Hef loksins ákveðið að henda í smá þráð um bílinn.
Um er að ræða e39 540i '01 sem ég kaupi af bílauppboði króks í byrjun 2013. fólk gæti þekkt þennan sem "PAYDAY"
Keypti hann upprunalega til þess að rífa hann þarsem það var langur listi af hlutum sem þurfti að gera við. En þegar ég fékk hann í hendurnar fannst mér bara að hans tími væri ekki kominn og ákvað því að gera ágjætis verkefni úr honum. Búinn að vera að dunda mér helling í honum seinustu tvo árin og stefni á að hafa hann 100% seinna í sumar!
svona lítur bílinn semsagt út þegar ég fæ hann. Brotinn framstuðari, ryð hér/beyglur hér og þar. ónýt vél og brotið drif svo fátt eitt sé nefnt
Á þessum tíma vissi ég ekki að vélin væri "kapút". Hann semsagt náði að starta en drullaði sér aldrei í gang. Eftir langa bilanaleit með hjálp frá hinum og þessum gafst ég einfaldlega upp og læt flytja hann til eðalbíla í frekari greiningu. Fæ hringingu frá þeim nokkrum dögum eftirá þarsem þeir segja mér að hann hafi hoppað yfir um á tíma og bogið ventil. Þarsem ég var í útlöndum á þessum tíma ákvað ég bara að gefa þeim grænt ljós á að gera við bílinn. Eftir nokkurn tíma fæ ég svo aðra hringingu frá þeim, þá gátu þeir semsagt ekki tímað inn mótorinn fyrir einhverri ástæðu. Ég sagði þeim einfaldlega að stoppa og ætlaði að kíkja á hann sjálfur þegar ég kæmi heim. Fyrsta sem ég geri þegar ég fæ bílinn aftur er að rífa pönnuna undan vélinni. Þar blasti við þykk drulla af einhverju sem var einu sinni olía! Þá kemst ég semsagt aðþví að haugurinn sem átti bílinn hafi sett einhverja kínadrasl síu og svo ekkert smurt bílinn í þó nokkurn tíma. Sían var semsagt kominn í mauk og búin að dreifa sér um allan mótorinn!
Viðurkenni að þarna var freistandi að hætta við en ég var núþegar búinn að borga hellings pening til eðalbíla fyrir "viðgerðina" að ég ákvað einfaldlega að halda áfram með þetta og taka þetta alla leið. Eftir hellings tíma að raða sama lista af varahlutum sem mig vantaði, pantaði ég þá loksins frá Pelicanparts og keypti einnig einhvað úr umboðinu. Ég ásamt vel völdum tókum mótorinn semsagt upp en mótorinn var sendur aftur til eðalbíla til að láta tíma hann inn. Ég er búinn að eyða hellings tíma og ennþá meiri pening í hann en sé ekki eftir neinu í dag, þetta er klárlega einn skemmtilegasti bíll sem ég hef keyrt!
Búinn að taka aðeins saman hvað ég er búinn að gera við hann seinustu tvo ár en er pottþétt að gleyma einhverju:
tók upp vél, eðalbílar sáu um að tíma vélina inn
skipti um balannstangarenda b/m framan
skipti um stýrisstöng og stýrisenda b/m framan
skipti um bremsuþreifara b/m framan
skipti um spyrnur b/m framan
skipti um bremsuslöngur b/m framan
skipti um bremsuslöngur b/m aftan
skipti um hjólalegu að framan og að aftan
skipti um diska/klossa hringinn
Tók upp bremsudælur b/m framan
skipti um fóðringur fyrir spyrnu h/m aftan
skipti um tengi og peru fyrir bremsuljós í afturrúðu
skipti um útihitaskynjara
skipti um vatnslás
lét laga pixla í mælaborðinu
skipti um drif (gamla var brotið) setti nýja olíu á drifið áður en það fór í
skipti um drifskaftsupphengju og lét balanssera drifskaft)
skipti um olíu, pakkningu og síu á sjálfsskiptingu
keypti ný dekk undir m5 felgurnar (245/45 að framan og 275/35 að aftan)
lét filma hann að framan
skipti brotna m5 stuðaranum fyrir heilan
lét sprauta framstuðara, afturstuðara, skottlok, afturbretti v/m, frambretti v/ framan, bílstjórahurð, húdd, efri spoiler, ryðhreynsa bílinn
skipti um skiptistöng(hún var brotinn þegar ég fékk bílinn)
skipti um perur í innréttingu (led)
skipti um perur í angel eyes (led)
skipti endakútnum út fyrir rör(mjög flott hljóð)
skipti um afturljós v/m aftan
skipti um mótstöðu fyrir miðstöð
lét hjólastilla bílinn
skipti um rafgeymi
skipti um 2x hosur sem tengjast vatnskassanum
skipti um lok fyrir vatnskassa
skipti um rúðuþurrkublöð (tók armana af, sandblés þá og sprautaði mattsvarta)
skipti um bensínsíu og bensíndælu
skipti um flautu
skipti um viftureim
skipti um merkin á húddi og skottloki (það var einhvað carbon drasl á honum, setti OEM í staðinn)
skipti um nýru (einnig einhvað brotið carbon drasl)
skipti um kælir/rör fyrir sjálfskiptingu
setti á hann efri spoiler(schmiedmann)
skipti um sveifarásskynjara
skipti um "púða" fyrir skiptinguna
Svona lítur svo bílinn út í dag
Myndi vilja fara aðeins betur yfir boddíið og einhverja smáhluti annars er planið að halda honum bara OEM