bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E36 316i M-Tech - 1998
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=69123
Page 1 of 1

Author:  gjonsson [ Sun 23. Aug 2015 20:42 ]
Post subject:  BMW E36 316i M-Tech - 1998

BMW E36 316i sedan - 1998
M43B16 með beinskiptingu
Arktissilber Metallic (309)


Image

Þetta "mikla" apparat rann út úr verksmiðjunni í Regensburg 26. september 1997 og var innfluttur hingað til lands nýr af umboði. Hann var þó ekki skráður hér fyrr en 28. apríl 1998. Framleiðsla á E36 var að ljúka á þessum tíma og E46 að taka við. Hann var kom því ansi vel búinn frá verksmiðju, líklega til að gera hann söluvænlegri. Minnir að fjórir svona eins bílar hafi verið fluttir inn hingað til lands með sama búnaði, tveir silfur og tveir steingráir.

Hér er svo það helsta úr fæðingarvottorðinu:
Styling 25 felgur
Rafmagnsrúður
Sjálfdekkjandi baksýnisspegill
Sportsæti með alcantara
Sjálfvirk miðstöð með loftkælingu
M Sport fjöðrun
M Aerodynamics pakki - (M stuðarar og sílsar)
Svartur toppur í innréttingu
6 geisladiska magasín í skotti


Til að kóróna meistaraverkið var sett M merki á skottið sem þykir ansi umdeilt. Hef séð umræður um þennan bíl á Facebook þar sem menn hafa látið óánægju sína í ljós hvað merkið varðar. Ýmsir áhugamenn um BMW (yfirleitt þeir yngri) hafa stundum spurt mig hvort þetta sé alvöru M3 og fussað svo yfir merkinu þegar undirtegundin 316i hefur komið í ljós. Þetta þykir mér alltaf jafn spaugilegt!

Image
Image
Image
Image
Image

En hvað um það ég er áttundi eigandi hér á landi og fékk ég bílinn í febrúar 2013 upp í Mini Cooper sem ég átti. Leyst svo hrikalega vel á hann að ég hef notað hann í daglegan akstur síðan. Hann var keyrður um 150.000 km þegar ég fékk hann, mjög heill boddílega séð og ekkert ryðgaður enda nýmálaður að hluta. Það var samt alveg eitt og annað sem þurfti að gera.

Hef eytt miklu púðri í viðhald síðan hann komst í mínar hendur og margt hefur verið gert enda fallegur bíll þótt aflið mætti vera meira.

Bremsur
Bremsuleiðslur
ABS skynjarar
Diskar og klossar


Ytra útlit
Nýr gúmmilisti kringum glugga
Nýir hliðarlistar og ýmsir plastlistar
Nýjar númeraplötur og rammar
Sprautun og ryðhreinsun
Ný BMW merki og M merki á skott


Innrétting
Skipt um perur í mælaborði
Gat á sæti lagað og skipt um svamp
Ljós í útvarpi lagað
Nýr gírhnúi
Nýjar taumottur
Plasthlutir í innréttingu


Ljós
Ný þokuljós
Skipt um framljós - gömlu voru með brunnin að innan.
Framljós móðuhreinsuð og skipt um þéttingar
Ný "clear corners" og stefnuljós á frambretti.

Mótor og drifbúnaður
Nýr startari - var yfirhalaður fyrst og svo var keyptur nýr
Ýmsar pakkningar í mótor og gírkassa
Olíusmit á drifi lagað
Ný kúpling
Nýtt púst


Hjólabúnaður
Allsskonar fóðringar
Hjólastilling
Hjólalegur


Annað
Nýr lykill með fjarstýringu
Framrúða - gert af fyrri eiganda
Bætt á loftkælingu, kerfið þrýstiprófað og virkar fínt í dag.
Inspektion I/II og service


Image

Í dag er hann keyrður tæplega 190.000 km og er í góðu lagi en eitt og annað sem þarf að fara að huga að. Keypti mér nýjan daily driver um daginn svo planið er að leggja þessum inni í vetur og hlífa honum fyrir saltinu og dunda mér við að gera og græja. Langar alltaf í kraftmeiri mótor en ég held ég láti 100 hestöflin duga í bili. Hef nefnilega lumskt gaman að því að vera á 100% original, 4 sílendra bíl í góðu lagi. Þannig útgáfum af E36 fer fækkandi.

Hér er svo listi af því sem betur má fara og ef einhver lumar á góðum ráðum þá eru þau vel þegin.

Ískrar stundum í miðstöð.
Þarf að skipta um bremsudælur og diska að framan - í vinnslu
Hliðarspeglar tregir þegar þeir eru stilltir - þarf líklega að liðka mótorana eitthvað til.
Glerið í hliðarspeglinum hægra megin laust í rammanum (fest með double tape-i)
Ryðbólur - verður tæklað fyrir veturinn
Demparar að aftan farnir að leka - í vinnslu
Brotið bracket fyrir þokuljós - á þetta til
Geisladiskamagasín bilað - vantar ef einhver á
Felgurnar eru orðnar smá sjúskaðar - þyrfti að mála og kannski rétta í leiðinni


Image
Image
Image
Image

Author:  Alpina [ Sun 23. Aug 2015 21:24 ]
Post subject:  Re: BMW E36 316i M-Tech - 1998

Smekklegur bíll

Grunar að Bjarki i Eðalbílum hafi keypt þennann nýjann

Author:  BirkirB [ Sun 23. Aug 2015 21:25 ]
Post subject:  Re: BMW E36 316i M-Tech - 1998

Ég á einn svona svartan í talsvert verra ástandi sem ég nota sem daily. Held þeir hafi verið 5 upphaflega.
Felgurnar eru póleraðar með glæru yfir þannig að ef þær eru ekki kantaðar gætiru leyst upp glæruna og glærað aftur.

Props ef þú heldur þessu alveg original þó þetta sé bara 316. Skemmtilegt að keyra þetta.

Author:  srr [ Sun 23. Aug 2015 23:59 ]
Post subject:  Re: BMW E36 316i M-Tech - 1998

BirkirB wrote:
Ég á einn svona svartan í talsvert verra ástandi sem ég nota sem daily. Held þeir hafi verið 5 upphaflega.
Felgurnar eru póleraðar með glæru yfir þannig að ef þær eru ekki kantaðar gætiru leyst upp glæruna og glærað aftur.

Props ef þú heldur þessu alveg original þó þetta sé bara 316. Skemmtilegt að keyra þetta.

Ég og Danni vorum að rífa tvo svona 316i Mtech bíla, báðir skemmdir eftir umferðaróhöpp.
Báðir einnig Full mtech með öllu, svartur toppur osfrv, báðir Artiksilber að lit.

Author:  gjonsson [ Mon 24. Aug 2015 08:10 ]
Post subject:  Re: BMW E36 316i M-Tech - 1998

Alpina wrote:
Smekklegur bíll

Grunar að Bjarki i Eðalbílum hafi keypt þennann nýjann

Maður að nafni Tryggvi er fyrsti eigandinn af þessum, enginn Bjarki skráður eigandi að þessum.

BirkirB wrote:
Ég á einn svona svartan í talsvert verra ástandi sem ég nota sem daily. Held þeir hafi verið 5 upphaflega.
Felgurnar eru póleraðar með glæru yfir þannig að ef þær eru ekki kantaðar gætiru leyst upp glæruna og glærað aftur.

Props ef þú heldur þessu alveg original þó þetta sé bara 316. Skemmtilegt að keyra þetta.

Það er einmitt planið...fínt að rúnta um á þessu. Felgurnar eru aðeins kantaðar, ætla að ræða við bílasprautarann og sjá hvað hann getur gert.
Þú átt þó ekki þennan? http://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=62894

srr wrote:
Ég og Danni vorum að rífa tvo svona 316i Mtech bíla, báðir skemmdir eftir umferðaróhöpp.
Báðir einnig Full mtech með öllu, svartur toppur osfrv, báðir Artiksilber að lit.

Varstu að rífa þennan? http://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=19697

Fyrir forvitnissakir...man einhver númerin á þessum M-Tech bílum og hvað þeir voru margir?
BU-941 - Svartur - skráður í lagi, næsta skoðun 1.1.2016
AY-544 - Silfur (minn) - í lagi
VS-443 - Silfur, Gamli bErio

Author:  srr [ Mon 24. Aug 2015 16:38 ]
Post subject:  Re: BMW E36 316i M-Tech - 1998

gjonsson wrote:
Alpina wrote:
Smekklegur bíll

Grunar að Bjarki i Eðalbílum hafi keypt þennann nýjann

Maður að nafni Tryggvi er fyrsti eigandinn af þessum, enginn Bjarki skráður eigandi að þessum.

BirkirB wrote:
Ég á einn svona svartan í talsvert verra ástandi sem ég nota sem daily. Held þeir hafi verið 5 upphaflega.
Felgurnar eru póleraðar með glæru yfir þannig að ef þær eru ekki kantaðar gætiru leyst upp glæruna og glærað aftur.

Props ef þú heldur þessu alveg original þó þetta sé bara 316. Skemmtilegt að keyra þetta.

Það er einmitt planið...fínt að rúnta um á þessu. Felgurnar eru aðeins kantaðar, ætla að ræða við bílasprautarann og sjá hvað hann getur gert.
Þú átt þó ekki þennan? http://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=62894

srr wrote:
Ég og Danni vorum að rífa tvo svona 316i Mtech bíla, báðir skemmdir eftir umferðaróhöpp.
Báðir einnig Full mtech með öllu, svartur toppur osfrv, báðir Artiksilber að lit.

Varstu að rífa þennan? http://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=19697

Fyrir forvitnissakir...man einhver númerin á þessum M-Tech bílum og hvað þeir voru margir?
BU-941 - Svartur - skráður í lagi, næsta skoðun 1.1.2016
AY-544 - Silfur (minn) - í lagi
VS-443 - Silfur, Gamli bErio

Ég er að rífa VS-443.
Danni er að rífa RS-735.

Author:  Danni [ Tue 25. Aug 2015 18:48 ]
Post subject:  Re: BMW E36 316i M-Tech - 1998

Bróðir minn átti einusinni YS-412 sem var einn af þessum bílum, svartur.

Síðan er eða var til annar svartur VD-192. Veit ekki stöðuna á honum en það er nákvæmlega eins bíll og sá sem bróðir minn átti.

Eini gallinn sem mér hefur fundist við alla þessa bíla er að enginn þeirra kom með topplúgu svo best sem ég veit.

Author:  BirkirB [ Tue 25. Aug 2015 20:54 ]
Post subject:  Re: BMW E36 316i M-Tech - 1998

gjonsson wrote:
BirkirB wrote:
Ég á einn svona svartan í talsvert verra ástandi sem ég nota sem daily. Held þeir hafi verið 5 upphaflega.
Felgurnar eru póleraðar með glæru yfir þannig að ef þær eru ekki kantaðar gætiru leyst upp glæruna og glærað aftur.

Props ef þú heldur þessu alveg original þó þetta sé bara 316. Skemmtilegt að keyra þetta.

Það er einmitt planið...fínt að rúnta um á þessu. Felgurnar eru aðeins kantaðar, ætla að ræða við bílasprautarann og sjá hvað hann getur gert.
Þú átt þó ekki þennan? http://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=62894

Jú, ég á BU-941.

Danni wrote:
Eini gallinn sem mér hefur fundist við alla þessa bíla er að enginn þeirra kom með topplúgu svo best sem ég veit.

Topplúgur eru fyrir aumingja :mrgreen:

Author:  Danni [ Thu 27. Aug 2015 21:53 ]
Post subject:  Re: BMW E36 316i M-Tech - 1998

BirkirB wrote:
Danni wrote:
Eini gallinn sem mér hefur fundist við alla þessa bíla er að enginn þeirra kom með topplúgu svo best sem ég veit.

Topplúgur eru fyrir aumingja :mrgreen:

Þá er ég aumingi, því ég vil ekki sjá lúgulausa bíla! :mrgreen:

Author:  gjonsson [ Sun 30. Aug 2015 16:31 ]
Post subject:  Re: BMW E36 316i M-Tech - 1998

Þetta er þá staðan á þessum systurbílum...þeim fer fækkandi.
BU-941 - skráður í lagi
AY-544 - skráður í lagi - bíllinn minn
VS-443 - úr umferð - SRR í rifi
RS-735 - úr umferð - Danni í rifi
YS-412 - skráður í lagi
VD-192 - endurskoðun frestur til 31.8.2015

Annars auglýsti ég minn til sölu um daginn. Ætla að sjá hvað kemur út úr því.
Fer í málun eftir ca 2-3 vikur og svo fékk ég pakka í hann í vikunni, allskonar dót í fjöðrunina, bremsudiskar og klossar.
Bíð bara eftir nýjum dempurum að aftan og bremsudælum og svo hendi ég þessu saman.

Eitt sem fer í taugarnar á mér er hvað það er erfitt að stilla speglana, eins og mótorarnir erfiði eitthvað.
Er einhver með góð ráð við þessu?

Svo vantar mér geisladiskamagasín í skottið ef einhver á.

Author:  S-LEO [ Sun 20. Sep 2015 12:54 ]
Post subject:  Re: BMW E36 316i M-Tech - 1998

Þessi er kominn í góðar hendur


Image

Author:  Danni [ Sun 20. Sep 2015 15:41 ]
Post subject:  Re: BMW E36 316i M-Tech - 1998

Ekki ef það á að rönnar þessar felgur á honum.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/