bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 19. Mar 2024 09:53

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 
Author Message
PostPosted: Wed 30. Oct 2019 17:07 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Aug 2009 18:10
Posts: 866
Location: ... á bakvið myndavélina.
Þó það noti enginn Kraftinn af neinu ráði þessa dagana. En það er gaman að skrifa Bílar meðlima þræði af því þeir eru góð heimildaskráning.

Ég semsagt keypti þennan 330i ZHP í fyrra, 10. des '18.

Ég hafði látið mig dreyma um E46 330i daily í nokkur ár, ca. síðan ég fékk bílpróf 2013 hehe.
Hafði lengi hugsað um þennan tiltekna bíl afþví ég man eftir honum frá því að ég var krakki, þegar vinur stóra bróður míns, Jón Árni, jong hér á spjallinu, flutti bílinn inn ca 2006/7.
Bróðir minn hafði oft talað um hann löngu eftir að Jón seldi hann, spurt mig hvort sá bíll fengist ekki keyptur og að ég ætti að reyna að kaupa hann ef ég gæti.
Ég var alveg sammála því, en vissi að þetta væri með flottari 330i sedan bílum hér á landi og það myndi kosta sitt. Hann dúkkaði upp á sölu 1-2x eftir að ég fékk bílpróf, en þá á eitthvað sunnan við 2 milljónir ef ég man rétt.
Ég átti ekki fyrir honum þá, en sá hann annað slagið í umferðinni, og alltaf leit hann jafn vel út. Alltaf original í útliti, og virtist vera í góðu ástandi.

Þá víkur sögunni að því þegar ég var að leita mér að bíl síðasta vetur. Ég átti engan bíl og lítinn pening, búinn að skoða Corollur, Yarisa og þess háttar, sem heimilis- og skólabíl.
Þá spurði pabbi eitt kvöldið, svona hálfshugar, hvort ég gæti ekki fundið einhvern góðan BMW frekar en hitt. Ég mundi þá eftir auglýsingu fyrir þennan bíl síðan í júní 2018, þá auglýstur á yfir milljón og ein myndin í auglýsingunni af rosa ljótu ryði í bílstjórahurðinni.

Ég ákvað samt að heyra í gæjanum og sjá hvað hann segði, hvort hann væri enn til og hvort ég mætti skoða. Jújú, hann enn til og verðið umsemjanlegt, þar sem hann hafði verið lengi á sölu.

Ég bruna beint til Njarðvíkur að skoða bílinn, númerslausan inni í skúr hjá þáverandi eiganda. Um leið og ég labba inn fer hakan í gólfið, þar sem hann leit betur út en nokkur E46 sem ég mundi eftir. (óuppgerður þeas.)
Jújú, komið smá ryð í hjólbogana og eitthvað, en hafði verið samviskusamlega blettaður og við haldinn þannig það var ekkert alvarlegt.
Ég kíkti í bílstjórahurðina og jú, ljótt ryð, en ekki jafn deadly og það lúkkaði á myndinni, en það hefur sennilega verið fælingarmáttur, afþví ég spurði strákinn hvort einhver hefði komið að skoða bílinn síðan hann setti auglýsinguna inn hálfu ári, og það hafði enginn gert. :shock:

Þá kíkti ég í hanskahólfið, þar var 100% útfyllt smurbók, sem og bunki af viðhaldsnótum. Einnig fann ég þar reikning fyrir því þegar einn eigandinn keypti og setti glænýja Quiafe læsingu í bílinn, fyrir rétt um 300 þúsund. :mrgreen:

Ég fór heim til að sofa á þessu, iðandi í skinninu yfir því hvað mig langaði í hann. Daginn eftir sendi ég á seljandann að ég vildi kaupa bílinn, og við gengum frá því síðar um kvöldið.

Nú er hann búinn að slá persónulegt met hjá mér í bílaeign, þar sem ég er að nálgast 11 mánuði á sama bílnum, og hvergi nærri því að selja hann.

Ég er hæstánægður með bílinn, ég held ég geti sagt þetta besta bíl sem ég hafi nokkurntíma átt.
Gallarnir eru helst að hann er sjálfskiptur, eyðir 13-14 innanbæjar og er smá prímadonna, minnir budduna á sig reglulega. :lol:

En þetta er semsagt 2005 330i ameríkutýpa með ZHP pakkanum. Í honum er helst:
- M-Tech II kit að utan
- Staggered 18" Style 135 felgur
- Svartur headliner og sportsæti
- Knastásar og vélartölva aðeins sprækari en original, 10 hp aflmeiri og redline í 6800 rpm (vs. OE 6500 rpm)
- Annað drifhlutfall, rauðar nálar í mælaborði og eitthvað fleira smotterí.

Hann er keyrður ca. 89 þús mílur í dag, eða 143 þús km, og á ég ca 15 þús af þessum km.

Ég er búinn að gera eitt og annað síðan ég keypti hann, aðallega viðhald;
- Ventlalokspakkningu
- Olíusíuhúspakkningu
- Einhverjar trissur og strekkjara
- Ný drifskaftsupphengja, drifskaft ballanserað, nýr guibo og nýr OEM drifskaftsliður.
- Spyrnur og fóðringar hér og þar.
- Nýtt footrest með ///M málmplötu, í staðinn fyrir brotna original plast footrestið. OEM
- Nýtt net í framstuðarann OEM
- Númeraljósapanell nýr OEM
- Nýr ABS skynjari h/m aftan
- Ný bremsurör b/m aftan
- Miðjuhljóðkúturinn (sá minnsti) fjarlægður og sett rör í staðinn.

En líka eitthvað kosmetískt;
- Glær stefnuljós hringinn
- Setti aftur krómnýru, þar sem það var búið að mála original nýrun svört. :thdown:
- Píanósvarta innréttingalista (í staðinn fyrir original black cube trim)
- AUX tengi í OE útvarpið

Svo er ég búinn að bletta í ryð hér og þar, massa bílinn og svo auðvitað bóna margoft. 8)

Draumarnir eru:
- Swappa í 6 gíra beinskipt (way down the road, er í skóla núna)
- Aðeins agressívari felgur.
- Kannski lip á framstuðarann, veit ekki alveg samt.
- Örlítil lækkun, bara smekklega, ekkert mikið.
- Margmiðlunarskjár í staðinn fyrir original Business CD headunitið.

Hérna er svo myndaflóð!

Svona stendur hann þegar ég skoða hann í upphafi:
Image

Image

Image

Búinn að sækja hann, fyrsta bensínstopp á leið heim!
Image

Fyrsti þvottur
Image

Image

Jólagjafainnkaup í frostinu
Image

Mössun, leðurhreinsun og áburð, detail og bón.
Image

Image

Image

Ready eftir detailing!
Image

Fljótur að verða skítugur aftur.
Image

Prófaði að tengja relay-ið fyrir angel eyes sem voru í honum. Lúkkaði helvíti töff, en einn spennirinn virtist ónýtur þannig ég aftengdi þau bara aftur.
Image

Í snjónum
Image

Hann þjónaði okkur í nokkrum Cold Start tökum, þ.á.m. þegar við skoðuðum þennan M3 Supercharged, og gaf litli bróðir M3 start. 8)
Image

Afturljósin mössuð
Image

Image

Þurfti að láta rétta eina afturfelguna, sem var skökk þegar ég fékk hann, þannig hann var svona í viku. :bawl:
Image

Þessi er tekin á hitting í sumar.
Image

Hreinn og gott veður
Image

Svo komu HVÍT STEFNULJÓS
Image

Image

Hann heimsótti hina Bimmana uppi á aksturbraut, ég tók hring á þessum græna, beinskiptur 330i með soðið drif, bara gaman.
Image

Fórum á honum vestur á Ísafjörð, þá kom cruise control og Harman Kardon að virkilega góðum notum.
Image

Image

Blettað í afturbrettið, klassískt.
Image

Fyrst stuðarinn var tekinn af, var auðvitað háþrýstiþvegið undir honum.
Image

Búið að ryðvarnargrunna, og lakka yfir.
Image


Svona lítur hann út í dag
Image

Image

Ásamt M3 hans Jóns Garðars, JOGA.
Image

Fyrir/eftir píanólista:
ImageImage

Miklu meiri dýpt svona:
Image

_________________
’14 Volkswagen Golf GTD
'97 BMW E36 323i M-Tech - Coupe


Seldur:
'05 BMW E46 330i ///ZHP - Sedan


EMILK | facebook


Last edited by Emil Örn on Tue 12. Nov 2019 18:00, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 06. Nov 2019 16:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 14. Dec 2005 19:56
Posts: 9115
Location: Breiðholt, Reykjavík
:thup: flottur

_________________
Axel Jóhann Helgason. S. 695-7205


E34 Touring
Musso 2.9TDi

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 09. Nov 2019 00:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5952
Location: Akranes
Flottur bíll

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 12. Nov 2019 17:58 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Aug 2009 18:10
Posts: 866
Location: ... á bakvið myndavélina.
Kominn á vetrarfelgurnar, 17" original E90 felgur á nagladekkjum. Finnst þetta koma nokkuð snyrtilega út.

Image

_________________
’14 Volkswagen Golf GTD
'97 BMW E36 323i M-Tech - Coupe


Seldur:
'05 BMW E46 330i ///ZHP - Sedan


EMILK | facebook


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 21. Nov 2019 10:27 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Aug 2009 18:10
Posts: 866
Location: ... á bakvið myndavélina.
Bræðurnir 8) 8)

Image

_________________
’14 Volkswagen Golf GTD
'97 BMW E36 323i M-Tech - Coupe


Seldur:
'05 BMW E46 330i ///ZHP - Sedan


EMILK | facebook


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 22. Nov 2019 22:50 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Tue 07. Feb 2012 21:53
Posts: 166
Geggjaður :thup:

_________________
_________________
’99 Z3 Coupé (ME-157)

AFS Media | Facebook | Instagram | Youtube
Cold Start | Facebook | Instagram | Youtube

Einusinni var
(OU-325) E46 318i 2000 M-tech 1
(TV-646) E46 320D Touring 2003 M-tech 2
(SK-075) E90 325xi 2006
(DO-658) E46 330i M-tech 2 swap bíll
(LD-007) E39 530d 2000


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 15 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group