bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E34 525i 1991 LSD - Granitesilber Metallic https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=68280 |
Page 1 of 1 |
Author: | Helgason [ Fri 20. Feb 2015 01:12 ] |
Post subject: | E34 525i 1991 LSD - Granitesilber Metallic |
Keypti þennan af Helga bandit fyrir nokkru. Sjúklega þéttur bíll, gengur eins og klukka og er mjög góður. Innréttingin er eins og ný, hef sjaldan séð annað eins í bíl af svipaðri árgerð. Planið er að gera hann solid fyrir skoðun og fara svo að sanka að mér hlutum í BSK swap. Það þarf að græja smá ryðvandamál í honum, klassíska bensínloksryðið. Botninn er mjög heill og þéttur, það er aðallega útlitsryð í gangi. Svo þarf að kíkja á miðstöðina, það er kælivökvi í blæstrinum og hann móðar ansi mikið. BMW E34 Sedan 04/1991 M50B25 non vanos 192 HP 245 NM 25% sperr drif SSK .. en fékk BSK M50 kassa með Ekinn 260.000 18" staggered Artec felgur 8" framan og 10" aftan 15" vetrarfelgur Framleiddur án hvarfakúts Svört leður innrétting í mjög góðu ástandi Armpúðar Hiti í sætum Stóra OBC CD/MP3/AUX headunit BMW Hi-fi system Rafmagn í öllum rúðum Samlæsingar Lowtec lækkun Tvískipt miðstöð Festing fyrir krók Checklist: ☐ Hjólastilla/slag í stýri ☐ Ryð í bensínloki ☐ Kíkja á sílsa ☐ Þétta bensíntank ☐ MAF sensor ☐ ABS tekur í á 0-5 km/h ☐ Nýtt bílstjórabelti og festing farþega ☐ Númeraplöturammar ☐ Laust armrest ☐ Skipta um frambretti(ryð) ☐ Skipta um bílstjórahurð(ryð) ☐ Mála listana ☑ Temp takki miðstöð ☑ Ný framrúða(með sólskyggni) ☑ Ný viftukúpling ☑ Nýtt miðstöðvarelement ☑ Smurning 21.02.15 ☑ Olíulok á vél ☑ Diskar og klossar, framan ☑ Ný vetrardekk ☑ Laga hurðaskynjara ☑ Laga takka á skottloki Það sem Bandit er búinn að gera undanfarið 1.5 ár: ☑ Skipta um stýrisupphengjufóðringu h/m ☑ Skipta um aftari spyrnu v/m framan ☑ Skipta um balansstangarenda h/m framan ☑ Skipta um ventlalokspakkningu ☑ Skipta um kerti ☑ Skipta um hjólalegu v/m aftan ☑ Skipta um báðar bremsuslöngur og rör v/m aftan ☑ Tékka á skiptingu, fylla á og láta skiptingu læra upp á nýtt. Fékk nýja síu og olíu 2012. ☑ Skipta um öryggi fyrir framljós v/m ☑ Þvo allann vélarsalinn. ☑ Hennti þessari sveppasíu og kom orginal boxinu fyrir ☑ Skipta um olíu, olíusíu og loftsíu... OEM auðvitað ☑ Skipta um bremsuvökva á öllu kerfinu ☑ Búinn að skipta um alla dempara. Þó ekki nýjir en mjög góðir sem fóru í hann. ☑ nýjir klossar að aftan. ☑ Skipti um olíu á drifinu Motul LSD olía 75w/140 ☑ Reif öxulflangsan úr hægra megin og sandblés ABS kransinn og snyrti aðeins upp á tennurnar á honum ☑ Skellti nýjum boddýpúðum eða subframe-fóðringum í hann að aftan. ☑ Nýr thrust armur h/m framan. ☑ Ný stýrisstöng h/m ☑ Nýr balansstangarendi v/m framan ☑ Ný rúðuþurrka h/m ☑ Þrífa og bera á leðrið. ![]() |
Author: | D.Árna [ Fri 20. Feb 2015 06:20 ] |
Post subject: | Re: E34 1991 - Granite Silver Metallic |
Þessi er soldið flottur |
Author: | Alpina [ Fri 20. Feb 2015 07:27 ] |
Post subject: | Re: E34 1991 - Granite Silver Metallic |
MEGA góð kaup |
Author: | Helgason [ Fri 20. Feb 2015 17:22 ] |
Post subject: | Re: E34 1991 - Granite Silver Metallic |
Takk fyrir það. Já þetta er góður efniviður í solid bíl ef honum er klappað aðeins. Fór í verslunarleiðangur áðan í TB og Bílanaust, svo við Markús græjum eitthvað í honum um helgina ![]() Keypti klossa, síur, olíu og nokkra o-hringi í miðstöðina. Hann er kominn í vetrarskóna, splæsti í nýleg Toyo dekk að framan svo að ég nái að beygja og bremsa í snjónum, allt annað líf. Miðjustokkurinn og takkaborðið er svo allt komið út, svo að ég get kíkt á elementið um helgina. Vonum að vatnskassinn leki ekki, annars verður því skipt út. Rosalega þreytt að vera með kælivatn í miðstöðinni. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Hér má sjá lekann við miðstöðvaelementið, þarf að taka það alveg úr til að sjá hvort það leki á fleiri stöðum. ![]() |
Author: | Bandit79 [ Sat 21. Feb 2015 22:25 ] |
Post subject: | Re: E34 525i 1991 LSD - Granitesilber Metallic |
Viktor er ekki lengi að koma hlutunum í gang! ![]() Sé soldið eftir að hafa selt hann en það er smá huggun að hann er kominn í mjög góðar hendur! ![]() |
Author: | Helgason [ Mon 23. Feb 2015 00:15 ] |
Post subject: | Re: E34 525i 1991 LSD - Granitesilber Metallic |
Já, það er allt að gerast. Ný olía og síur og nýjir bremsudiskar. Ég hef aldrei séð jafn ónýta diska, heldur betur kominn tími á þá ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Bandit79 [ Mon 23. Feb 2015 01:19 ] |
Post subject: | Re: E34 525i 1991 LSD - Granitesilber Metallic |
Eins og ég sagði með diskana ... þeir væru orðnir vel þunnir ![]() ![]() |
Author: | srr [ Mon 23. Feb 2015 01:26 ] |
Post subject: | Re: E34 525i 1991 LSD - Granitesilber Metallic |
Bandit79 wrote: Eins og ég sagði með diskana ... þeir væru orðnir vel þunnir ![]() ![]() Kallast bara góð nýting ![]() |
Author: | Helgason [ Fri 27. Feb 2015 00:19 ] |
Post subject: | Re: E34 525i 1991 LSD - Granitesilber Metallic |
Náði loksins að rífa þetta blessaða element úr ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | HolmarE34 [ Fri 27. Feb 2015 01:52 ] |
Post subject: | Re: E34 525i 1991 LSD - Granitesilber Metallic |
Það er allveg magnað hvað þessi element eiga það til að byrja að leka , því ég hef 2x sinnum þurft að skipta um þau í bilum hja mer , í fyrra skiptið týmdi eg ekki að kaupa nýtt element þannig ég ákvað að setja aðra complett miðstöð í bilinn , með gömlu element sem var samt i lagi ( lak ekki ) en svo sirka 2 vikum seinna þá fór það að leka lika þannig það var ekki annað i stöðunni en að kaupa nýtt, en það hefur ekki verið með leyðindi siðan "7913" |
Author: | Helgason [ Fri 27. Feb 2015 20:18 ] |
Post subject: | Re: E34 525i 1991 LSD - Granitesilber Metallic |
HolmarE34 wrote: Það er allveg magnað hvað þessi element eiga það til að byrja að leka , því ég hef 2x sinnum þurft að skipta um þau í bilum hja mer , í fyrra skiptið týmdi eg ekki að kaupa nýtt element þannig ég ákvað að setja aðra complett miðstöð í bilinn , með gömlu element sem var samt i lagi ( lak ekki ) en svo sirka 2 vikum seinna þá fór það að leka lika þannig það var ekki annað i stöðunni en að kaupa nýtt, en það hefur ekki verið með leyðindi siðan "7913" Já, þetta er ferlegur andskoti. Þetta gekk samt allt eins og í sögu og var minna mál en ég bjóst við. Þarf svo að sérpanta O-hringina og er að bíða eftir BL í það, hef hann innréttingarlausan þangað til ![]() |
Author: | Helgason [ Thu 05. Mar 2015 01:20 ] |
Post subject: | Re: E34 525i 1991 LSD - Granitesilber Metallic |
Elementið var heldur betur ónýtt... Skúli reddaði elementi sem leit töluvert betur út. Ekki nákvæmlega sama elementið - en skömminni skárra þó. Það var smá dund að koma þessu saman - en þvílíkur munur að þurfa ekki að anda að sér kælivatni í bíl fullum af móðu ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | srr [ Thu 05. Mar 2015 10:08 ] |
Post subject: | Re: E34 525i 1991 LSD - Granitesilber Metallic |
![]() ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |