bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 525d 2002 - seldur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=68679
Page 1 of 3

Author:  Hreiðar [ Tue 28. Apr 2015 23:42 ]
Post subject:  BMW 525d 2002 - seldur

Keypti mér í gær minn fyrsta E39.. Búinn að eiga nokkra BMW yfir árin en aldrei 5-u og ákvað ég að slá til og kaupa einn touring, enda ekkert annað um að ræða þegar maður er kominn með fjölskyldu :)

Bíllinn er ótrúlega þéttur og góður í akstri með flotta þjónustubók, nánast ekkert ryð og mjög heill.

Nokkrar lélegar myndir, gleymdi að taka mynd af innréttingunni en hún er mjög heil. Það eru reyndar tausæti í bílnum sem er mikill mínus en hann bætir það upp með því að hafa stóra skjáinn, ætla að reyna samt að finna leðurinnréttingu í þennan en það er eflaust ekki létt hér á landi.

Image

Image

Image

Image


Plön : Það sem ég er búinn að kaupa eða búinn að skipta um er feitletrað :)

Massa bílinn + framljós (08.05.15)
M-tech framstuðari (24.05.15)
Kastarar í M-tech framstuðara (30.05.15)
Felgur
Leður (15.07.15)
Shadowline gluggalistana (12.06.15)
Setja í hann dráttarbeisli og krók (01.11.15)
Mála afturstuðara (12.02.16)
Mála afturhlera (12.02.16)
Mála þak (tvær litlar ryðbólur)
Mála sílsa (smá ryð í kanti öðru megin)
Nýjan númeraljósalista (12.02.16)
M-tech spegla
Ný innrabretti að framan (13.08.15)
BMWkrafts númeraramma (06.05.15)
Nýtt BMW merki á húddið OEM (08.05.15)
Einkanúmer (23.07.15)
Laga pixla í mælaborði
De-badge (08.05.15)
Nýir glasahaldarar (11.06.15)
Nýr rafgeymir (04.05.15)
Nýjan útihitamælir (13.08.15)
Smurður og skipt um smursíu (Mann Filter), loftsíu og frjókornasíur (06.05.2015)
Hjólastilltur (13.08.15)
Skipta um rúðupissdælu OEM (08.09.15)
Skipti um klossa, diska og slitskynjara allan hringinn OEM (08.09.15)
Smurður, og skipt um smursíu = (Mann Filter) og hráolíusíu (08.09.15)
Sjálfsskipting smurð og skipt um síu (09.11.15)
Nýr vatnslás (05.12.15)
Ný fæðidæla (In line pump) (15.01.16)
Ný eldsneytisdæla (In tank pump) (20.01.16)
Slípa og glæra framljósin (12.02.16)

ég vill viðhalda þessum bíl alveg 110%

Author:  GPE [ Thu 30. Apr 2015 09:25 ]
Post subject:  Re: BMW 525d 2002

Loksins ! :D Til hamingju með þennann Hreiðar!

Author:  rockstone [ Thu 30. Apr 2015 09:38 ]
Post subject:  Re: BMW 525d 2002

Gerir þennan góđann ;)

Author:  Mazi! [ Thu 30. Apr 2015 16:18 ]
Post subject:  Re: BMW 525d 2002

þessi er flottur og kemur sennilega til með að verða enþá flottari í þinni eigu! :)

Author:  Bandit79 [ Thu 30. Apr 2015 18:10 ]
Post subject:  Re: BMW 525d 2002

Þú ert golden núna :thup:

Author:  Hreiðar [ Thu 30. Apr 2015 20:12 ]
Post subject:  Re: BMW 525d 2002

Takk fyrir :) Þetta er frábær bíll. ekinn 218 þús. Gott afl og eyðslan er bara grín, er mega ánægður með hann :) er staddur í Berlin núna og for áðan í umboðið og keypti húddmerki og nýja rúðupissdælu þar sem hin er líklegast farin.

Author:  Daníel Már [ Sun 03. May 2015 20:35 ]
Post subject:  Re: BMW 525d 2002

Mjög flottur bíll Hreiðar! :D Hlakka til að sjá hann þegar það er búið að shadowlinea hann

Team Touring! :thup:

Author:  Hreiðar [ Mon 04. May 2015 19:52 ]
Post subject:  Re: BMW 525d 2002

Setti í hann nýjan rafgeymi í dag. Svo er planið að massa hann allan í vikunni :)

Author:  Hreiðar [ Thu 07. May 2015 21:08 ]
Post subject:  Re: BMW 525d 2002 - smá upd. 7.5.15

Í gær:

Fór með bílinn í smur
Skipti um allar síur
Keypti mér bmwkrafts númeraramma

Í dag:

Fékk númeraljósalistann
Pantaði mér M-tech stuðara og kastara 8)

Á morgun:

Detail dagur: bíllinn verður massaður ásamt framljósum,
de-badge og hendi nýja húddmerkinu á ásamt nýjum númerarömmum.

Allt að gerast :thup:

Author:  Hreiðar [ Mon 11. May 2015 21:18 ]
Post subject:  Re: BMW 525d 2002 - smá upd. 7.5.15

Smá update. Ég á svo frábæra vini sem hjálpuðu mér að taka bílinn í gegn og massa hann. Mega ánægður með útkomuna, þarf bara að taka framljósin betur í gegn :)

Fyrir:

Image

Image

Image

Image

Eins og sést var hann orðinn ágætlega "veðraður"

Image

Búið að leira hann..

Image

og svo massað..

Image

De-badge, en náði ekki öllu líminu af, þar sem merkið hefur verið tekið af áður og límt á með tonnataki eða einhverskonar super glue, öll ráð þegin hvernig það er best að taka það af.

Image

Hérna sést munur á húddinu eftir mössun 50/50.

Setti svo nýtt merki á húddið og nýja bmwkrafts númeraramma á hann.

Done!

Image

Image

Image

Svo fékk ég smá pakka í dag :) Keypti líka nýjan útihitamælir í bílinn, þar sem hinn er bilaður.

Image

Bara gaman af þessu :thup:

Author:  Daníel Már [ Mon 11. May 2015 21:25 ]
Post subject:  Re: BMW 525d 2002 - Mössun og fl. 11/5

Shadowlina listana næst! :thup:

Author:  Hreiðar [ Mon 11. May 2015 21:27 ]
Post subject:  Re: BMW 525d 2002 - Mössun og fl. 11/5

Daníel Már wrote:
Shadowlina listana næst! :thup:

Algjörlega 8)

Author:  rockstone [ Mon 11. May 2015 22:17 ]
Post subject:  Re: BMW 525d 2002 - Mössun og fl. 11/5

Nice :thup:

Author:  Aron123 [ Mon 11. May 2015 23:56 ]
Post subject:  Re: BMW 525d 2002 - Mössun og fl. 11/5

flottur! var næstum búinn að eignast hann seinasta sumar, góður bíll :)

Author:  Hreiðar [ Sun 24. May 2015 23:27 ]
Post subject:  Re: BMW 525d 2002 - Mössun og fl. 11/5

Kominn með M-tech, bíllinn er allur samlitaður þannig ég lét mála listana líka, ætla bara að gá hvernig þetta kemur með þessum lit þar sem hann er frekar dökkur. Mun samt líklega taka alla listana af og mála þá svarta seinna :)

Image

Er að bíða eftir kösturunum en þeir koma í næstu viku :)

Takk Daníel Már fyrir hjálpina! :thup:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/