bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW X3 F25 árg. 2015
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=69638
Page 1 of 1

Author:  Spiderman [ Tue 22. Mar 2016 23:16 ]
Post subject:  BMW X3 F25 árg. 2015

Þrátt fyrir að hafa fylgst með þessari síðu nánast daglega sl. 13-14 árin þá hef ég ekki átt BMW í rúm 8 ár.

Ég bætti úr því í síðustu viku.

Fyrir valinu varð BMW X3 Xdrive20d árg. 2015 sem ég keypti af BL.

Bíllinn er 6 gíra beinskiptur og ekinn 5 þús km en BL tóku hann upp í dýrari bíl eftir að fyrsti eigandi hafði notað hann í aðeins 4 mánuði.

Bíllinn er alveg stíflaður af aukahlutum og má í því sambandi t.d. nefna eftirfarandi:

* M sport pakki
* 19 tommu M felgu öppgreid
* Lyklalaust aðgengi
* Nevada leðuráklæði (sportstólar)
* Rafdrifið dráttarbeisli
* Nálgunarvarar að framan og aftan
* Bakkmyndavél
* Svartir þakbogar
* Bílasími
* Panorama glerþak
* Skyggðar afturrúður
* Rafdrifinn mjóbakstuðningur
* Harman Kardon 16 hátalara 600 w hljóðkerfi
* M sportstýri

Ég smellti nokkrum símamyndum af honum í gærkvöldi en pósta betri myndum við tækifæri:

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Author:  Kristjan [ Wed 23. Mar 2016 00:53 ]
Post subject:  Re: BMW X3 F25 árg. 2015

Glæsilegur bíl og þvílíkt hlaðinn. Til hamingju.

Author:  Alpina [ Wed 23. Mar 2016 06:44 ]
Post subject:  Re: BMW X3 F25 árg. 2015

Illa svalt að þetta sé 6g beinskipt 8) 8) 8)

Flottur bíll og til lukku :thup:

Author:  Benzari [ Wed 23. Mar 2016 21:51 ]
Post subject:  Re: BMW X3 F25 árg. 2015

Töff val, giska á mjög góð kaup vegna bsk, seljast ekki svo glatt.
Star Wars Trooper framendinn flottur. :mrgreen:

Author:  Spiderman [ Thu 24. Mar 2016 00:32 ]
Post subject:  Re: BMW X3 F25 árg. 2015

Benzari wrote:
Töff val, giska á mjög góð kaup vegna bsk, seljast ekki svo glatt.


Hárrétt, ég var búinn að hafa augastað á honum í margar vikur vegna 6 gíra kassans en ég lét ekki slag standa fyrr en þeir lækkuðu verðið :wink:

Author:  Angelic0- [ Thu 24. Mar 2016 19:07 ]
Post subject:  Re: BMW X3 F25 árg. 2015

Geggjaður... hefði viljað alveg eins nema skylda að vera með BiXenon eða LaserLight... annars perfect...

Author:  Spiderman [ Fri 25. Mar 2016 20:42 ]
Post subject:  Re: BMW X3 F25 árg. 2015

Angelic0- wrote:
Geggjaður... hefði viljað alveg eins nema skylda að vera með BiXenon eða LaserLight... annars perfect...


Nákvæmlega - miðað við búnaðinn í honum þá skil ég ekki afhverju það hefur ekki verið hakað við xenon :roll:

Author:  JOGA [ Wed 30. Mar 2016 15:01 ]
Post subject:  Re: BMW X3 F25 árg. 2015

Virkilega flottur 8)
Leiðinleg þessi fóbía sem Íslendingar hafa fyrir beinskiptingum nú til dags

Author:  jonthor [ Wed 06. Apr 2016 10:08 ]
Post subject:  Re: BMW X3 F25 árg. 2015

Flottur bíll og skemmtileg samsetning. Til hamingju.

Author:  Zed III [ Wed 06. Apr 2016 15:36 ]
Post subject:  Re: BMW X3 F25 árg. 2015

Ákaflega smekklegur 8) .

Rosalega hefur X3 batnað með tímanum, fyrsta kynslóðinn var með því versta sem BMW hefur sent frá sér.

Author:  thisman [ Fri 29. Apr 2016 19:39 ]
Post subject:  Re: BMW X3 F25 árg. 2015

Spiderman wrote:
Angelic0- wrote:
Geggjaður... hefði viljað alveg eins nema skylda að vera með BiXenon eða LaserLight... annars perfect...


Nákvæmlega - miðað við búnaðinn í honum þá skil ég ekki afhverju það hefur ekki verið hakað við xenon :roll:

Já, svo gjörsamlega óskiljanlegt! Gjörbreytir bílnum að hafa LED/Xenon í þessu og mér finnst bara óþolandi/óskiljanlegt að BMW skuli yfir höfuð bjóða upp á þessa bíla með halogen. En vissulega glæsilegt eintak og til lukku með hann!

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/