Keypti mér í byrjun September 730d e65 bíl sem er þokkalega vel búinn
Mjög góður bíll en þó nokkur smá atreði sem máttu betur fara sem ég er meira og né minna búinn að laga
svona var hann þegar ég fæ hann,, á mjög ljótum 20" BBS RS2 felgum, mislitað Xenon, dauð stöðuljós,, lakkið matt og rispað ofl ofl af smá atreðum


Byrjuðum á því að taka FULL service á bílinn OFL,, allt sem notað var er OEM BMW
1. Skipt um olíu og olíusíu á vél
2. Skipt um eldsneytissíu
3. Skipt um frjókornasíur
4. Skipt um vökva og síu á sjálfskiptingu
5. Skipt um kælivökva á vél
6. Skipt um bremsuvökva
7. Skipt um EGR vatnslás
8. Skipt um úti hitanema
9. Nýr lykill og lykilblað
10. keypti tappana sem fara í 12v tengin aftur í,, (þá vantaði)
11. Skipt um báðar aðalljósa xenon perur (Osram $$$$)
12. Skipta um báðar stöðuljósaperur að framan (OEM gulu perurnar ekki eitthvað hvítt ógeð)
Fékk einnig félaga minn til að taka allt lakkið í gegn, var allur massaður og framljósin líka tekin í gegn (vöru mött)





Svo hefur einhver aulinn sem hefur átt bílinn verið að spara voðalega í að kaupa sér rétta stærð af dekkjum undir bílinn
og eyðilagt innrabrettið í bílnum v/m vegna þess,, þegar ég fæ bílinn er hann á 275/40R20 að framan

sem er kolvitlaust og alltof stórt....

Keypti nýtt og skipti um það

Svo brotnaði framrúðan í bílnum,,, þá var pöntuð ný OEM BMW framrúða og skipt um hana ásamt þéttikannt

Ég hataði þessar BBS felgur svo mikið að ég keypti 20" Alpina felgur undir bílinn,, þær fóru reyndar bara rétt svo undir og svo aftur undan
enda er kominn vetur



Tók þær undan eiginlega strax til að láta skvera þær frá A-ö og er það í vinnslu..
en þá vantaði vetrarfelgur,, ég keypti OEM BMW Style 93 Felgur af félaga mínum sem eru orginal e65 felgur,,
vildi alvuru dekk og varð Nokian hakkapeliitta negld í drasl og í orginal stærð fyrir valinu


Svo vantaði mottur í bílinn sem er alveg ferlegt, keypti í hann gúmmí mottur

Er mjög ánægður með bílinn kem með meira um hann seinna.