bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW E30 1986 316 - Til sölu https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=68377 |
Page 1 of 7 |
Author: | rockstone [ Fri 06. Mar 2015 18:10 ] |
Post subject: | BMW E30 1986 316 - Til sölu |
Í janúar bauðst mér þessi E30 árgerð 1986, en mig hefur langað í einn slíkann lengi, en ekki mikið sem hefur verið í boði. Vinur minn átti hann og faðir hans á undan honum, ég hef haft augastað á þessum bíl í nokkur ár, og hefur hann verið til sölu öðru hvoru en alltaf þegar ég vildi ganga frá þessu var hætt við, en loks eignast ég þetta djásn. Ýmislegt sem þarf að gera, og verður þetta tekið rólega og örugglega. Þess virði að gera svona gamlann góðann, og betri. Planið er að taka hann rækilega í gegn, þó það taki tíma og peninga. Það er ekki hvar sem er sem maður fær þessa Retro tilfinningu við að keyra. Ýmislegt sem verður uppfært. En fyrst á Dagskrá er að koma honum á ról til að geta keyrt hann. Laga rið og heilmála í öðrum bláum lit, þar sem orginal blái liturinn á bílnum er ekkert spes. Bíllinn er með M10B18 blöndungsmótor, en hann gengur í dag á þrem. Ekinn 128þ km, sem er harla mikið fyrir 29 ára gamlann bíl. Læt myndir um rest ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Omar_ingi [ Fri 06. Mar 2015 20:31 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 1986 316 Hinn Blái |
Til hamingju með gripinn, og flott að taka þetta í gegn |
Author: | D.Árna [ Fri 06. Mar 2015 22:02 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 1986 316 Hinn Blái |
Klikkað project til hamingju vinööör! Verður mjög flottur þegar hann er klár! |
Author: | noxinn [ Sat 07. Mar 2015 07:56 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 1986 316 Hinn Blái |
Er þetta ekki bara á síðustu metrunum... En annars komu 316 blöndungs með M10B18 en ekki B16... ef að ég man rétt... Lengsta burnout sem að ég hef séð í eigin persónu var tekið á svona bíl, fyndið að segja frá því en pústið var allt götótt eftir burnoutið, þar sem að hann var svo gífurlega lean að pústið fór að dropa.... ekki pústgreinarnar heldur pústið sjálft... Aftasti kúturinn varð rauð-glóandi.... svo kom eldur... en hvað um það, gangi þér bara vel með þetta Bergsteinn... |
Author: | Alpina [ Sat 07. Mar 2015 07:59 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 1986 316 Hinn Blái |
noxinn wrote: Er þetta ekki bara á síðustu metrunum... En annars komu 316 blöndungs með M10B18 en ekki B16... ef að ég man rétt... Lengsta burnout sem að ég hef séð í eigin persónu var tekið á svona bíl, fyndið að segja frá því en pústið var allt götótt eftir burnoutið, þar sem að hann var svo gífurlega lean að pústið fór að dropa.... ekki pústgreinarnar heldur pústið sjálft... Aftasti kúturinn varð rauð-glóandi.... svo kom eldur... en hvað um það, gangi þér bara vel með þetta Bergsteinn... ALGERLEGA,,,,,,,,,,,,,,,, ![]() en til lukku með bílinn |
Author: | Mazi! [ Sat 07. Mar 2015 14:08 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 1986 316 Hinn Blái |
Ryðið sem sést á þessum myndum er allavega vel gerlegt að laga Það þarf að koma þessum bíl í stand! Enda ekki neitt í boði lengur. |
Author: | Angelic0- [ Sat 07. Mar 2015 19:54 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 1986 316 Hinn Blái |
Mér finnst þessi litur töff.... en sýnist þetta vera á síðustu metrunum... ef að allmennilegt á að verða þarf þetta að vera total strip og beint í veltibúkka... |
Author: | D.Árna [ Sat 07. Mar 2015 22:02 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 1986 316 Hinn Blái |
Alveg hægt að gera þennan góðan..krefst að vísu mikils tíma og fjármagns en ég er á þeirri skoðun að það sé algerlega þess virði því að það er ekki eins og það sé til mikið af þessu! |
Author: | bimmer [ Sat 07. Mar 2015 23:16 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 1986 316 Hinn Blái |
Þetta er eins og nýtt. |
Author: | Alpina [ Sat 07. Mar 2015 23:27 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 1986 316 Hinn Blái |
bimmer wrote: Þetta er eins og nýtt. Plan þá ? |
Author: | Kristjan [ Sun 08. Mar 2015 16:50 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 1986 316 Hinn Blái |
Ég hef fulla trú á því að þessi bíll verði gerður flottur, tekur töluverðan tíma og vinnu, en þetta verður flott. |
Author: | rockstone [ Sun 08. Mar 2015 22:28 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 1986 316 Hinn Blái |
Byrja aðeins á afturbrettisryðinu: ![]() Hugsa að þetta sé málið: ![]() |
Author: | Svenni Litli [ Sun 08. Mar 2015 23:51 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 1986 316 Hinn Blái |
ég myndi hiklaust kaupa að utan, borgar sig ekki að eyða tíma í að smíða nema budged er lár. |
Author: | KKA [ Mon 09. Mar 2015 03:03 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 1986 316 Hinn Blái |
Flott verkefni ![]() ![]() |
Author: | tolliii [ Mon 09. Mar 2015 18:54 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 1986 316 Hinn Blái |
Good Luck vinur , til hamingju með e30! Held að þolinmæði sé sterkasta vopnið í þessu protecti. |
Page 1 of 7 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |