BMW E36 316i sedan - 1998M43B16 með beinskiptingu
Arktissilber Metallic (309)
Þetta "mikla" apparat rann út úr verksmiðjunni í Regensburg 26. september 1997 og var innfluttur hingað til lands nýr af umboði. Hann var þó ekki skráður hér fyrr en 28. apríl 1998. Framleiðsla á E36 var að ljúka á þessum tíma og E46 að taka við. Hann var kom því ansi vel búinn frá verksmiðju, líklega til að gera hann söluvænlegri. Minnir að fjórir svona eins bílar hafi verið fluttir inn hingað til lands með sama búnaði, tveir silfur og tveir steingráir.
Hér er svo það helsta úr fæðingarvottorðinu:
Styling 25 felgur
Rafmagnsrúður
Sjálfdekkjandi baksýnisspegill
Sportsæti með alcantara
Sjálfvirk miðstöð með loftkælingu
M Sport fjöðrun
M Aerodynamics pakki - (M stuðarar og sílsar)
Svartur toppur í innréttingu
6 geisladiska magasín í skottiTil að kóróna meistaraverkið var sett M merki á skottið sem þykir ansi umdeilt. Hef séð umræður um þennan bíl á Facebook þar sem menn hafa látið óánægju sína í ljós hvað merkið varðar. Ýmsir áhugamenn um BMW (yfirleitt þeir yngri) hafa stundum spurt mig hvort þetta sé alvöru M3 og fussað svo yfir merkinu þegar undirtegundin 316i hefur komið í ljós. Þetta þykir mér alltaf jafn spaugilegt!





En hvað um það ég er áttundi eigandi hér á landi og fékk ég bílinn í febrúar 2013 upp í Mini Cooper sem ég átti. Leyst svo hrikalega vel á hann að ég hef notað hann í daglegan akstur síðan. Hann var keyrður um 150.000 km þegar ég fékk hann, mjög heill boddílega séð og ekkert ryðgaður enda nýmálaður að hluta. Það var samt alveg eitt og annað sem þurfti að gera.
Hef eytt miklu púðri í viðhald síðan hann komst í mínar hendur og margt hefur verið gert enda fallegur bíll þótt aflið mætti vera meira.
Bremsur
Bremsuleiðslur
ABS skynjarar
Diskar og klossarYtra útlit
Nýr gúmmilisti kringum glugga
Nýir hliðarlistar og ýmsir plastlistar
Nýjar númeraplötur og rammar
Sprautun og ryðhreinsun
Ný BMW merki og M merki á skottInnrétting
Skipt um perur í mælaborði
Gat á sæti lagað og skipt um svamp
Ljós í útvarpi lagað
Nýr gírhnúi
Nýjar taumottur
Plasthlutir í innréttinguLjós
Ný þokuljós
Skipt um framljós - gömlu voru með brunnin að innan.
Framljós móðuhreinsuð og skipt um þéttingar
Ný "clear corners" og stefnuljós á frambretti.
Mótor og drifbúnaður
Nýr startari - var yfirhalaður fyrst og svo var keyptur nýr
Ýmsar pakkningar í mótor og gírkassa
Olíusmit á drifi lagað
Ný kúpling
Nýtt pústHjólabúnaður
Allsskonar fóðringar
Hjólastilling
HjólalegurAnnað
Nýr lykill með fjarstýringu
Framrúða - gert af fyrri eiganda
Bætt á loftkælingu, kerfið þrýstiprófað og virkar fínt í dag.
Inspektion I/II og service
Í dag er hann keyrður tæplega 190.000 km og er í góðu lagi en eitt og annað sem þarf að fara að huga að. Keypti mér nýjan daily driver um daginn svo planið er að leggja þessum inni í vetur og hlífa honum fyrir saltinu og dunda mér við að gera og græja. Langar alltaf í kraftmeiri mótor en ég held ég láti 100 hestöflin duga í bili. Hef nefnilega lumskt gaman að því að vera á 100% original, 4 sílendra bíl í góðu lagi. Þannig útgáfum af E36 fer fækkandi.
Hér er svo listi af því sem betur má fara og ef einhver lumar á góðum ráðum þá eru þau vel þegin.
Ískrar stundum í miðstöð.
Þarf að skipta um bremsudælur og diska að framan - í vinnslu
Hliðarspeglar tregir þegar þeir eru stilltir - þarf líklega að liðka mótorana eitthvað til.
Glerið í hliðarspeglinum hægra megin laust í rammanum (fest með double tape-i)
Ryðbólur - verður tæklað fyrir veturinn
Demparar að aftan farnir að leka - í vinnslu
Brotið bracket fyrir þokuljós - á þetta til
Geisladiskamagasín bilað - vantar ef einhver á
Felgurnar eru orðnar smá sjúskaðar - þyrfti að mála og kannski rétta í leiðinni



