bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 28. Mar 2024 08:21

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 11 posts ] 
Author Message
PostPosted: Tue 28. Jan 2020 04:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
BMW E46 330i
Image


Make BMW Kraftur great again!

Langar að sýna ykkur annan af BMW-unum mínum.

Um er að ræða 2001 árgerð af E46 330i, sjálfskiptum.
Bíllinn er original M-Tech 2, með sportsætum umvafin svörtu leðri og með þykka M-tech stýrið.
Þetta er original pre-facelift. Kemur út úr verksmiðjunni í lok júlí 2001, eða einum mánuði áður en facelift byrjar á þessum bílum.
Allt saman í bílnum er þar af leiðandi í sama spec og facelift, nema útlitið - en ég kippti því í liðinn.

En hér er ferlið á þessum bíl frá því að ég kaupi hann:

Nóvember 2017 - Kaupi bílinn
Ég keypti bílinn af Skúla Rúnari Partout. Þetta er einn af þeim heppnu sem voru of góður til þess að rífa í varahluti.
Myndir frá því að ég kaupi hann:

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Þrátt fyrir að vera of góður í rif, þá var hann ekki alveg 100%, eins og gefur að skilja fyrir 16 ára gamlan bíl sem er að detta í 200þús km.
Það helsta var að lakkið á húddinu var mjög illa farið og farin að bólgna upp samskeytin fremst ofan við framljósin vegna ryðmyndunar.
Framljósin sjálf voru alveg einstaklega mött líka.
Beygla á hægri afturhurð og rúðuupphalarinn óvirkur þar.

Þetta er nú ekki langur listi fyrir þetta gamlan bíl.
Ég notaði bílinn ekki mikið þennan vetur heldur fór með hann nánast strax í geymslu.

Maí 2018 - Sóttur úr geymslu

Sótti hann úr geymslu, en notaði hann lítið sem ekki neitt þetta ár þar sem ég átti á þeim tíma annan E46 sem ég var að leika mér að henda peningum í.
Sá bíll er efni í annan þráð, en ég nenni ekki að búa hann til þar sem ég er búinn að selja hann.
Það er original beinskiptur 320i M54 (mjög fáir 320i með M54 komu til landsins). M54 útgáfan af 320i er 2,2 og 170 hestöfl í staðin fyrir 2,0 og 150 hestöfl sem hefðbundinn 320i er.
Einnig eru beinskiptu 320i M54 bílarnir einu 320i sem fá stærra, 188mm, drifið. Hlutföllinn í því eru þau sömu og í sjálfskiptum 330i, það er ss. sama drif í beinskiptum 320i M54 og er í sjálfskiptum 330i. En aðrir input og output flangsar.
Ég breytti þeim bíl í 330i með hlutum sem ég tók úr tjónuðum 330iA Touring sem ég keypti. Færði á milli vélina, bremsurnar, öxlana og trailing armana að aftan, til að koma 330i bremsunum fyrir þar.
Setti á þann bíl original M-tech 2 stuðara að framan og aftan sem ég keypti af manni sem var að rífa M-tech 2 318i.
Hér er mynd af báðum bílunum saman, eina myndin sem ég tók af svarta bílnum árið 2018:

Image

Febrúar 2019 - Ný gler (plöst) á framljósin, facelift donor bíll keyptur

Einhverntíman árið 2018 hafði ég keypt ný cover á framljósin. Þetta voru bara kína cover sem kostuðu klink, en munurinn á ljósunum var alveg gígantískur. Þau fóru úr því að líta út fyrir að vera ónýt, í að líta út fyrir að vera glæný:

Image

Image

Image

Image

(Ég skipti b/m, bara gleymdi að taka mynd þegar ég kláraði)

Þremur dögum eftir að ég lagaði ljósin, fann ég til sölu bilaðan 318i facelift í sama lit með gott lakk og ekkert ryð og ákvað að kaupa hann til að taka af honum framendan fyrir facelift swap á 330i.

Image

Mars 2019 - uppgerð á framljósum

Ég hafði einhverntíman í millitíðinni keypt 320d partabíl sem var facelift og með original Bi-Xenon framljósum. Á sama tíma átti ég 320d með samskonar ljósum en lýsingin á þeim var alveg glötuð, svo ég Googlaði þetta og komst að því að endurspeglandi húðin innaní projectornum brennur með tímanum sem minnkar lýsinguna á ljósunum alveg töluvert. Til að lenda ekki í þessu með auka ljósin sem ég átti þá ákvað ég að kaupa nýja projectora fyrir þau og skipta um.

Ég var líka búinn að sjá myndband hjá Bergsteini (Rocky) þar sem hann setti Hella Dark style krossa í framljósin á halogen ljósum hjá sér og fékk þá hugmynd; ég vildi búa til ljós sem væru eins nálægt því að vera Hella Dark E30/2/4 replicur og ég gat, ss. með projectorum með svörtu cowli og krossum fyrir háu geyslana.

Þannig ég bjó til akkúrat þannig þegar ég skipti um projectorana:

Image

Image

Image

Image

Image

Er mjög ánægður með útkomuna, og líka sáttur með að hafa ákveðið að fara ekki í Angel eyes með þessu.

Maí 2019 - Nýjar felgur

Til að fullkomna facelift M-tech 2 lookið þá vantaði mér 18" staggered Style 135 felgur undir bílinn. Þannig ég pantaði svoleiðis að utan, ný uppgerðar.

Image

Image

Image

Þær looka dökkar á myndinni, en þarna var ég nýbúinn að setja þær undir og ekki búinn að keyra bílinn í nokkra mánuði. Þegar ég bremsaði þá skaust óhemju magn af bremsuryki á felgurnar og gerði þær nánast svartar á núll-einni.

Ég keypti ný Vredestein dekk á þær hjá BJB, 235/40R18 að framan og 265/35R18 að aftan (minnir mig, gætu hafa verið 45 prófill að framan og 40 að aftan). Original stærðirnar voru ekki til, en þetta slapp.

Júní 2019 - Facelfit

Helgina fyrir bíladaga byrjaði ég á að skipta um framendan á bílnum og facelifta hann. Ég tók í leiðinni númeraljósalistann frá partabílnum og hægri afturhurðina og færði high-gloss shadowline listana á milli (M-tech 2 only). Fyrstu tvær myndirnar eru af partabílnum.

Image

Image

Image

Image

Image

Allur framendinn af partabílnum fór á 330i, nema framstuðarinn. Afturljósin úr partabílnum fóru á hann og svo ljósatölvan (fyrir afturljósin).
Listi yfir það sem þurfti að gera til að gera þetta rétt, annað en að færa hlutina á milli:

*Klippa á og lengja í leiðslunum fyrir stefnuljósin á frambrettunum. Þau eru töluvert neðar á pre-facelift og rafkerfið kemur út úr body-inu á öðrum stað og nær ekki í stefnuljósin án breytinga.
*Kaupa nýjar slidera fyrir framstuðarann (Ekki nauðsyn, en best fyrir 100% fitment). Það eru spes plast gaurar sem stuðarinn rennur uppá sem er bara fyrir M-Tech facelift. Venjulegur facelift stuðari notast ekki við svona slidera heldur er hann smelltur á brettið, á meðan M-Tech (1 og 2) notast við pre-facelift leiðina til að lína við brettið. M-tech plöstin fyrir facelift eru frábrugðin að því leitinu að það er auka gaur sem fer í stýringu á brettinu, og ef þau eru keypt og notuð er getur stuðarinn ekki línað vitlaust við brettin.
*Klippa á og lóða í facelift tengi í afturljósin - þetta er mjög einfalt þar sem allar leiðslur eru eins á litin þó að tengið sé öðruvísi.
*Skipta um ljósatölvu (þetta þarf fyrir facelift afturljósin).
*Leggja tvær leiðslur úr ljósatölvu yfir í afturljósin - þetta þarf ef maður vill losna við villumeldingu á sprungna peru að aftan. Það er hægt að sleppa þessu og lifa með villunni, en þá þarf að leggja leiðslu á milli ljósanna á skotthleranum, þar sem facelift ljós eru með stöðuljós á hleranum líka. Það á að vera hægt að kóða út checkið á perum þannig að villurnar hverfi, en ég hef ekki prófað það.
*Láta kóða ljósatölvuna fyrir Xenon ljósin. Ef þetta er ekki gert, þá virka ljósin þegar það er svissað á bílinn, en það koma villur um sprungnar perur. Einnig þegar bíllinn er settur í gang þá blikka framljósin stöðugt, þannig þetta er möst fyrir Xenon upgrade ef maður notar original Xenon ljós.
*Láta kóða ljósatölvuna við bílinn, samstilla VIN númer og km stöðu. Þetta er aðeins nauðsynlegt ef maður notar ljósatölvu úr öðrum bíl.

Það sem kom mér skemmtilega á óvart eftir þetta er að mislitunin á hlutunum af hinum bílnum var engin, þannig ég þurfti ekki að láta mála neitt af þessu eins og ég hafði gert ráð fyrir.

Júní 2019 - Bíladagar

Auðvitað fór maður síðan á Bíladaga á bílnum, ekki annað hægt eftir alla þessa vinnu!

Hér eru myndir þaðan:

Image

Image

Image

Image

Image

Núna er bíllinn undir ábreiðu í geymslu og verður það í óákveðinn tíma. Það er ekki á döfinni að taka hann úr geymslu á næstunni. Frekar að leyfa svona 100% ryðlausu eintaki að vera 100% ryðlaust í mörg ár í viðbót!

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 28. Jan 2020 13:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15938
Location: Reykjavík
Vel gert!

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 28. Jan 2020 18:36 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Danni wrote:
Make BMW Kraftur great again!


Image

:lol: :lol: :lol:

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 28. Jan 2020 22:11 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 16. Apr 2007 00:27
Posts: 6764
Djöfull koma þessi framljós vel út! :o :D

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 28. Jan 2020 22:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jul 2005 09:43
Posts: 3886
Location: Bíldudalur
Glæsilegur bíll og flott samantekt.


Sent from my SM-G955F using Tapatalk

_________________
BMW E46 ///M3 04.2003
Land Rover Discovery 3 04.2007
Ski Doo Summit X 800 151" - 2006
5xE30,E32,E34,4xE36,E39,E53 - Seldir


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 29. Jan 2020 17:20 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 24. Jul 2009 02:25
Posts: 82
Rosalega vel heppnaður bíll virkilega flottur

Sent from my SM-G973F using Tapatalk

_________________
Friðrik.E
BMW E34 540i/6 93'
BMW E53 X5 3.0d 01'
Toyota Corolla 1.8 4wd 95'
Kia Ceed 1.6 CRDI 17'
Tóti wrote:
Jæja frekjan þín

~120 í þriðja
~170 í fjórða
~205 í fimmta

Steinþegiðu svo.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 29. Jan 2020 20:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 17. Apr 2008 23:20
Posts: 5217
Location: HérogÞarogAllstaðar
Mjög flottur hjá þér :thup:

_________________
BMW E30 316i 1988

ROCKSTONE DAY PROJECTS ON YOUTUBE


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 30. Jan 2020 07:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
E46 er meiriháttar cruiser finnst mér, ég gæti ekki átt stærri bíl sjálfur því mér finnst E46 nógu stórt nú þegar. Enn eftir að hafa átt 2 x 330d, 323i, 320i og núna 325i þá er þetta helvíti fínir daily og ekki er það verra með svona fínum 330i.

Ljósin koma mega vel út finnst mér!

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 30. Jan 2020 15:51 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 16. Apr 2007 00:27
Posts: 6764
gstuning wrote:
E46 er meiriháttar cruiser finnst mér, ég gæti ekki átt stærri bíl sjálfur því mér finnst E46 nógu stórt nú þegar. Enn eftir að hafa átt 2 x 330d, 323i, 320i og núna 325i þá er þetta helvíti fínir daily og ekki er það verra með svona fínum 330i.

Ljósin koma mega vel út finnst mér!




E46 eru ótrúlega góðir bílar, klárlega einn af betri þristum sem hafa verið framleiddir! (allavega finnst mér það)

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 31. Jan 2020 05:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15738
Location: Luxembourg
Þetta er frábært project!

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 19. Apr 2020 16:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8503
Location: 101 RVK
Alltaf 100% dæmi hjá Danna, verulega eigulegur 330.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 11 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 70 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group