Eftir allt of langa pásu frá BMW þá lét ég loksins verða að því aftur en bíllinn sem varð fyrir vallinu er BMW X5 árgerð 2001 ekinn um 182.000 km-
Hann er algjör draumur í akstri og þrátt fyrir að vera bara með 3,0 vélinni þá orkar hann fínt fyrir mig enda bara fjölskyldubíll hjá mér og líka færri hlutir til að bila

Ég tók hann í smá þrif í dag og gat þá loksins séð almennilega hvernig lakkið á honum er en ég keypti hann hálf blindandi enda var skíta veður og rökkur þegar ég keypti hann

En lakkið er bara mjög gott m.v. aldur, ekki einn ryðblettur og lítið grjótbarinn en einna helst á húddinu. Mössun er þó plönuð fyrir sumarið

Hérna eru nokkrar myndir af honum



Hérna eru svo 19" sumarfelgurnar. Hlakka mikið til að fá þær undir enda finnst mér hann hálf aulalegur á hinum


hérna er ein bílasölumynd af honum á sumarfelgunum

Plönin fyrir hann eru ekkert rosaleg en fyrst er að laga þau smáatriði sem eru að honum en það er:
Hurðaopnunin h/m framan. Líklega slitinn barkinn.
Barkinn var teygður og ég er búinn að skipta um bracketið Rúðumótorinn v/m að aftan. Búinn að panta hann
Mótorinn sem færir stírið upp og niður. Veit ekki alveg hvað er að. Það heyrist í honum en hann virðist bara snúast en ekki grípa í neitt. Á eftir að skoða betur.
Svo eru tveir fjarlægðaskynjarar bilaðir. Ef ég finn þá á góðu verði þá kaupi ég þá, annars hef ég þetta bara óvirkt
Svo fyrir útlitið þá er það filmur í framrúðurnar (hliðar)
Breyta framljósunum svo ég losni við appelsínugulu stöðuljósin og setja angel eyes í hann
Búið að breyta þeimSvo hata ég svört ljós svo ný afturljós og hliðarstefnuljós eru á innkaupalistanum
Liturinn farinn af ljósunumFá aðra púststúta á hann
Komniris kittið kemur sterklega til greina en kannski ekki efst á listanum
Spacera að aftan. 20-30.mm
Komnir undirNýjar númeraplötur
komiðFá króm nýru á hann
komiðAnnars er það bara venjulegt viðhald þegar á þarf að halda
