Fékk þennan ágæta M50B25 Vanos motor úr 525IX bíl hjá Sæma
Eins og sést er alveg smá verk fyrir höndum, það þarf að endurnýja, þrífa og laga allskonar hluti á þessum motor en hann er í góðu lagi.

Byrjaði á að redda E30 véla rafkerfis plöggi til að víra upp M50 rafkerfið fyrir e30

Sleit rafkerfið af mótornum, það er innbyggt sjálfskipti loom í þessu og allskonar auka vírar sem ég klippti alla burt


E30 pluggið komið á loomið

Til að koma M50 ofaní e30 þarf minni brake booster, keypti þennan sem kemur úr Porsche 944

944 booster VS orginal e30 booster

Kominn í bílinn

Þar sem þetta er IX motor þarf að Skipta um, pönnu, pickup ofl


Einnig er tölvan sem fylgdi mótornum EWS læst svo ég keypti þessa RED LABEL sem er laus við EWS

Sá að hún hefur einhverntímann verið opnuð svo ég ákvað að opna hana og skoða, þá kom í ljós að búið er að setja eitthvað aftermarket tuning chip í hana,,, það er eflaust bara fínt,, kannski hærra rev og eitthvað

Þessi motor er auðvitað gamall og margt komið á tíma keypti því allskonar dót og drasl sem mig fannst ástæða til að endurnýja
Ventlalokspakkning
Þéttingar um ventlaloks rær
Olíutappi
Viftureim
Olíusíur 3stk
Vatnslás
Vatnsdæla
Pakkning á spjaldhús
soggreina pakkningar
Sveifaráslega (pilot bearing)
Sveifaráspakkdós að fr.
Sveifaráspakkdóst að aft.
Púst pakkningar neðan á greinar
6stk Kerti
Bosch súrefnisskynjari
Viftureimastrekkjari
Strekkjarahjól
Leiðarahjól
Pakkning á bakvið olíusíuhús
Vatnshæðanemi í forðabúr
Viftukúpling
Neðri vatnskassahosa
Efri vatnskassahosa
Smellur í fanshroud
Kælivatnshita skynjari
pústgreinapakkningar
Vatnskassi
Pústgreina rær
Pústgreina stöddar
Trissuhjól á vatnsdælu
6stk ný háspennu kefli
6stk Kertaþráða stykki neðan á háspennukefli
Inntakshosa
hosa í hægagangsventil efri
hosa í hægagangsventil neðri
Tappi á kælivatnsforðabúr
Kvarðarör
Kvarði
Flywheel boltar
Ireland Engineering pólý mótorpúðar
Ireland Engineering pólý gírkassapúðar
6cyl mælaborðs kubbur
4stk lok í plöst á ventlalok
Vatnsláshús
ventlaloks rær
blablabla er sennilega að gleyma helling....





byrjaði á að slíta IX pönnuna af ásamt pickup ofl og setja venjulega e34 pönnu, pickup ofl.

Tók ventlalokið af og hreinsaði það með öllum sterkustu efnum sem ég fann og það var vægast sagt samt ógeðslega ljótt svo ég fór með það í pólí húðun


Ventlalokið komið á ásamt nýjum kertum, nýjum orginal háspennukeflum, vatnsláshúsi, vatnsdælu, vatnsdælu trissu ofl ofl…

Þessar ryðguðu orginal pústgreinar eru ógeð,, ég varð að gera eitthvað í því svo ég keypti þessar Equal length stainless flækjur



Sandblés olíusíu húsið, lét snitta fyrir olíuhitaskynjara og málaði það.


Nýr viftureimastrekkjari, strekkjarahjól og leiðahjól komið á

Næsta skref var að slíta þessa ömurlegu M40 hækju úr




Vélarsalurinn var mjög skítugur,, djöflaðist og hamaðist á honum með allskonar hreinsiefnum og þetta er mun betra


Mótorinn að bíða, kominn með gírkassa og nánast klár ofaní

Aron Jarl smíðaði þessa motor arma fyrir mig, kosturinn við þá er að mótorinn kemst mun aftar en með e36 örmum eins og flestir nota,, einnig notar maður bara venjulega M20 mótorpúða með þessu,, en í mínu tilfelli notast ég við M20 Poly motor og gírkassa púða frá Ireland engineering


Nýtt oem fanshroud til að hafa þetta almennilegt

Nýtt dipstick og rör

frostlögur auðvitað og olía,, ætla að starta upp á þessari olíu og Skipta fljótt aftur, því mótorinn er búinn að standa ógangsettur í nokkur ár

Ofaní með draslið


Fanshroud, viftukúpling, vatnskassi, hosur allt nýtt og smell passar

Bíllinn er hrokkinn í gang og motor malar ljúft, en það er samt nóg eftir að gera!
Klára hinn og þennan frágang á rafkerfi, smíða pústkerfi ofl! Það kemur í næsta update seinna.