bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E31 850i "91
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=69556
Page 1 of 2

Author:  omar94 [ Tue 02. Feb 2016 17:57 ]
Post subject:  BMW E31 850i "91

Í dag fjárfestum ég og bróðir minn ( AronÞ á spjallinu ) í þessari áttu. BMW 850i skráður 1992 en er framleiddur 1991, bíllinn er með M70B50 V12 og er ekin aðeins 76.000mílur og er að ég held eini Ameríkubíllinn á landinu. Við vorum búnir að gera ágæta leit af svona bíl svo skoðuðum við þennan og keyptum hann stuttu seinna.
Það er margt sem þarf að gera og margt sem mætti betur fara en planið er að byrja á að koma honum í gott notkunarástand áður en það verður farið í eitthvað pjatt.

hérna er hann kominn á dráttarbílinn.
Image

Image
hér er hann kominn inn í hitann þar sem það verður stjanað við hann þangað til í sumar.
Image

Author:  Eggert [ Tue 02. Feb 2016 21:00 ]
Post subject:  Re: BMW E31 850i "91

:thup: :thup:

Til hamingju með þennan!

Author:  Alpina [ Wed 03. Feb 2016 06:38 ]
Post subject:  Re: BMW E31 850i "91

Alvöru menn 8)

Author:  Fatandre [ Wed 03. Feb 2016 13:42 ]
Post subject:  Re: BMW E31 850i "91

Afhverju vantar svona mikið í hann?
Afturljós osf

Author:  AronÞ [ Wed 03. Feb 2016 15:12 ]
Post subject:  Re: BMW E31 850i "91

Fatandre wrote:
Afhverju vantar svona mikið í hann?
Afturljós osf

Það er allt til staðar, allir partarnar eru í skottinu. Það var tekið af til að athuga hvort ryð væri byrjað að myndast

Author:  gunnar [ Thu 04. Feb 2016 22:16 ]
Post subject:  Re: BMW E31 850i "91

Verður gaman að fylgjast með þessum.

Þessir bílar hafa ógurlegan sjarma.

Author:  omar94 [ Sat 06. Feb 2016 00:17 ]
Post subject:  Re: BMW E31 850i "91

þessi fékk smá dekur í kvöld. Skipt var um smurolíu og síu á vél, skipt var um allan kælivökvann og svo var kerfið lofttæmt ásamt því að skipt var út K&N loftsíunum út fyrir nýjar venjulegar pappasíur.
Image

Author:  Zed III [ Sat 06. Feb 2016 08:30 ]
Post subject:  Re: BMW E31 850i "91

Verður gaman að fylgjast með þessu, gangi ykkur vel.



:thup:

Author:  omar94 [ Tue 01. Mar 2016 19:59 ]
Post subject:  Re: BMW E31 850i "91

það sem er búið að gera síðan síðast.
- Tveir nýjir rafgeymar
- pússuðum niður allt ryð og máluðum, það litla sem það var. seinna kemur vonandi heilsprautunn en þar sem peningana vantar þá getum við alla veganna stoppað ryðið.
- löguðum öll ljós og svona fyrir skoðunn en komumst að því að það þarf að kaupa hlífarnar utan um annað framljósið
- löguðum skottlæsinguna og röðuðum öllum listum og þess háttar á bílinn

og núna í dag fór bíllinn á númer, svo fær hann dekk í vikunni og endurskoðunarmiða.

Image
Image
Image
Image

Author:  jens [ Tue 01. Mar 2016 21:03 ]
Post subject:  Re: BMW E31 850i "91

Flottur 8)

Author:  Fatandre [ Tue 01. Mar 2016 21:34 ]
Post subject:  Re: BMW E31 850i "91

Gaman að þessum skuli bjargað.

Author:  Angelic0- [ Mon 07. Mar 2016 23:12 ]
Post subject:  Re: BMW E31 850i "91

Eru þetta 18 eða 19" AZA AR1 :?:

Þetta gæti lúkkað ansi smekklega með lækkun...

Svo bara meaty dekk og 3.91.... og ég meina það... 3.91 gerir rosalega hluti fyrir M70 og enn meira fyrir M73...

Author:  omar94 [ Tue 08. Mar 2016 12:49 ]
Post subject:  Re: BMW E31 850i "91

Angelic0- wrote:
Eru þetta 18 eða 19" AZA AR1 :?:

Þetta gæti lúkkað ansi smekklega með lækkun...

Svo bara meaty dekk og 3.91.... og ég meina það... 3.91 gerir rosalega hluti fyrir M70 og enn meira fyrir M73...


Þetta eru 19" og er hann kominn á ný dekk í dag og er með endurskoðunn :)
Ég veit ekki hvað þú átt við með 3.91? :?

Author:  sosupabbi [ Tue 08. Mar 2016 14:08 ]
Post subject:  Re: BMW E31 850i "91

3.91 hlutfall í drifið, ss hlutfall úr 535/735 eða E34 M5, hef prufað að setja svoleiðis í E32 og það eykur snerpuna töluvert en mér fannst bílinn betri með 3.15 hlutfalli, hugsa að 3.46 sé frábær málamiðlun.

Author:  omar94 [ Tue 08. Mar 2016 20:02 ]
Post subject:  Re: BMW E31 850i "91

sosupabbi wrote:
3.91 hlutfall í drifið, ss hlutfall úr 535/735 eða E34 M5, hef prufað að setja svoleiðis í E32 og það eykur snerpuna töluvert en mér fannst bílinn betri með 3.15 hlutfalli, hugsa að 3.46 sé frábær málamiðlun.


hef ekkert hugsað útí þetta enda er bíllinn hugsaður sem sunnudagskrúser 4.mánuði á árinu. Svo er margt hærra á listanum, t.d. ný fjöðrun og allir hlutirnir sem vanta á bílinn, en þetta kemur allt vonandi með tímanum :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/