bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

530i M-Tech 2003.. Skólabíllinn
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=68785
Page 1 of 1

Author:  Bjaddnis [ Wed 20. May 2015 22:51 ]
Post subject:  530i M-Tech 2003.. Skólabíllinn

Eftir talsvert brask eftir áramót endaði ég á mínum fyrsta E39, einn sem ég hafði verið graður fyrir lengi en 545i fjörið skein alltaf bjartar.. meðan það entist :lol:

Bíllinn er 2003 árgerð af 530i, full MTech en að vísu kínastuðarar því OEM dótinu var stolið fyrir nokkrum árum. Þar sem þetta er 6cyl fær þetta að kallast "Daily skólabíll" og hafði ég hugsað mér að eiga hann í einhvern tíma.. þangað til ég fer aftur í e60 :thup:

Bíllinn er engin lúxuskerra en er skemmtilega búinn, meðal annars:
>Sóllúga
>Alcantara Sportstólar
>Xenon framljós og stuðaraljós
>Led afturljós (m5?)
>M-Tech stuðarar, mottur, stýri, listar..
>Rosalega hressandi Alpine hátalarar með amp, ásamt keilu
>Filmaður hringinn, shadowline með dökkri toppklæðningu
>Preface nýru máluð svört
>Roof og lip spoiler

Bíllinn stendur á 17" style65 Replicum, veit að hann gæti verið á mikið flottari felgum en þessar eru ágætar og ég hafði ekki hugsað mér að henda mikið af peningum í bílinn þar sem hann fer upp í annan í náinni framtíð.

Það sem ég er búinn að gera, og var gert rétt fyrir að ég keypti hann:
>Tók alla slithluti í gegn sem þurfti.. stýrisendar, spindilkúlur, ballanstangir,
>Tók skiptingu í gegn hjá Smur54, nýjir O-hringir, ný sía, allt tekið í sundur og gert 100% $$$
>ALLT nýtt í kælikerfi.. (kassi, vifta ofl..)
>Ný bensíndæla, ásamt þéttihring
>Vinstri hlið sprautuð, ný bílstjórahurð, framstuðari sprautaður, nýr afturstuðari í pöntun (Keyrt utan í hann á bílastæði)

Svo var vélin upptekinn fyrir um 6000km fyrir einhvern milljónkall hjá TB.. Bíllinn er ekinn rétt undir 180k núna. $$$

Ekkert sem mér finnst vanta að gera við bílinn þannig séð, hefði viljað sjá carbon roof spoilerinn svartann þegar ég fæ mig í það, og tvöfalda stúta í staðin fyrir einfalda sem er núna. Var líka pæling að klæða interior trimmið í eh hlýlegri lit.. eins og vínrauðum.
Opinn fyrir öllum ábendingum, hvort sem það er lof eða skítkast.. reynum bara að halda okkur frá óþarfa dónaskap.

Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  Bjaddnis [ Wed 20. May 2015 22:57 ]
Post subject:  Re: 530i M-Tech 2003.. Skólabíllinn

Leyfi nú einni booty mynd að fylgja :drool:
Image

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/