bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E30 318i"S" Cabrio [SS-K26]
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=70173
Page 4 of 4

Author:  Kristofer [ Mon 24. Aug 2020 18:50 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318i"S" Cabrio [SS-K26]

Mazi! wrote:
Geggjað!


hvar keyptir þú þessa kúta ?

Fékk þetta allt frá summit, fínasta verð á þessu og bara rétt um viku að koma til mín

Author:  Kristofer [ Mon 07. Sep 2020 13:50 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318i"S" Cabrio [SS-K26]

Skellti honum uppá lyftu til að byrja á pústinu
Gamla kerfið rifið úr, orðið alveg frekar slæmt :shock:
Image
Image

Author:  Kristofer [ Mon 07. Sep 2020 13:59 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318i"S" Cabrio [SS-K26]

Næsta dag byrjuðum við á að koma öllu fyrir og punkta það upp
Image
Image
Image

Minnkuðum endakútsfestinguna til þess að geta notað upprunalegu festingarnar, þar sem nýji kúturinn er töluvert minni en upprunalegi

Image

Author:  Kristofer [ Mon 07. Sep 2020 14:12 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318i"S" Cabrio [SS-K26]

Og á þriðja degi var allt dæmið klárað :D

Miðjan klár, ásamt frampartinum

Image
Image
Image
Image

Hérna sést svo í festinguna fyrir framan subframe-ið

Image

Og svo loks afturendinn

Image

Kerfið í heild sinni, hefði aldrei getað smíðað þetta án hjálp góðra vina og fjölskyldumeðlima

Image

Author:  Mazi! [ Mon 07. Sep 2020 17:37 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318i"S" Cabrio [SS-K26]

Þetta er geggjað flott!


er þetta 2,5" svert ?



komdu með soundclip :)

Author:  Kristofer [ Mon 07. Sep 2020 21:22 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318i"S" Cabrio [SS-K26]

Mazi! wrote:
Þetta er geggjað flott!


er þetta 2,5" svert ?



komdu með soundclip :)

Já, mikið rétt

Soundclip kemur við fyrsta tækifæri! :D

Author:  rockstone [ Tue 29. Sep 2020 18:43 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318i"S" Cabrio [SS-K26]

Flott kerfi! 8)

Author:  Kristofer [ Fri 16. Oct 2020 12:09 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318i"S" Cabrio [SS-K26]

rockstone wrote:
Flott kerfi! 8)

Takk fyrir það! Er mjög sáttur við útkomuna, sérstaklega þar við erum algjörir amatörar í pústsmíðum :lol:

Author:  Kristofer [ Fri 16. Oct 2020 12:29 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318i"S" Cabrio [SS-K26]

Gerði vel við bílinn og verslaði undir hann ný dekk, fór frá 205/55R15 niður í 205/50.
Finnst það koma mun betur út, sérstaklega að framan,
síðan fer ég mögulega í aðeins stærra lip að framan næsta sumar (hálf tomma eða svo) ef peningurinn fer ekki í eitthvað annað

Image
Image
Image

Nokkrum dögum eftir dekkjaskiptin fór ég á honum norður til Akureyrar, til þess að koma honum í geymslu
Tók Hvalfjörðinn í leiðinni til þess að geta prófað þessi dekk almennilega 8)

Image
Image

Author:  Kristofer [ Thu 11. Feb 2021 17:38 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318i"S" Cabrio [SS-K26]

Smá update

Þar sem drifið í honum er með leiðindar hljóð í pinionlegu, vantaði mig nýtt drif (var ekki alveg að nenna taka 168mm opið drif í gegn)
Fannst þetta kjörið tækifæri til þess að uppfæra drifið í bílnum, þannig 188mm með Torsen læsingu varð fyrir valinu, með 4.10 hlutfall vs 4.27 í gamla
Það kom í dag frá Bandaríkjunum, læt nokkrar myndir fylgja.
Það verður aðeins tekið það í gegn útlitslega fyrir sumarið og mjög líklega fengnir stöddar í það
Keypti að auki BBS skottlip á hann 8)

Image
Image
Image
Image
Image

Author:  Mazi! [ Fri 12. Feb 2021 10:09 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318i"S" Cabrio [SS-K26]

Þrusu töff spoiler, fékkstu hann hér heima ? :o

Author:  Kristofer [ Fri 12. Feb 2021 22:23 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318i"S" Cabrio [SS-K26]

Já Skúli partasali var búinn að vera með hann í svakalega langann tíma, fékk hann á góða verðinu
Það verður spennandi að sjá hann á bílnum

Page 4 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/