap BLS:5

Verulegur metnaður 8)

Author:  bimmer [ Wed 15. Dec 2021 09:05 ]
Post subject:  Re: E30 1990 M50B25 - M50 Swap BLS:5

Frábært! :thup:

Author:  gulli [ Tue 21. Dec 2021 16:41 ]
Post subject:  Re: E30 1990 M50B25 - M50 Swap BLS:5

Geggjaður 8)

Author:  Mazi! [ Tue 04. Jan 2022 23:31 ]
Post subject:  Re: E30 1990 M50B25 - M50 Swap BLS:5

Tók smá prufurúnt á bílnum um daginn þegar veðrið var þokkalegt og hljóðið er alveg geggjað!
hinsvegar ákvað ég að prófa fíflast aðeins í einu hringtorgi og þá bara sveik helvítis læsta drifið alltaf :evil:


ég gat ekki haft drifið svona lélegt svo ég keypti upptektar sett í læsinguna frá racingdiffs,, fór í Stage 1 breytingu sem breytir læsingu úr 25% í 40%

Image


Við Árni slitum drifið strax undan

Image


Þreif þetta með alskonar sterkum efnum og djöflaðist á þessu með vírbusta áður en drifið var tekið í sundur

Image


Byrjað að tæta

Image


Þetta klárt í sandblástur

Image


Svo fór læsingin í sundur

Image


Hér má sjá afhverju drifið var að svíkja, diskarnir handónýtir

Image


Nýju diskarnir sem eru 3stk í staðinn fyrir 2 sem eru orginal

Image

Image


Læsingin komin saman

Image


næsta skref er að mála húsið til að gera þetta aðeins fínna

Image

Image

Image

Image


Lokið og smáhlutir komið úr blæstri

Image


Til að lokið haldist fínt ákvað ég að glæra yfir það eftir blásturinn

Image

Image


Þá er þetta klárt

Image

Image

Image


Drifið fer hinsvegar ekki beint í bílinn heldur upp í hillu, því framundan eru miklar framkvæmdir undir bílnum,
er að fara taka subframe og allt undan bílnum að aftan ásamt fjöðrun ofl. :mrgreen: (setja alvöru ///hjólabúnað í hann) :thup:

Author:  jens [ Wed 05. Jan 2022 14:14 ]
Post subject:  Re: E30 1990 M50B25 - M50 Swap BLS:5

Flott vinna á þessu hjá þér eins og venjulega 8)

Author:  Mazi! [ Sat 15. Jan 2022 01:11 ]
Post subject:  Re: E30 1990 M50B25 - M50 Swap BLS:5

Þá byrjar en annar kaflinn,, seldi Borbet A felgurnar því framundan er E30 M3 5lug swap $$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$ :bawl:

Bíllinn stendur eins og er á bara einhverju felgu drasli þangað til byrjað verður að rífa allt undan og skipta út,,

Image


Þetta er dýrasta og flottasta leiðin til að fara í 5lug swap í e30 (það er ekki spurning) en vegna þess hef ég verið að safna saman dóti sem þarf til að klára þetta í marga mánuði
en nú er ég kominn með flest það mikilvægasta í þetta verkefni sem byrjar á E30 M3 KW Variant 1 fjöðrunarkerfi sem KW umboðið á íslandi (Massabón) græjuðu heim fyrir mig á frábæru verði

Image

Image

Image

Image

Image


Svo er ég með hér:

E30 M3 höbba að aftan b/m
E30 M3 Rykhlífar að aftan b/m
E30 M3 Bremsukjamma að aftan b/m
E30 M3 Klossa og þreifara að aftan
eitthvað drasl í handbremsuna ofl

Image

Image

Image


Tók svo 95a pólífóðringa kit frá Garagistic í allan bílinn

Image


Svona afþví ég var kominn með drifið uppí hillu og þessar fóðringar komnar ákvað ég að installa driffóðringunni til að byrja á þessu aðeins :mrgreen:

Image

Image

Image

Image


Eins og sjá má er fullt að drasli komið í þetta en mig vantar líka helling af smádóti áður en ég byrja.

Author:  bimmer [ Sat 15. Jan 2022 14:53 ]
Post subject:  Re: E30 1990 M50B25 - E30 M3 5LUG swap BLS:5

Geggjað.

En af hverju poly?

Page 5 of 8 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/