bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E34 520i Touring 1992
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=68902
Page 1 of 1

Author:  Axel Jóhann [ Tue 23. Jun 2015 20:14 ]
Post subject:  BMW E34 520i Touring 1992

Keypti þennan eðalfák um daginn þar sem að hinn Touringinn minn var að gefa upp öndina hvaða varðaði hjólabúnað og ryð. Þetta mun vera 520i framleiddur 10/1992 beinskiptur, ekinn 155.000km í dag, fluttur inn 2007 svo að hann er ansi góður hvað ryð varðar, ekkert meiriháttar. Hann var búinn að standa síðan 2012 vegna tjóns á hægra afturbretti og fyrri eigandi var byrjaður að rífa bílinn og var búinn að fjarægja ýmislegt úr honum, svo að ég er búinn að vera dúlla mér við það að finna það sem vantar og raða honum saman.



Planið er að gera þennann snyrtilegan og góðann, ég kem til með að skipta um afturbrettið á honum seinna meir, og þá mála hann að hluta eða jafnvel allann, en ég er fyrst og fremst bara búinn að vera laga hluti sem voru í ólagi, fór með hann í skoðun og fékk hann athugasemdir útá spindilkúlu h/m framan, handbremsu, númersljós og bremsurör h/m aftan, er búinn að græja allt nema handbremsuna, svo ákvað hann að taka uppá því í gær að hita sig, svo að mig grunaði fastann vatnslás svo að ég keypti hann nýjann ásamt nýju vatnslás húsi úr áli, og ákvað að vera öruggur og kaupa nýja vatnsdælu í leiðinni.

Það veitti ekki af því þar sem að vatnslásinn var fastur lokaður og spaðinn á dælunni brotinn!

En hérna koma nokkrar myndir og fæðingarvottorð

Image


Svona var hann þegar ég fékk hann, eftir að hafa staðið síðan 2012
Image

Image

Image

Image


Og svo svona eftir smá púsl
Image

Image

Dráttarbeislið sett undir og stuðari samlitaður
Image

Image

Image

Image

Fékk topplúguna til að virka og smurði hana upp
Image

Setti líka í hann armpúða, það er bara must þegar maður er orðinn vanur!
Image

Svo fór ég aðeins út úr bænum í gær og þá byrjaði hann að hita sig og æla vatninu útaf sér, nema þegar miðstöðinn var í botni á heitum blæstri svo mig grunaði að vatnslásinn væri farinn, sem reyndist vera rétt en vatnsdælan var aðal vandamálið því spaðinn var brotinn af!
Image

Image
Vægast sagt ónýtt vatnsláshúsið, keypti nýtt úr áli sem að koma bara í fyrstu árgerðunum af M50
Image

Image

Image

Image

Image
Bling bling!
Image
Svona á þetta að vera!
Image

Og svona stendur bíllinn í dag :)

Image

Image

Image

Image

Author:  rockstone [ Tue 23. Jun 2015 22:27 ]
Post subject:  Re: BMW E34 520i Touring 1992

Hlakka til að sjá hvað verður úr þessu hjá þér 8)

Author:  JOGA [ Tue 23. Jun 2015 22:51 ]
Post subject:  Re: BMW E34 520i Touring 1992

Verður flottur þessi :thup:
Snöggur að koma þessu í lag eins og venjulega :D

Author:  GPE [ Wed 24. Jun 2015 09:05 ]
Post subject:  Re: BMW E34 520i Touring 1992

Flottur þessi! Frábærir bílar! :thup:

Author:  HolmarE34 [ Wed 24. Jun 2015 10:04 ]
Post subject:  Re: BMW E34 520i Touring 1992

Vel gert , flottur efniviður :)

Author:  gardara [ Wed 24. Jun 2015 13:23 ]
Post subject:  Re: BMW E34 520i Touring 1992

Flottur :thup:
Skoðaði þennan einmitt á sínum tíma, gaman að sjá að hann er kominn í góðar hendur.

Author:  Alpina [ Wed 24. Jun 2015 16:45 ]
Post subject:  Re: BMW E34 520i Touring 1992

Flott gert :thup:

Author:  srr [ Thu 25. Jun 2015 00:26 ]
Post subject:  Re: BMW E34 520i Touring 1992

E34 touring,,,,bezt í heimi :thup: :thup:

Author:  Mazi! [ Thu 25. Jun 2015 00:40 ]
Post subject:  Re: BMW E34 520i Touring 1992

flott að bjarga þessu!

Author:  Axel Jóhann [ Fri 26. Jun 2015 01:30 ]
Post subject:  Re: BMW E34 520i Touring 1992

Þessi er alveg að standa sig eins og hetja

Image

Author:  Axel Jóhann [ Wed 21. Oct 2015 09:42 ]
Post subject:  Re: BMW E34 520i Touring 1992

Þessi kominn á style 16 16" á Hankook I´Pike 225/60R16 nagladekkjum og loksins kominn með surroundið kringum gírstöngina og nýjan gírpoka.


Image

Image

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/